Öryrkjar í fjötrum fátæktar Svanberg Hreinsson skrifar 24. júní 2024 09:31 Enginn velur það hlutskipti í lífinu að veikjast alvarlega, slasast eða fæðast með fötlun sem hindrar fulla atvinnuþátttöku. Það er ómannúðlegt að dæma þá sem missa heilsuna til að lifa því sem eftir er ævinnar í fátækt. Hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga, 381.065 kr. eftir skatt, fær aðeins lítill hópur öryrkja. Meðalgreiðslur í apríl voru 328.000 kr. fyrir skatt samkvæmt TR. Ljóst er að tæpar 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur eftir skatt duga engan veginn til framfærslu á Íslandi nú til dags. Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu, sem unnin var fyrir ÖBÍ, getur meiri hluti fatlaðs fólks ekki mætt óvæntum útgjöldum án lántöku, að minnsta kosti þeir sem hafa enn lánstraust. Leigumarkaðurinn líkist stríðssvæði þar sem barist er um hverja einustu íbúð og verðið hækkar um hver mánaðarmót. Þá hefur matvöruverð hækkað mjög mikið á undanförnu. Fólk getur ekki lifað endalaust á vatni og núðlum, ekki síst foreldrar með börn á framfæri sínu. Rannsóknir sýna að fatlað fólk neitar sér oft um nauðsynjar eins og heilbrigðisþjónustu og jafnvel lágmarksþáttöku í félagslífi vegna fjárskorts. Öryrkjar á Íslandi upplifa myrkan veruleika þar sem örvænting og svartnætti ríkir, ómöguleg fjárhagsstaða og samfélagsleg útskúfun virðist vera það sem framtíðin hefur upp á að bjóða. Fatlað fólk þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, án þess að vera hlekkjað niður af skerðingum og takmörkunum sem kæfa drauma þeirra og þrár. Tímabært er að hætta þessu fjárhagslega ofbeldi sem fatlað fólk þolir dag eftir dag og tryggja þeim loks skilyrði til að lifa lífi þar sem reisn þeirra og mannhelgi er virt. Aðeins þannig getum við sagt að við búum í réttlátu og mannúðlegu samfélagi. Mahatma Gandhi sagði „sannasti mælikvarði hvers samfélags er hvernig það kemur fram við viðkvæmustu meðlimi sína.“ Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Sjá meira
Enginn velur það hlutskipti í lífinu að veikjast alvarlega, slasast eða fæðast með fötlun sem hindrar fulla atvinnuþátttöku. Það er ómannúðlegt að dæma þá sem missa heilsuna til að lifa því sem eftir er ævinnar í fátækt. Hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga, 381.065 kr. eftir skatt, fær aðeins lítill hópur öryrkja. Meðalgreiðslur í apríl voru 328.000 kr. fyrir skatt samkvæmt TR. Ljóst er að tæpar 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur eftir skatt duga engan veginn til framfærslu á Íslandi nú til dags. Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu, sem unnin var fyrir ÖBÍ, getur meiri hluti fatlaðs fólks ekki mætt óvæntum útgjöldum án lántöku, að minnsta kosti þeir sem hafa enn lánstraust. Leigumarkaðurinn líkist stríðssvæði þar sem barist er um hverja einustu íbúð og verðið hækkar um hver mánaðarmót. Þá hefur matvöruverð hækkað mjög mikið á undanförnu. Fólk getur ekki lifað endalaust á vatni og núðlum, ekki síst foreldrar með börn á framfæri sínu. Rannsóknir sýna að fatlað fólk neitar sér oft um nauðsynjar eins og heilbrigðisþjónustu og jafnvel lágmarksþáttöku í félagslífi vegna fjárskorts. Öryrkjar á Íslandi upplifa myrkan veruleika þar sem örvænting og svartnætti ríkir, ómöguleg fjárhagsstaða og samfélagsleg útskúfun virðist vera það sem framtíðin hefur upp á að bjóða. Fatlað fólk þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, án þess að vera hlekkjað niður af skerðingum og takmörkunum sem kæfa drauma þeirra og þrár. Tímabært er að hætta þessu fjárhagslega ofbeldi sem fatlað fólk þolir dag eftir dag og tryggja þeim loks skilyrði til að lifa lífi þar sem reisn þeirra og mannhelgi er virt. Aðeins þannig getum við sagt að við búum í réttlátu og mannúðlegu samfélagi. Mahatma Gandhi sagði „sannasti mælikvarði hvers samfélags er hvernig það kemur fram við viðkvæmustu meðlimi sína.“ Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar