Verst fyrir fámennustu ríkin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júní 2024 10:00 Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Hér er einfaldlega byggt á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Þetta eru þær tvær af meginstofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa. Hvað framkvæmdastjórn þess varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þingsins eru þeir ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur einungis þingflokksins sem þeir tilheyra. Við töku ákvarðana í ráðherraráði Evrópusambandsins var einróma samþykki ríkjanna áður reglan en heyrir nú til undantekninga. Telja má nær á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðlilega komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins og sömuleiðis sífellt meiri tenging á vægi ríkjanna við íbúafjölda þeirra. Vaxandi uppgangur öfgaflokka Hið prýðilegasta tilefni til þess að rifja upp þessi meginatriði gafst með grein Oles Antons Bieltvedts á Vísir.is í gær. Þar mótmælir hann þeim raunar hvorki né hrekur en kýs í rökþroti sínu þess í stað að reyna að bendla mig við öfgaflokka, sem illu heilli hefur vaxið ásmegin innan Evrópusambandsins á liðnum árum og ekki sízt í þingkosningum þess nýverið, fyrir þá sök eina að vilja ekki að Ísland gangi í sambandið. Hitt er annað mál að á meðal þess sem mér þykir einmitt varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins eru vaxandi áhrif öfgaflokka innan þess. Bæði í ríkjum og stofnunum þess og sem skilgreindir eru bæði til hægri og vinstri. Gjarnan er raunar lítill eða óljós munur þar á. Ole Anton virðist hins vegar hafa veitt þeim syndaaflausn hvað sig varðar þar sem þeir séu flestir orðnir sammála honum varðandi sambandið. Franski öfgaflokkurinn Rassemblement National með Marine Le Pen í broddi fylkingar varð stærsti flokkur Frakklands, annars fjölmennasta ríkis sambandsins, á þinginu og búizt við að hann verði einnig stærstur á franska þinginu í þingkosningunum sem hefjast á morgun. Staðan er ekki mikið gæfulegri í Þýzkalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, og hið sama er að segja um ófá önnur ríki innan sambandsins. Til verði evrópskt sambandsríki Margt fleira er að mínu áliti varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins en sáralítið og minnandi vægi fámennari ríkja þess og vaxandi uppgangur öfgaflokka innan sambandsins sem gerir ekki inngöngu í það eftirsóknarverðari í mínum augum. Hið sama á ekki síður til að mynda við um markmið samrunans innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Hér er einfaldlega byggt á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Þetta eru þær tvær af meginstofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa. Hvað framkvæmdastjórn þess varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þingsins eru þeir ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur einungis þingflokksins sem þeir tilheyra. Við töku ákvarðana í ráðherraráði Evrópusambandsins var einróma samþykki ríkjanna áður reglan en heyrir nú til undantekninga. Telja má nær á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðlilega komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins og sömuleiðis sífellt meiri tenging á vægi ríkjanna við íbúafjölda þeirra. Vaxandi uppgangur öfgaflokka Hið prýðilegasta tilefni til þess að rifja upp þessi meginatriði gafst með grein Oles Antons Bieltvedts á Vísir.is í gær. Þar mótmælir hann þeim raunar hvorki né hrekur en kýs í rökþroti sínu þess í stað að reyna að bendla mig við öfgaflokka, sem illu heilli hefur vaxið ásmegin innan Evrópusambandsins á liðnum árum og ekki sízt í þingkosningum þess nýverið, fyrir þá sök eina að vilja ekki að Ísland gangi í sambandið. Hitt er annað mál að á meðal þess sem mér þykir einmitt varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins eru vaxandi áhrif öfgaflokka innan þess. Bæði í ríkjum og stofnunum þess og sem skilgreindir eru bæði til hægri og vinstri. Gjarnan er raunar lítill eða óljós munur þar á. Ole Anton virðist hins vegar hafa veitt þeim syndaaflausn hvað sig varðar þar sem þeir séu flestir orðnir sammála honum varðandi sambandið. Franski öfgaflokkurinn Rassemblement National með Marine Le Pen í broddi fylkingar varð stærsti flokkur Frakklands, annars fjölmennasta ríkis sambandsins, á þinginu og búizt við að hann verði einnig stærstur á franska þinginu í þingkosningunum sem hefjast á morgun. Staðan er ekki mikið gæfulegri í Þýzkalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, og hið sama er að segja um ófá önnur ríki innan sambandsins. Til verði evrópskt sambandsríki Margt fleira er að mínu áliti varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins en sáralítið og minnandi vægi fámennari ríkja þess og vaxandi uppgangur öfgaflokka innan sambandsins sem gerir ekki inngöngu í það eftirsóknarverðari í mínum augum. Hið sama á ekki síður til að mynda við um markmið samrunans innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar