Óður hundur réðst á tvo í Grafarvogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júní 2024 13:08 Þorkell sagði að hann minnti að hundurinn væri af Schnauzer gerð, en var ekki viss. Hundurinn hefði allavegana ekki verið stór. Getty Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi farið á vettvang og kallað hafi verið til Dýraþjónustu Reykjavíkur sem fjarlægði hundinn. Enginn sjúkrabíll hafi komið á vettvang, en hún viti ekki til þess hvort fólkið hafi leitað á sjúkrahús, eða hvort þau hafi slasast illa. Farið verði með hundinn í skapgerðarmat Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir að hundurinn hafi róast þegar þau tóku við honum. Það líti út fyrir að eitthvað hafi komið upp á og æst hundinn upp. Það sé oft þannig með dýr þegar þau komast í aðstæður sem eru streituvaldandi. „Mér heyrist við fyrstu skoðun að þetta sé slíkt tilfelli, eins og ég skil þetta var þetta hundur sem var í gæslu eða pössun hjá öðrum,“ segir Þorkell. Hann segir að alltaf þegar hundar bíti fólk, sé alltaf farið með þá í svokallað skapgerðarmat. Svo verði bara að meta í framhaldinu á því hvað verði svo gert. „Þessi hundur er allavegana ekki æstur lengur, hann róaðist,“ segir Þorkell. Óskráðum hundum og bitmálum fari fjölgandi Þorkell segir það áhyggjuefni að svona málum virðist fara fjölgandi. „Það hefur verið eitthvað um svona bitmál, til dæmis þarna í Laugardalnum þar sem hundarnir réðust á köttinn,“ segir Þorkell. Því miður hafi einnig komið upp alvarleg tilvik í samskiptum hunda og manna. Það sé einnig áhyggjuefni, að margir hundar í borginni séu ekki skráðir hjá sveitarfélaginu. Þetta þýði að þeir séu ekki ábyrgðartryggðir gegn tjóni sem þeir valda þriðja aðila. „Það er í okkar huga bara mjög alvarlegt,“ segir Þorkell. Stíga þurfi fastar til jarðar í þeim efnum. „Það segir sig sjálft að þegar þéttbýli manna og hunda eykst, aukast líkurnar á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þorkell. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi farið á vettvang og kallað hafi verið til Dýraþjónustu Reykjavíkur sem fjarlægði hundinn. Enginn sjúkrabíll hafi komið á vettvang, en hún viti ekki til þess hvort fólkið hafi leitað á sjúkrahús, eða hvort þau hafi slasast illa. Farið verði með hundinn í skapgerðarmat Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir að hundurinn hafi róast þegar þau tóku við honum. Það líti út fyrir að eitthvað hafi komið upp á og æst hundinn upp. Það sé oft þannig með dýr þegar þau komast í aðstæður sem eru streituvaldandi. „Mér heyrist við fyrstu skoðun að þetta sé slíkt tilfelli, eins og ég skil þetta var þetta hundur sem var í gæslu eða pössun hjá öðrum,“ segir Þorkell. Hann segir að alltaf þegar hundar bíti fólk, sé alltaf farið með þá í svokallað skapgerðarmat. Svo verði bara að meta í framhaldinu á því hvað verði svo gert. „Þessi hundur er allavegana ekki æstur lengur, hann róaðist,“ segir Þorkell. Óskráðum hundum og bitmálum fari fjölgandi Þorkell segir það áhyggjuefni að svona málum virðist fara fjölgandi. „Það hefur verið eitthvað um svona bitmál, til dæmis þarna í Laugardalnum þar sem hundarnir réðust á köttinn,“ segir Þorkell. Því miður hafi einnig komið upp alvarleg tilvik í samskiptum hunda og manna. Það sé einnig áhyggjuefni, að margir hundar í borginni séu ekki skráðir hjá sveitarfélaginu. Þetta þýði að þeir séu ekki ábyrgðartryggðir gegn tjóni sem þeir valda þriðja aðila. „Það er í okkar huga bara mjög alvarlegt,“ segir Þorkell. Stíga þurfi fastar til jarðar í þeim efnum. „Það segir sig sjálft að þegar þéttbýli manna og hunda eykst, aukast líkurnar á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þorkell.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54