Segir íslenskuna dauðadæmda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 10:44 Kristján Hreinsson gerði íslenska tungu og kynjamálið svokallaða að umfangsefni í Bítinu í morgun. Aðsend Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. Kristján lagði á dögunum fram kæru til Lilju Daggar Alferðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Nánar tiltekið sakar hann starfsmenn Ríkisútvarpsins um að gera tilraun til að breyta íslenskri tungu með því að auka notkun hvorugkyns nafnorða á kostnað karlkyns. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Kristján að draumsýn talsmanna kynjamálsins svokallaða sé falleg og vill ekki að grín sé gert að henni. En að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Draumsýnin er alveg dásamleg en hún hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Við getum ekki breytt hugsunarhætti fólks með því að koma með einhverja hvorugkynssýki,“ segir Kristján. Hvorugkynssýkin felist í því að fólk skipti karlkynsorðum út fyrir hvorugkynsorð. „Fólk skilur ekki að þegar við tölum um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns þá stekkur fólk upp á nef sér og segir: Já, þá ertu að tala um karlkyn!“ Þetta er eins og maður sé að tala við amöbu. Það er engin klár samsvörun á milli kyns í tungumáli og kyns í líffræði,“ segir Kristján. „Það heldur áfram að tafsa á því að við þurfum að laga kynið að orðræðunni. Það er bara ekki þannig,“ bætir hann við. Hann segir að með þessu sé ráðist að rótum sjálfs tungumálsins. Ráðist sé á rætur kerfisins sem málið byggir á. Hann útskýrir þó ekki nánar hvað hann á við með þessu. „Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort fólk sé að velta fyrir sér stöðugt hvað má segja og hvað ekki,“ segir Kristján. „Þegar útvarp allra landsmanna ræðst gegn rótum tungumálsins í fréttaflutningi og öðru þá er ekki hægt að segja annað en: hingað og ekki lengra. Þarna er um lögbrot að ræða. Það er það sem ég er að ráðast á. Íslenskan er dauðadæmd og þannig er það,“ segir hann. Íslensk tunga Bítið Íslensk fræði Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Kristján lagði á dögunum fram kæru til Lilju Daggar Alferðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Nánar tiltekið sakar hann starfsmenn Ríkisútvarpsins um að gera tilraun til að breyta íslenskri tungu með því að auka notkun hvorugkyns nafnorða á kostnað karlkyns. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Kristján að draumsýn talsmanna kynjamálsins svokallaða sé falleg og vill ekki að grín sé gert að henni. En að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Draumsýnin er alveg dásamleg en hún hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Við getum ekki breytt hugsunarhætti fólks með því að koma með einhverja hvorugkynssýki,“ segir Kristján. Hvorugkynssýkin felist í því að fólk skipti karlkynsorðum út fyrir hvorugkynsorð. „Fólk skilur ekki að þegar við tölum um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns þá stekkur fólk upp á nef sér og segir: Já, þá ertu að tala um karlkyn!“ Þetta er eins og maður sé að tala við amöbu. Það er engin klár samsvörun á milli kyns í tungumáli og kyns í líffræði,“ segir Kristján. „Það heldur áfram að tafsa á því að við þurfum að laga kynið að orðræðunni. Það er bara ekki þannig,“ bætir hann við. Hann segir að með þessu sé ráðist að rótum sjálfs tungumálsins. Ráðist sé á rætur kerfisins sem málið byggir á. Hann útskýrir þó ekki nánar hvað hann á við með þessu. „Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort fólk sé að velta fyrir sér stöðugt hvað má segja og hvað ekki,“ segir Kristján. „Þegar útvarp allra landsmanna ræðst gegn rótum tungumálsins í fréttaflutningi og öðru þá er ekki hægt að segja annað en: hingað og ekki lengra. Þarna er um lögbrot að ræða. Það er það sem ég er að ráðast á. Íslenskan er dauðadæmd og þannig er það,“ segir hann.
Íslensk tunga Bítið Íslensk fræði Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira