Kristrún fagnaði með Starmer: „Mikill innblástur fyrir okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 13:38 Kristrún fagnaði með Starmer í Tate Modern í Lundúnum í gærkvöldi. samfylkingin Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fagnaði kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Keir Starmer. Kristrún segir Starmer meðvitaðan um uppgang Samfylkingarinnar á Íslandi. „Það var gríðarlega góð stemning þarna í gær, en það er líka mikil meðvitund um að þessum breytingum fylgir mikil ábyrgð. Þetta er auðvitað söguleg staða vegna þess hve stóran meirihluta Verkamannaflokkurinn fékk, en þau eru líka að koma inn eftir fjórtán ár af stjórn Íhaldsflokksins. Nú erum við loksins komin aftur með jafnaðarmann sem forsætisráðherra Bretlands, það er auðvitað stóra fréttin,“ segir Kristrún í samtali við Vísi. Hún fagnaði kosningasigrinum í Tate Modern-safninu í Lundúnum í nótt þar sem Starmer fagnaði með sínu fólki. „Við áttum ágætis samtal og hann er meðvitaður um það sem er að gerast á Íslandi hjá Samfylkingunni. Mjög ánægður að heyra af þeirri þróun sem hefur átt sér stað hjá flokknum á síðustu árum og veit af kosningum á næsta ári. Það er ómetanlegt að hafa svona stuðning á bakvið okkur og við munum eflaust nýta okkur hann á komandi mánuðum þegar við leggjum í þessa vegferð að koma sigri í höfn fyrir jafnaðarfólk á Íslandi.“ Í dag sagði Rishi Sunak af sér sem forsætisráðherra enda beið flokkur hans afhroð í kosningunum. Af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um náði Verkamannaflokkurinn 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti Flokkurinn hafi þurft að rífa sig í gang „Hér er góður andi, fólk er búið að leggja mikið á sig og það er áþreifanlegt hve mikil vinnan hefur verið. En það er líka áþreifanlegt að fólk er mjög meðvitað um ábyrgð sína. Og meðvitað um að verkefninu er ekki lokið. Fyrsta skrefið hjá Starmer og hans teymi var að breyta flokknum. Það hafa verið miklar breytingar á flokknum sem Samfylkingin hefur fylgst með,“ segir Kristrún. Flokkurinn hafi þurft að líta í eigin barm og rífa sig í gang. Starmer hafi fært flokkinn nær fólkinu í landinum með því að leggja ofuráherslu á kjör, velferð og verðmætasköpun. Kristrún Frostadóttir ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Með í för var Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Á myndinni eru sömuleiðis Tómas Guðjónsson og Ólafur Kjaran Árnason starfsmenn þingflokksins. aðsend „En þeir vita að það verður að sýna fram á breytingar sem fólk finnur fyrir í sínu daglega lífi. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig það tekst til.“ Kristrún fór ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna að fylgjast með kosningunum og læra af Verkamannaflokknum. Spurð út í lærdóm af ferðinni segir Kristrún: „Við erum bara hér til að læra um leiðina frá stjórnarandstöðu til ríkisstjórnar og hvernig sú vegferð er. Við eru búin að hitta mjög fjölbreyttan hóp af fólki. Höfum heyrt hvað flokkurinn hefur gengið í gegnum og um mikilvægi þess á að hafa aga á skilaboðum og verklagi. Þau vita að þau þurfa strax að vera tilbúin að stíga ákveðin skref. Þetta er auðvitað mikill innblástur fyrir okkur, að sjá að jafnaðarflokkur er að komast hér til valda. Víða hefur sósíaldemókrasía átt undir högg að sækja. Það er þessi meðvitund um að horfa á stóru málin, fara aftur í kjarnann og halda sig við það. Enda er þar af nógu að taka.“ Bretland Samfylkingin Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
„Það var gríðarlega góð stemning þarna í gær, en það er líka mikil meðvitund um að þessum breytingum fylgir mikil ábyrgð. Þetta er auðvitað söguleg staða vegna þess hve stóran meirihluta Verkamannaflokkurinn fékk, en þau eru líka að koma inn eftir fjórtán ár af stjórn Íhaldsflokksins. Nú erum við loksins komin aftur með jafnaðarmann sem forsætisráðherra Bretlands, það er auðvitað stóra fréttin,“ segir Kristrún í samtali við Vísi. Hún fagnaði kosningasigrinum í Tate Modern-safninu í Lundúnum í nótt þar sem Starmer fagnaði með sínu fólki. „Við áttum ágætis samtal og hann er meðvitaður um það sem er að gerast á Íslandi hjá Samfylkingunni. Mjög ánægður að heyra af þeirri þróun sem hefur átt sér stað hjá flokknum á síðustu árum og veit af kosningum á næsta ári. Það er ómetanlegt að hafa svona stuðning á bakvið okkur og við munum eflaust nýta okkur hann á komandi mánuðum þegar við leggjum í þessa vegferð að koma sigri í höfn fyrir jafnaðarfólk á Íslandi.“ Í dag sagði Rishi Sunak af sér sem forsætisráðherra enda beið flokkur hans afhroð í kosningunum. Af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um náði Verkamannaflokkurinn 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti Flokkurinn hafi þurft að rífa sig í gang „Hér er góður andi, fólk er búið að leggja mikið á sig og það er áþreifanlegt hve mikil vinnan hefur verið. En það er líka áþreifanlegt að fólk er mjög meðvitað um ábyrgð sína. Og meðvitað um að verkefninu er ekki lokið. Fyrsta skrefið hjá Starmer og hans teymi var að breyta flokknum. Það hafa verið miklar breytingar á flokknum sem Samfylkingin hefur fylgst með,“ segir Kristrún. Flokkurinn hafi þurft að líta í eigin barm og rífa sig í gang. Starmer hafi fært flokkinn nær fólkinu í landinum með því að leggja ofuráherslu á kjör, velferð og verðmætasköpun. Kristrún Frostadóttir ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Með í för var Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Á myndinni eru sömuleiðis Tómas Guðjónsson og Ólafur Kjaran Árnason starfsmenn þingflokksins. aðsend „En þeir vita að það verður að sýna fram á breytingar sem fólk finnur fyrir í sínu daglega lífi. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig það tekst til.“ Kristrún fór ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna að fylgjast með kosningunum og læra af Verkamannaflokknum. Spurð út í lærdóm af ferðinni segir Kristrún: „Við erum bara hér til að læra um leiðina frá stjórnarandstöðu til ríkisstjórnar og hvernig sú vegferð er. Við eru búin að hitta mjög fjölbreyttan hóp af fólki. Höfum heyrt hvað flokkurinn hefur gengið í gegnum og um mikilvægi þess á að hafa aga á skilaboðum og verklagi. Þau vita að þau þurfa strax að vera tilbúin að stíga ákveðin skref. Þetta er auðvitað mikill innblástur fyrir okkur, að sjá að jafnaðarflokkur er að komast hér til valda. Víða hefur sósíaldemókrasía átt undir högg að sækja. Það er þessi meðvitund um að horfa á stóru málin, fara aftur í kjarnann og halda sig við það. Enda er þar af nógu að taka.“
Bretland Samfylkingin Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. 4. júlí 2024 13:17