Þegar rökin skortir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2024 08:00 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Seint yrði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins að eitthvað allt annað gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjölda þess dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan sambandsins. Tilefni þessara skrifa er grein Einars Helgasonar á Vísir.is í gær þar sem hann kýs raunar fremur að veitast að mér persónulega en að svara mér efnislega. Vænir hann mig um það alls órökstutt að ég fái greitt fyrir það að skrifa greinar á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum, Morgunblaðinu! Einari til upplýsingar hef ég ekki fengið svo mikið sem krónu greidda fyrir þessi greinaskrif mín og hvað þá evrur eins og hann ýjar einnig að. Þá starfa ég ekki á blaðinu og hef ekki gert í á fimmta ár. Ýmislegt er reynt þegar rökin skortir. Hvað skrif mín annars varðar er ekkert af því sem ég hef skrifað um í greinum mínum eitthvað sem rætt yrði um við Evrópusambandið ef til þess kæmi að Ísland gengi þar inn. Líkt og til dæmis fyrirkomulag sambandsins þegar kemur að vægi ríkja innan þess. Raunar hafa Evrópusambandssinnar í seinni tíð haldið því fram að ekki þyrfti að semja um neitt. Regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika myndi þannig tryggja hagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum og svonefndur heimskautalandbúnaður í landbúnaðarmálum. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Með öðrum orðum hefur málflutningur Evrópusambandssinna einfaldlega verið sá að við vitum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér. Sem er auðvitað rétt líkt og hinn mikli áhugamaður um inngöngu Íslands í sambandið, Uffe Ellemann-Jensen heitinn, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, sagði um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“ Hitt er svo annað mál að hvorki reglan um hlutfallslegan stöðugleika né heimskautalandbúnaðurinn myndu tryggja hagsmuni okkar innan Evrópusambandsins. Ekki sízt þar sem hvorugt breytti því að stjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarmála okkar færðist til stofnana þess. Reglunni um hlutfallslegan stöðugleika væri þess utan ekki einungis hægt að breyta eða jafnvel afnema án samþykkis Íslands þó landið væri innan sambandsins heldur er beinlínis stefnt að því enda hefur hún sætt mikilli og vaxandi gagnrýni innan þess. Heimskautalandbúnaðurinn felur í sér að ríkjum Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki sambandsins. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setur og ákveður hún öll skilyrði fyrir honum. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Marklaus gögn frá Evrópusambandinu? Ég hef annars skilning á því að erfitt sé fyrir Einar að svara skrifum mínum efnislega. Ekki sízt í ljósi þess að þau byggja einkum á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda um vægi ríkja innan sambandsins og reglu þess um hlutfallslegan stöðugleika. Ég hefði fyrirfram talið að Einar, sem talsmaður inngöngu í Evópusambandið, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka gögn frá Brussel vaknar vitanlega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hins vegar er rétt að nota tækifærið og hvetja Einar til þess að svara skrifum mínum efnislega og hrekja þau rök sem þar eru sett fram. Rök sem, líkt og áður segir, eru oftar en ekki reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Útskýra mætti í leiðinni hvernig það geti talizt meðmæli með inngöngu í sambandið að upplýsingar frá því séu óáreiðanlegar. Telji Einar á hinn bóginn frávik frá stefnum og regluverki Evrópusambandsins forsendu inngöngu í það hlýtur sú spurning eðlilega að vakna hvað við höfum þá að gera þangað inn? Við Íslendingar höfum annars alla burði til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum. Þar skiptir fámennið ekki máli. Hins vegar yrði raunin ljóslega önnur ef til þess kæmi að við myndum með lagalega bindandi hætti framselja valdið yfir flestum okkar málum, ekki einungis sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, í annarra hendur og samþykkja að vægi okkar, þegar teknar væru ákvarðanir í þeim efnum, færi eftirleiðis einkum eftir íbúafjölda landsins líkt og raunin yrði kæmi til inngöngu í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Seint yrði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins að eitthvað allt annað gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjölda þess dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan sambandsins. Tilefni þessara skrifa er grein Einars Helgasonar á Vísir.is í gær þar sem hann kýs raunar fremur að veitast að mér persónulega en að svara mér efnislega. Vænir hann mig um það alls órökstutt að ég fái greitt fyrir það að skrifa greinar á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum, Morgunblaðinu! Einari til upplýsingar hef ég ekki fengið svo mikið sem krónu greidda fyrir þessi greinaskrif mín og hvað þá evrur eins og hann ýjar einnig að. Þá starfa ég ekki á blaðinu og hef ekki gert í á fimmta ár. Ýmislegt er reynt þegar rökin skortir. Hvað skrif mín annars varðar er ekkert af því sem ég hef skrifað um í greinum mínum eitthvað sem rætt yrði um við Evrópusambandið ef til þess kæmi að Ísland gengi þar inn. Líkt og til dæmis fyrirkomulag sambandsins þegar kemur að vægi ríkja innan þess. Raunar hafa Evrópusambandssinnar í seinni tíð haldið því fram að ekki þyrfti að semja um neitt. Regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika myndi þannig tryggja hagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum og svonefndur heimskautalandbúnaður í landbúnaðarmálum. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Með öðrum orðum hefur málflutningur Evrópusambandssinna einfaldlega verið sá að við vitum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér. Sem er auðvitað rétt líkt og hinn mikli áhugamaður um inngöngu Íslands í sambandið, Uffe Ellemann-Jensen heitinn, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, sagði um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“ Hitt er svo annað mál að hvorki reglan um hlutfallslegan stöðugleika né heimskautalandbúnaðurinn myndu tryggja hagsmuni okkar innan Evrópusambandsins. Ekki sízt þar sem hvorugt breytti því að stjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarmála okkar færðist til stofnana þess. Reglunni um hlutfallslegan stöðugleika væri þess utan ekki einungis hægt að breyta eða jafnvel afnema án samþykkis Íslands þó landið væri innan sambandsins heldur er beinlínis stefnt að því enda hefur hún sætt mikilli og vaxandi gagnrýni innan þess. Heimskautalandbúnaðurinn felur í sér að ríkjum Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki sambandsins. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setur og ákveður hún öll skilyrði fyrir honum. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Marklaus gögn frá Evrópusambandinu? Ég hef annars skilning á því að erfitt sé fyrir Einar að svara skrifum mínum efnislega. Ekki sízt í ljósi þess að þau byggja einkum á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda um vægi ríkja innan sambandsins og reglu þess um hlutfallslegan stöðugleika. Ég hefði fyrirfram talið að Einar, sem talsmaður inngöngu í Evópusambandið, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka gögn frá Brussel vaknar vitanlega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hins vegar er rétt að nota tækifærið og hvetja Einar til þess að svara skrifum mínum efnislega og hrekja þau rök sem þar eru sett fram. Rök sem, líkt og áður segir, eru oftar en ekki reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Útskýra mætti í leiðinni hvernig það geti talizt meðmæli með inngöngu í sambandið að upplýsingar frá því séu óáreiðanlegar. Telji Einar á hinn bóginn frávik frá stefnum og regluverki Evrópusambandsins forsendu inngöngu í það hlýtur sú spurning eðlilega að vakna hvað við höfum þá að gera þangað inn? Við Íslendingar höfum annars alla burði til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum. Þar skiptir fámennið ekki máli. Hins vegar yrði raunin ljóslega önnur ef til þess kæmi að við myndum með lagalega bindandi hætti framselja valdið yfir flestum okkar málum, ekki einungis sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, í annarra hendur og samþykkja að vægi okkar, þegar teknar væru ákvarðanir í þeim efnum, færi eftirleiðis einkum eftir íbúafjölda landsins líkt og raunin yrði kæmi til inngöngu í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar