Trump ræðst gegn Harris og beinir athygli að Rubio Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 10:44 Trump fór mikinn í ræðu sinni í gær. AP/Marta Lavandier Donald Trump virðist nú undirbúa sig undir það að Joe Biden muni mögulega stíga til hliðar og að varaforsetinn Kamala Harris verði forsetaefni Demókrata í hans stað. Trump, sem hefur látið fara lítið fyrir sér síðustu viku, hefur hingað til veitt Harris litla athygli en réðist gegn henni í ræðu í gær og gerði meðal annars grín að hlátrinum hennar. Forsetinn fyrrverandi þóttist hafa samúð með Biden, sem hann sagði illa farið með. Nú vildi Demókrataflokkurinn víkja honum til hliðar eftir 90 mínútna lélega frammistöðu. „Það er skammarlegt hvernig þau koma fram við hann. En ég vorkenni honum ekki. Hann er mjög vondur maður,“ sagði Trump meðal annars. Trump varði síðan nokkrum mínútum í að gera lítið úr Harris og gerði því skóna að vanhæfni hennar til að sinna forsetaembættinu væri eina ástæðan fyrir því að Demókrataflokkurinn hefði ekki þegar látið Biden fjúka. „Ef Joe hefði valið einhvern sem var jafnvel bara hálfvegis hæfur hefðu þeir vikið honum úr stólnum fyrir mörgum árum,“ sagði Trump. Trump sakaði Demókrata um að villa um fyrir þjóðinni varðandi heilsu Biden og staðhæfði enn og aftur að af forsetakosningunum 2020 hefði verið „stolið“. Þá skoraði hann á Biden að mæta sér á golfvellinum. Forsetinn fyrrverandi lét einnig að því liggja að hann væri búinn að gera upp hug sinn varðandi eigið varaforsetaefni og beindi athyglinni ítrekað að Marco Rubio, sem var meðal viðstaddra. Rubio er öldungadeildarþingmaður fyrir Flórída og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Trump er sagður munu tilkynna ákvörðun sína fyrir landsþing Repúblikana, sem hefst á mánudaginn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Trump, sem hefur látið fara lítið fyrir sér síðustu viku, hefur hingað til veitt Harris litla athygli en réðist gegn henni í ræðu í gær og gerði meðal annars grín að hlátrinum hennar. Forsetinn fyrrverandi þóttist hafa samúð með Biden, sem hann sagði illa farið með. Nú vildi Demókrataflokkurinn víkja honum til hliðar eftir 90 mínútna lélega frammistöðu. „Það er skammarlegt hvernig þau koma fram við hann. En ég vorkenni honum ekki. Hann er mjög vondur maður,“ sagði Trump meðal annars. Trump varði síðan nokkrum mínútum í að gera lítið úr Harris og gerði því skóna að vanhæfni hennar til að sinna forsetaembættinu væri eina ástæðan fyrir því að Demókrataflokkurinn hefði ekki þegar látið Biden fjúka. „Ef Joe hefði valið einhvern sem var jafnvel bara hálfvegis hæfur hefðu þeir vikið honum úr stólnum fyrir mörgum árum,“ sagði Trump. Trump sakaði Demókrata um að villa um fyrir þjóðinni varðandi heilsu Biden og staðhæfði enn og aftur að af forsetakosningunum 2020 hefði verið „stolið“. Þá skoraði hann á Biden að mæta sér á golfvellinum. Forsetinn fyrrverandi lét einnig að því liggja að hann væri búinn að gera upp hug sinn varðandi eigið varaforsetaefni og beindi athyglinni ítrekað að Marco Rubio, sem var meðal viðstaddra. Rubio er öldungadeildarþingmaður fyrir Flórída og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Trump er sagður munu tilkynna ákvörðun sína fyrir landsþing Repúblikana, sem hefst á mánudaginn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira