Takk fyrir tímamótafrumvörp í þágu mannréttinda og örorku- og endurhæfingarlífeyristaka! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2024 08:01 Skrifað á sunnudegi. Mikilsverð tímamót urðu í gær þegar tvö frumvörp sem varða lífskjör og mannréttindi fatlaðs fólks voru samþykkt á Alþingi. Þetta eru tímamót sem ég fagna og gleðst yfir og vona svo sannarlega að verði gleðileg öllum þeim sem málin snerta. Við sem höfum verið og erum í hagsmunagæslu fyrir öryrkja og fatlað fólk höfum lengi beðið þess að Mannréttindastofnun yrði samþykkt af Alþingi, það hefur nú raungerst og er ég viss um að hún verði samfélagi okkar réttarbót og sómi. Hér er rík þörf og næg verkefni fyrir stofnun um mannréttindi, það sjáum við af fjölda mála sem ÖBÍ hefur rekið fyrir fatlað fólk og á málafjölda Réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Ég þakka sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur fyrir að setja verkefnið í forgang og veita því brautargengi, ég þakka þingmönnum VG, öðrum þingflokkum og öllum þeim sem barist hafa fyrir því að fá Mannréttindastofnun á Íslandi. Nú er loks hægt að snúa sér að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, HÚRRA! Í áratugi hafa verið gerðar tilraunir til að koma á nýju kerfi örorkulífeyris Almannatrygginga. Síðustu ár tókst að halda þræði milli stjórnvalda og samtaka fatlaðs fólks sem áttu raunverulegan þátt í vinnunni, og það skipti sköpum. Ég þakka félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir hans miklu vinnu og einurð við að koma breytingum á örorkulífeyriskerfinu í gegn, þannig að 1. september 2025 verði gagnsærra og betra kerfi tekið upp. Ég þakka þingmönnum VG, og allra flokka, þá þakka ég sérstaklega stjórnarandstöðuflokkum fyrir að halda til streitu og ná í gegn mikilvægum breytingum á síðustu metrunum. Ég þakka öllum þeim sem komu að breytingum til batnaðar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga fyrir þeirra framlag og vinnu, sú vinna var ekki einföld eða létt. Það þurfti að hefja samtal og byggja upp traust milli aðila enda varnir hátt reistar - verja þurfti fatlað fólk! Ég vil sérstaklega nefna þátt ÖBÍ réttindasamtaka sem voru vakin og sofin yfir verkefninu, lögðu fram vandaðar umsagnir, bentu á úrbætur og fylgdu málum eftir af festu. Ég þakka fulltrúum ÖBÍ vítt og breytt, í forystu, vinnuhópum, málefnahópum og starfsmönnum ÖBÍ, og öllum þeim félög, samtökum og einstaklingum sem mættu á fundi, áttu samtöl, skrifuðu umsagnir og greinar, gagnrýndu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þetta lagafrumvarp, sem varðar líf þúsunda einstaklinga á svo margvíslegan hátt, yrði raunveruleg réttarbót og verði velferð fólksins. Nýtt örorkulífeyriskerfi verður að tryggja fólki öryggi, þar spilar afkomuöryggi stóran hlut. Það verður raunverulega að virka og vera kerfið sem grípur okkur eða okkar nánustu og tekur þétt utan um fólk, þegar aðstæður þess eru slíkar að það getur ekki séð sér og sínum farborða, þarfnast endurhæfingar og stuðnings. Kerfið þarf að vera gott og styðjandi en ekki refsandi. Ég trúi að það lagafrumvarp sem nú er samþykkt af Alþingi, sé réttarbót og muni gagnast mun betur þeim tugþúsundum einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það. Baráttan er þó ekki búin og áfram mun þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum og sífellt batnandi lífskjörum! Gangi okkur öllum vel! Höfundur er öryrki, núverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. og fyrrverandi formaður ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Skrifað á sunnudegi. Mikilsverð tímamót urðu í gær þegar tvö frumvörp sem varða lífskjör og mannréttindi fatlaðs fólks voru samþykkt á Alþingi. Þetta eru tímamót sem ég fagna og gleðst yfir og vona svo sannarlega að verði gleðileg öllum þeim sem málin snerta. Við sem höfum verið og erum í hagsmunagæslu fyrir öryrkja og fatlað fólk höfum lengi beðið þess að Mannréttindastofnun yrði samþykkt af Alþingi, það hefur nú raungerst og er ég viss um að hún verði samfélagi okkar réttarbót og sómi. Hér er rík þörf og næg verkefni fyrir stofnun um mannréttindi, það sjáum við af fjölda mála sem ÖBÍ hefur rekið fyrir fatlað fólk og á málafjölda Réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Ég þakka sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur fyrir að setja verkefnið í forgang og veita því brautargengi, ég þakka þingmönnum VG, öðrum þingflokkum og öllum þeim sem barist hafa fyrir því að fá Mannréttindastofnun á Íslandi. Nú er loks hægt að snúa sér að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, HÚRRA! Í áratugi hafa verið gerðar tilraunir til að koma á nýju kerfi örorkulífeyris Almannatrygginga. Síðustu ár tókst að halda þræði milli stjórnvalda og samtaka fatlaðs fólks sem áttu raunverulegan þátt í vinnunni, og það skipti sköpum. Ég þakka félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir hans miklu vinnu og einurð við að koma breytingum á örorkulífeyriskerfinu í gegn, þannig að 1. september 2025 verði gagnsærra og betra kerfi tekið upp. Ég þakka þingmönnum VG, og allra flokka, þá þakka ég sérstaklega stjórnarandstöðuflokkum fyrir að halda til streitu og ná í gegn mikilvægum breytingum á síðustu metrunum. Ég þakka öllum þeim sem komu að breytingum til batnaðar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga fyrir þeirra framlag og vinnu, sú vinna var ekki einföld eða létt. Það þurfti að hefja samtal og byggja upp traust milli aðila enda varnir hátt reistar - verja þurfti fatlað fólk! Ég vil sérstaklega nefna þátt ÖBÍ réttindasamtaka sem voru vakin og sofin yfir verkefninu, lögðu fram vandaðar umsagnir, bentu á úrbætur og fylgdu málum eftir af festu. Ég þakka fulltrúum ÖBÍ vítt og breytt, í forystu, vinnuhópum, málefnahópum og starfsmönnum ÖBÍ, og öllum þeim félög, samtökum og einstaklingum sem mættu á fundi, áttu samtöl, skrifuðu umsagnir og greinar, gagnrýndu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þetta lagafrumvarp, sem varðar líf þúsunda einstaklinga á svo margvíslegan hátt, yrði raunveruleg réttarbót og verði velferð fólksins. Nýtt örorkulífeyriskerfi verður að tryggja fólki öryggi, þar spilar afkomuöryggi stóran hlut. Það verður raunverulega að virka og vera kerfið sem grípur okkur eða okkar nánustu og tekur þétt utan um fólk, þegar aðstæður þess eru slíkar að það getur ekki séð sér og sínum farborða, þarfnast endurhæfingar og stuðnings. Kerfið þarf að vera gott og styðjandi en ekki refsandi. Ég trúi að það lagafrumvarp sem nú er samþykkt af Alþingi, sé réttarbót og muni gagnast mun betur þeim tugþúsundum einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það. Baráttan er þó ekki búin og áfram mun þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum og sífellt batnandi lífskjörum! Gangi okkur öllum vel! Höfundur er öryrki, núverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. og fyrrverandi formaður ÖBÍ.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun