Örfá orð um Mannréttindastofnun Íslands Henry Alexander Henrysson skrifar 24. júní 2024 10:02 Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“. Svipaður málflutningur hefur svo verið gegnumgangandi undanfarna daga. Samflokksmaður áðurnefnds þingmanns er til dæmis alveg rasandi yfir því að frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands fari í gegnum þingið á þessum síðustu dögum þess. Hann sagðist vera furðu lostinn yfir því að Vinstri græn hafi getað gert þetta að forgangsmáli ríkisstjórnarinnar enda „nóg af mannréttindastofnunum fyrir“, eins og haft er eftir honum (og hann virðist hafa sagt gegn betri vitund). Þetta sjónarhorn á frumvarpið hefur svo í raun styrkst enn frekar þar sem það hafa einungis verið þingmenn VG sem hafa skrifaði í blöð og reynt að útskýra tilurð og markmið frumvarpsins. Nú er ég enginn áhugamaður um pólitíska framtíð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Fyrir stuttu síðan birti ég til dæmis grein á þessum vettvangi þar sem ég gagnrýndi það sem ég taldi vera ranga ákvörðun ráðherra flokksins að gefa út eins árs leyfi til hvalveiða. En ég finn mig samt knúinn til að skrifa nokkur orð um stofnun Mannréttindastofnunarinnar. Í fyrsta lagi útiloka ein afglöp stjórnmálahreyfingar ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli. Meira máli skiptir hins vegar að mikilvægt málefni eins og frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands má ekki festast á forræði eins stjórnmálaflokks og verða merkt til framtíðar sem nokkurs konar gæluverkefni hans. Stofnunin verður að hljóta stuðning þvert á flokka og í raun færð úr því flokkspólitíska umhverfi sem hún virðist núna föst í. Aðrir hafa á ljómandi hátt skrifað um markmið og tilgang þessarar stofnunar. Það er ekki ástæða til að fara ítarlega í þau markmið hér. Það er þó mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stofnunin er því ekki einhvers konar hugarfóstur VG eins og gefið hefur verið í skyn í opinberri umræðu. Hún er einfaldlega þáttur í því að við stöndum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast. Ég hef oft fylgst með framgangi lagafrumvarpa fyrir Alþingi og nokkrum sinnum komið að ritun umsagna um þau. Það er ekki oft sem ég hef séð jafn samhljóða umsagnir og bárust um frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands. Sem betur fer höfum við haft aðila og samtök í íslensku samfélagi sem hafa haldið mannréttindum á lofti í samfélagsumræðunni og – þegar best hefur tekist til – haldið stjórnvöldum við efnið. Þessi aðilar voru allir sammála um mikilvægi stofnunarinnar í umsögnum sínum. Hún kemur ekki í stað annarra aðila í íslensku samfélagi sem vinna að eflingu mannréttinda, frekar en í öðrum löndum með slíka stofnun. Vilja þeir sem hafa gert lítið úr tilgangi Mannréttindastofnunar Íslands að Ísland sé eitt örfárra Evrópulanda sem hefur ekki sett slíka stofnun á fót? Að lokum vil ég ítreka það sem ég sagði hér að framan um mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki. Persónulega eru mér minnisstæð lög um vandaða starfshætti í vísindum og skipun óháðrar nefndar um þá starfshætti. Þar má segja að ekki hafi verið mikill bragur á innleiðingunni enda málið mögulega ekki nægilega mikil sameign Alþingis á sínum tíma. Vonandi bíða Mannréttindastofnunar Íslands betri örlög. Vonandi fagna fleiri stofnun hennar heldur en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“. Svipaður málflutningur hefur svo verið gegnumgangandi undanfarna daga. Samflokksmaður áðurnefnds þingmanns er til dæmis alveg rasandi yfir því að frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands fari í gegnum þingið á þessum síðustu dögum þess. Hann sagðist vera furðu lostinn yfir því að Vinstri græn hafi getað gert þetta að forgangsmáli ríkisstjórnarinnar enda „nóg af mannréttindastofnunum fyrir“, eins og haft er eftir honum (og hann virðist hafa sagt gegn betri vitund). Þetta sjónarhorn á frumvarpið hefur svo í raun styrkst enn frekar þar sem það hafa einungis verið þingmenn VG sem hafa skrifaði í blöð og reynt að útskýra tilurð og markmið frumvarpsins. Nú er ég enginn áhugamaður um pólitíska framtíð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Fyrir stuttu síðan birti ég til dæmis grein á þessum vettvangi þar sem ég gagnrýndi það sem ég taldi vera ranga ákvörðun ráðherra flokksins að gefa út eins árs leyfi til hvalveiða. En ég finn mig samt knúinn til að skrifa nokkur orð um stofnun Mannréttindastofnunarinnar. Í fyrsta lagi útiloka ein afglöp stjórnmálahreyfingar ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli. Meira máli skiptir hins vegar að mikilvægt málefni eins og frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands má ekki festast á forræði eins stjórnmálaflokks og verða merkt til framtíðar sem nokkurs konar gæluverkefni hans. Stofnunin verður að hljóta stuðning þvert á flokka og í raun færð úr því flokkspólitíska umhverfi sem hún virðist núna föst í. Aðrir hafa á ljómandi hátt skrifað um markmið og tilgang þessarar stofnunar. Það er ekki ástæða til að fara ítarlega í þau markmið hér. Það er þó mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stofnunin er því ekki einhvers konar hugarfóstur VG eins og gefið hefur verið í skyn í opinberri umræðu. Hún er einfaldlega þáttur í því að við stöndum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast. Ég hef oft fylgst með framgangi lagafrumvarpa fyrir Alþingi og nokkrum sinnum komið að ritun umsagna um þau. Það er ekki oft sem ég hef séð jafn samhljóða umsagnir og bárust um frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands. Sem betur fer höfum við haft aðila og samtök í íslensku samfélagi sem hafa haldið mannréttindum á lofti í samfélagsumræðunni og – þegar best hefur tekist til – haldið stjórnvöldum við efnið. Þessi aðilar voru allir sammála um mikilvægi stofnunarinnar í umsögnum sínum. Hún kemur ekki í stað annarra aðila í íslensku samfélagi sem vinna að eflingu mannréttinda, frekar en í öðrum löndum með slíka stofnun. Vilja þeir sem hafa gert lítið úr tilgangi Mannréttindastofnunar Íslands að Ísland sé eitt örfárra Evrópulanda sem hefur ekki sett slíka stofnun á fót? Að lokum vil ég ítreka það sem ég sagði hér að framan um mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki. Persónulega eru mér minnisstæð lög um vandaða starfshætti í vísindum og skipun óháðrar nefndar um þá starfshætti. Þar má segja að ekki hafi verið mikill bragur á innleiðingunni enda málið mögulega ekki nægilega mikil sameign Alþingis á sínum tíma. Vonandi bíða Mannréttindastofnunar Íslands betri örlög. Vonandi fagna fleiri stofnun hennar heldur en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar