Manchester United missir fleiri stjörnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 17:01 Earps er á förum frá Man United. Marc Atkins/Getty Images Annað sumarið í röð stefnir í að kvennalið Manchester United missi nokkra af sína bestu leikmönnum. Mary Earps, sem er talin vera meðal bestu markvarða heims, er á leið frá félaginu og þá hefur verið staðfest að Lucía Garcia verði ekki áfram. Fyrir ári síðan fór Alessia Russo frá Man United til Arsenal og Ona Batlle samdi við verðandi Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Annað árið í röð virðist félagið eiga erfitt með að halda í sína bestu leikmenn en Earps er sögð á leið til París Saint-Germain þegar samningur hennar við Rauðu djöflana rennur út. Mary Earps will leave Manchester United at the end of her contract to join Paris Saint-Germain 📝 pic.twitter.com/82k5qAAwbq— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) June 25, 2024 Hin 31 árs gamla Earps er af mörgum talin besti markvörður heims enda verið kosin sú besta í heimi af FIFA bæði 2022 og 2023. Man United hefur lengi vel reynt að framlengja samning landsliðsmarkvarðarins en aldrei náðist samkomulag. Þá hefur heyrst að PSG sé tilbúið að borga talsvert hærra og að Earps verði launahæsti markmaður kvennafótboltans eftir vistaskiptin. Earps lék ekki með enska landsliðinu í síðasta mánuði vegna meiðsla en á að baki 50 A-landsleiki og stóð vaktina þegar England varð Evrópumeistari 2022 og fór alla leið í úrslit á HM ári síðar. Earps er ekki eini leikmaðurinn sem Man United missir frítt í sumar því félagið hefur þegar opinberað að Lucía Garcia mun yfirgefa félagið þegar samningur hennar rennur út. Hún á að baki 46 A-landsleiki fyrir Spán. ℹ️ We can confirm @LuciaGarcia17 will depart the club at the end of the month.Wishing you all the best for the future, Lucia — you'll be missed ❤️#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) June 26, 2024 Man United endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð en vann ensku bikarkeppnina eftir 4-0 sigur á Tottenham Hotspur í úrslitum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Fyrir ári síðan fór Alessia Russo frá Man United til Arsenal og Ona Batlle samdi við verðandi Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Annað árið í röð virðist félagið eiga erfitt með að halda í sína bestu leikmenn en Earps er sögð á leið til París Saint-Germain þegar samningur hennar við Rauðu djöflana rennur út. Mary Earps will leave Manchester United at the end of her contract to join Paris Saint-Germain 📝 pic.twitter.com/82k5qAAwbq— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) June 25, 2024 Hin 31 árs gamla Earps er af mörgum talin besti markvörður heims enda verið kosin sú besta í heimi af FIFA bæði 2022 og 2023. Man United hefur lengi vel reynt að framlengja samning landsliðsmarkvarðarins en aldrei náðist samkomulag. Þá hefur heyrst að PSG sé tilbúið að borga talsvert hærra og að Earps verði launahæsti markmaður kvennafótboltans eftir vistaskiptin. Earps lék ekki með enska landsliðinu í síðasta mánuði vegna meiðsla en á að baki 50 A-landsleiki og stóð vaktina þegar England varð Evrópumeistari 2022 og fór alla leið í úrslit á HM ári síðar. Earps er ekki eini leikmaðurinn sem Man United missir frítt í sumar því félagið hefur þegar opinberað að Lucía Garcia mun yfirgefa félagið þegar samningur hennar rennur út. Hún á að baki 46 A-landsleiki fyrir Spán. ℹ️ We can confirm @LuciaGarcia17 will depart the club at the end of the month.Wishing you all the best for the future, Lucia — you'll be missed ❤️#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) June 26, 2024 Man United endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð en vann ensku bikarkeppnina eftir 4-0 sigur á Tottenham Hotspur í úrslitum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira