Braut gegn tveimur konum og þremur unglingsstúlkum Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júní 2024 18:08 Af þeim fimm brotum sem maðurinn hefur verið dæmdur fyrir á þessu ári áttu þrjú þeirra sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna. Brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir í þessum mánuði áttu sér stað í mars og október á síðasta ári. Annars vegar var hann ákærður fyrir að ganga að glugga, bera kynfæri sín og handleika þau. Kona varð vitni af atvikinu. Hins vegar var honum gefið að sök að spyrja aðra konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi bera kynfæri sín. Samkvæmt heimildum fréttastofu framdi hann fyrra brotið á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, en seinna brotið við verslunina Corner Market á Laugavegi. Maðurinn þótti með athæfi sínu hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem væri til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af framgöngu mannsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn neitaði sök, en dómnum þótti framburður hans ótruverðugur og óskýr. Hins vegar þótti framburður kvennanna tveggja trúverðugur. Í dómnum segir að maðurinn hafi brotið gróflega geng réttindum kvennanna tveggja sem voru einar á ferð og áttu sér einskis ills von. Brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlýtur maðurinn fjögurra mánaða fangelsisdóm, og er gert að greiða konunum tveimur 400 þúsund krónur hvorri um sig. Braut gegn þremur unglingsstúlkum Þessi sami maður hlaut dóm í apríl síðastliðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þriggja kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Eitt þeirra brota var framið í janúar 2021, en þar var manninum gefið að sök að áreita þrettán ára stúlku kynferðislega í anddyri kirkju í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að segja við stúlkuna að hún væri falleg, taka í hönd hennar og kyssa höndina. Þá kyssti hann stúlkuna á munninn, snerti og nuddaði kynfærasvæði hennar utankæða. Síðan spurði hann hana hvort þau ætluðu að gera „þetta“ á eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í báðum málinum.Vísir/Vilhelm Hin tvö brotin áttu sér stað á sama degi í júní 2022, bæði fyrir utan verslun við Austurstræti í Reykjavík. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir að grípa um rass fjórtán ára stúlku og kreista. Og hins vegar fyrir að grípa um kynfærasvæði annarrar fjórtán ára stúlku utanklæða. Maðurinn neitaði jafnframt sök í þessu máli, en dómnum þótti framburður hans óskýr og ótrúverðugur. Maðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm í því máli, og var gert að greiða stúlkunni í fyrstnefnda málinu sjöhundruð þúsund krónur. Ekki voru lagðar fram miskabótakröfur fyrir hönd hinna tveggja. Lét sér ekki segjast Þess má geta að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur áður hlotið dóm á Íslandi fyrir kynferðisbrot. Árið 2022 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að teygja sig inn um glugga bíls, strjúka konu sem var inni í bílnum um hendur, læri, baki, læri og mjaðmir, og kyssa hendur hennar. Í dómnum frá því í apríl er minnst á þennan dóm Landsréttar. Hann hafi skömmu fyrir brotin í júní 2022 verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, lét sér ekki segjast. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir í þessum mánuði áttu sér stað í mars og október á síðasta ári. Annars vegar var hann ákærður fyrir að ganga að glugga, bera kynfæri sín og handleika þau. Kona varð vitni af atvikinu. Hins vegar var honum gefið að sök að spyrja aðra konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi bera kynfæri sín. Samkvæmt heimildum fréttastofu framdi hann fyrra brotið á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, en seinna brotið við verslunina Corner Market á Laugavegi. Maðurinn þótti með athæfi sínu hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem væri til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af framgöngu mannsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn neitaði sök, en dómnum þótti framburður hans ótruverðugur og óskýr. Hins vegar þótti framburður kvennanna tveggja trúverðugur. Í dómnum segir að maðurinn hafi brotið gróflega geng réttindum kvennanna tveggja sem voru einar á ferð og áttu sér einskis ills von. Brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlýtur maðurinn fjögurra mánaða fangelsisdóm, og er gert að greiða konunum tveimur 400 þúsund krónur hvorri um sig. Braut gegn þremur unglingsstúlkum Þessi sami maður hlaut dóm í apríl síðastliðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þriggja kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Eitt þeirra brota var framið í janúar 2021, en þar var manninum gefið að sök að áreita þrettán ára stúlku kynferðislega í anddyri kirkju í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að segja við stúlkuna að hún væri falleg, taka í hönd hennar og kyssa höndina. Þá kyssti hann stúlkuna á munninn, snerti og nuddaði kynfærasvæði hennar utankæða. Síðan spurði hann hana hvort þau ætluðu að gera „þetta“ á eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í báðum málinum.Vísir/Vilhelm Hin tvö brotin áttu sér stað á sama degi í júní 2022, bæði fyrir utan verslun við Austurstræti í Reykjavík. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir að grípa um rass fjórtán ára stúlku og kreista. Og hins vegar fyrir að grípa um kynfærasvæði annarrar fjórtán ára stúlku utanklæða. Maðurinn neitaði jafnframt sök í þessu máli, en dómnum þótti framburður hans óskýr og ótrúverðugur. Maðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm í því máli, og var gert að greiða stúlkunni í fyrstnefnda málinu sjöhundruð þúsund krónur. Ekki voru lagðar fram miskabótakröfur fyrir hönd hinna tveggja. Lét sér ekki segjast Þess má geta að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur áður hlotið dóm á Íslandi fyrir kynferðisbrot. Árið 2022 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að teygja sig inn um glugga bíls, strjúka konu sem var inni í bílnum um hendur, læri, baki, læri og mjaðmir, og kyssa hendur hennar. Í dómnum frá því í apríl er minnst á þennan dóm Landsréttar. Hann hafi skömmu fyrir brotin í júní 2022 verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, lét sér ekki segjast.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira