Varnir gegn gagnagíslatökum Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 2. júlí 2024 09:01 Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár. Nokkuð hefur verið um alvarlegar gagnagíslatökuárásir hér á landi undanfarið. Má þar t.a.m. nefna árás á Brimborg síðastliðið haust, árás á Háskólann í Reykjavík í byrjun árs og nú síðast á Árvak. Árásir af þessu tagi fela það í sér að árásaraðilar smita kerfi með hugbúnaði sem ýmist læsir, dulkóðar, eyðir eða stelur gögnunum og krefjast svo í mörgum tilfellum lausnargjalds fyrir afhendingu gagnanna. Slíkar árásir geta haft veruleg áhrif á fyrirtæki, bæði fjárhagsleg áhrif og geta falið einnig í sér ákveðna orðsporsáhættu. Allir geta orðið fyrir árás af þessu tagi en það er afar mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til að lágmarka þær og áhrif þeirra. Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum. Dæmi um mikilvægar öryggisráðstafanir sem fyrirtæki geta viðhaft eru: Aukin vitund og þjálfun: Starfsfólk þarf að vera vel upplýst um áhættur tengdar netöryggi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær, til dæmis með því að forðast að smella á grunsamlega tengla eða opna óvænt viðhengi í tölvupósti. Aðgangsstýring: Með því að takmarka aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum, og tryggja að aðeins tilteknir notendur hafi viðeigandi aðgang, er hægt að minnka líkur á því að árásaraðilar komist inn í kerfin. Þetta getur falið í sér notkun á aðgangsstýringarlista (ACL) og notkun margþátta auðkenningar (MFA) til að auka öryggi. Aðgreining kerfa: Aðgreining neta og kerfa er mikilvæg til að koma í veg fyrir að árás sem nær inn í eitt kerfi dreifi sér yfir í önnur. Með því að skipta netum upp í smærri hluta og stjórna flæði gagna milli þeirra er hægt að draga úr útbreiðslu skaðlegra áhrifa innan kerfisins. Herðing kerfa: Með því að fara yfir stillingar kerfa (e. system hardening) og fjarlægja óþarfa virkni minnkar árásaryfirborð þeirra og mögulegar innbrotsleiðir árásaraðila fækkar. Öryggisuppfærslur og „plástrun“: Það er mikilvægt að allar hugbúnaðaruppfærslur og plástrar (e. patching) séu settar upp tímanlega til að loka fyrir öryggisgöt og veikleika. Einnig þarf að huga tímanlega að uppfærslum kerfa, niðurlagningu þeirra eða útskiptum áður en að stuðningi framleiðanda lýkur. Aukið eftirlit og greining: Með því að nýta greiningartæki og fylgjast með óeðlilegri hegðun í kerfum er hægt að uppgötva og bregðast fljótt við árásum. Afritun gagna: Regluleg afritun gagna tryggir að fyrirtæki geti endurheimt gögn sín án þess að þurfa að greiða lausnargjald ef það verður fyrir gagnagíslatökuárás. Mikilvægt er að afrit séu geymd aðgreint frá gögnum fyrirtækisins. En öflugum árangri gegn netógnum sem þessum verður ekki eingöngu náð með framangreindum öryggisráðstöfunum. Það er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi komi á virku stjórnkerfi netöryggismála og umgjörð áhættustýringar í sínum rekstri. Öryggisráðstafanirnar aðila þurfa að vera yfirgripsmiklar og samhæfðar. Þær þurfa að fela í sér bæði tæknilegar lausnir, svo sem eldveggi, innbrotsvarnarkerfi og önnur netgreiningartæki, og einnig stjórnunarráðstafanir, svo sem reglulegar uppfærslur hugbúnaðar og skýrar verklagsreglur fyrir notkun á kerfum, vöktun þeirra fyrir tilkynngum veikleikum, endurreisn þeirra o.fl. Einnig er mikilvægt að uppfæra áhættumat og stefnumótun um netöryggi, sem tekur mið af nýjum ógnum, áhættum og þróun á sviði netglæpa. Samkvæmt Netöryggisstofnun Evrópu (European Union Agency for Cybersecurity (ENISA)), getur meðaltími árásaraðila inn á kerfum aðila áður en þeir greinast (e. dwell time) verið langur, jafnvel margir mánuðir. Þetta gerir árásarmönnum kleift að valda meiri skaða og undirbúa umfangsmeiri árásir áður en þeir eru uppgötvaðir eða stöðvaðir. Þá hefur ENISA einnig bent á að netárásir sem þessar eru að varða flóknari og útbreiddari, og að margar árásir sem þessar greinist í raun ekki eða að slík uppgötvum taki mjög langan tíma. Til að draga úr þessum tíma er mikilvægt að innleiða kerfi sem geta greint óeðlilega hegðun svo hægt sé að grípa til aðgerða strax. Þjálfun starfsfólks er einnig nauðsynleg til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hættumerkin og viti hvernig á að bregðast við. Með því að innleiða virkt stjórnkerfi netöryggis og viðhalda sterkum öryggisráðstöfunum er hægt að draga úr hættu á netárásum og takmarka þann skaða sem þær geta valdið. Þessi skref eru ekki aðeins mikilvæg til að vernda gögn og kerfi aðila heldur einnig lykilþáttur í að tryggja traust almennings á stafrænni þróun og stafrænt öryggi innviða hér á landi. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Tækni Netglæpir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Sjá meira
Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár. Nokkuð hefur verið um alvarlegar gagnagíslatökuárásir hér á landi undanfarið. Má þar t.a.m. nefna árás á Brimborg síðastliðið haust, árás á Háskólann í Reykjavík í byrjun árs og nú síðast á Árvak. Árásir af þessu tagi fela það í sér að árásaraðilar smita kerfi með hugbúnaði sem ýmist læsir, dulkóðar, eyðir eða stelur gögnunum og krefjast svo í mörgum tilfellum lausnargjalds fyrir afhendingu gagnanna. Slíkar árásir geta haft veruleg áhrif á fyrirtæki, bæði fjárhagsleg áhrif og geta falið einnig í sér ákveðna orðsporsáhættu. Allir geta orðið fyrir árás af þessu tagi en það er afar mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til að lágmarka þær og áhrif þeirra. Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum. Dæmi um mikilvægar öryggisráðstafanir sem fyrirtæki geta viðhaft eru: Aukin vitund og þjálfun: Starfsfólk þarf að vera vel upplýst um áhættur tengdar netöryggi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær, til dæmis með því að forðast að smella á grunsamlega tengla eða opna óvænt viðhengi í tölvupósti. Aðgangsstýring: Með því að takmarka aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum, og tryggja að aðeins tilteknir notendur hafi viðeigandi aðgang, er hægt að minnka líkur á því að árásaraðilar komist inn í kerfin. Þetta getur falið í sér notkun á aðgangsstýringarlista (ACL) og notkun margþátta auðkenningar (MFA) til að auka öryggi. Aðgreining kerfa: Aðgreining neta og kerfa er mikilvæg til að koma í veg fyrir að árás sem nær inn í eitt kerfi dreifi sér yfir í önnur. Með því að skipta netum upp í smærri hluta og stjórna flæði gagna milli þeirra er hægt að draga úr útbreiðslu skaðlegra áhrifa innan kerfisins. Herðing kerfa: Með því að fara yfir stillingar kerfa (e. system hardening) og fjarlægja óþarfa virkni minnkar árásaryfirborð þeirra og mögulegar innbrotsleiðir árásaraðila fækkar. Öryggisuppfærslur og „plástrun“: Það er mikilvægt að allar hugbúnaðaruppfærslur og plástrar (e. patching) séu settar upp tímanlega til að loka fyrir öryggisgöt og veikleika. Einnig þarf að huga tímanlega að uppfærslum kerfa, niðurlagningu þeirra eða útskiptum áður en að stuðningi framleiðanda lýkur. Aukið eftirlit og greining: Með því að nýta greiningartæki og fylgjast með óeðlilegri hegðun í kerfum er hægt að uppgötva og bregðast fljótt við árásum. Afritun gagna: Regluleg afritun gagna tryggir að fyrirtæki geti endurheimt gögn sín án þess að þurfa að greiða lausnargjald ef það verður fyrir gagnagíslatökuárás. Mikilvægt er að afrit séu geymd aðgreint frá gögnum fyrirtækisins. En öflugum árangri gegn netógnum sem þessum verður ekki eingöngu náð með framangreindum öryggisráðstöfunum. Það er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi komi á virku stjórnkerfi netöryggismála og umgjörð áhættustýringar í sínum rekstri. Öryggisráðstafanirnar aðila þurfa að vera yfirgripsmiklar og samhæfðar. Þær þurfa að fela í sér bæði tæknilegar lausnir, svo sem eldveggi, innbrotsvarnarkerfi og önnur netgreiningartæki, og einnig stjórnunarráðstafanir, svo sem reglulegar uppfærslur hugbúnaðar og skýrar verklagsreglur fyrir notkun á kerfum, vöktun þeirra fyrir tilkynngum veikleikum, endurreisn þeirra o.fl. Einnig er mikilvægt að uppfæra áhættumat og stefnumótun um netöryggi, sem tekur mið af nýjum ógnum, áhættum og þróun á sviði netglæpa. Samkvæmt Netöryggisstofnun Evrópu (European Union Agency for Cybersecurity (ENISA)), getur meðaltími árásaraðila inn á kerfum aðila áður en þeir greinast (e. dwell time) verið langur, jafnvel margir mánuðir. Þetta gerir árásarmönnum kleift að valda meiri skaða og undirbúa umfangsmeiri árásir áður en þeir eru uppgötvaðir eða stöðvaðir. Þá hefur ENISA einnig bent á að netárásir sem þessar eru að varða flóknari og útbreiddari, og að margar árásir sem þessar greinist í raun ekki eða að slík uppgötvum taki mjög langan tíma. Til að draga úr þessum tíma er mikilvægt að innleiða kerfi sem geta greint óeðlilega hegðun svo hægt sé að grípa til aðgerða strax. Þjálfun starfsfólks er einnig nauðsynleg til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hættumerkin og viti hvernig á að bregðast við. Með því að innleiða virkt stjórnkerfi netöryggis og viðhalda sterkum öryggisráðstöfunum er hægt að draga úr hættu á netárásum og takmarka þann skaða sem þær geta valdið. Þessi skref eru ekki aðeins mikilvæg til að vernda gögn og kerfi aðila heldur einnig lykilþáttur í að tryggja traust almennings á stafrænni þróun og stafrænt öryggi innviða hér á landi. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun