Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 21:39 Jóhanna Vigdís brýnir til fyrirtækja og stofnanna að leita að öryggisveikleikum með forvirkum hætti. Vísir/Samsett Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. Árásin var það umfangsmikil að óvíst er hvort Morgunblað morgundagsins verði gefið út. Finna veikleika og brjótast inn Jóhanna Vigdís segir að svo virðist sem að netárásarhópur sambærilegur þeim sem gerði árás á Háskólann í Reykjavík fyrr á árinu hafi staðið að baki árásinni. Hún segir aðferðir allra slíkra hópa sambærilegar. „Allir þessir hópar fara sömu leið. Þeir nota öryggisveikleika sem eru í kerfum tiltekinna fyrirtækja og stofnanna. Þeir leita að öryggisveikleikum, finna þá og nota þá til að brjótast inn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Dæmi um slíka öryggisveikleika sé skortur á tvíþátta auðkenningu, léleg lykilorð starfsmanna auk fleira. Heimildir Vísis herma að árásin á Árvakur hafi verið svokölluð gagnagíslatökuárás sem útsettist á ensku sem ransomware attack. Árásarhópar brjótist þá inn í miðlæg tölvukerfi fyrirtækja, taki afrit af gögnum og loki á aðgang fyrirtækisins að þeim. Getur reynst kostnaðarsamt „Gagnagíslataka þýðir að fyrirtækið hefur ekki lengur aðgang að sínum gögnum. Það skiptir engu máli hvaða fyrirtæki það er í dag eru gögn verðmætasta eign allra fyrirtækja. Ef að þitt fyrirtæki hefur ekki aðgang að gögnum fyrirtækisins þá er það gríðarlega alvarlegt,“ segir Jóhanna Vigdís. „Ég held að fólk geti alveg ímyndað sér hvað það þýði fyrir stór fyrirtæki að lenda í svona netárás,“ segir Jóhanna og bætir við að það geti einnig reynst fyrirtækjum gríðarlega kostnaðarsamt. Netárásarhópar, eins og hinn rússneski Akira sem stóð að baki árásinni á Háskólann í Reykjavík og hefur verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir, noti gíslatöku gagnanna til að fjárkúga fyrirtækin. „En það er auðvitað eitthvað sem á alls ekki að gera. Þá náttúrlega virkar þetta,“ segir Jóhanna. Ekki alltaf hægt að endurheimta gögnin Til séu viðbragðshópar sem koma fyrirtækjum sem lenda í slíkum árásum til aðstoðar en ekki er alltaf hægt að endurheimta öll gögn þegar svona árásir eru gerðar. „Það er hægt að reyna og svo er allur gangur á því hvernig það gengur,“ segir Jóhanna. „Ég held að það sé ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að það eru öryggisveikleikar hjá öllum og það geta allir lent í þessu. Það er akkúrat það sem Defend Iceland leggur áherslu á, að fyrirtæki og stofnanir leiti með forvirkum hætti að öryggisveikleikum svo þau lendi ekki í svona löguðu,“ segir hún. Netöryggi Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Árásin var það umfangsmikil að óvíst er hvort Morgunblað morgundagsins verði gefið út. Finna veikleika og brjótast inn Jóhanna Vigdís segir að svo virðist sem að netárásarhópur sambærilegur þeim sem gerði árás á Háskólann í Reykjavík fyrr á árinu hafi staðið að baki árásinni. Hún segir aðferðir allra slíkra hópa sambærilegar. „Allir þessir hópar fara sömu leið. Þeir nota öryggisveikleika sem eru í kerfum tiltekinna fyrirtækja og stofnanna. Þeir leita að öryggisveikleikum, finna þá og nota þá til að brjótast inn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Dæmi um slíka öryggisveikleika sé skortur á tvíþátta auðkenningu, léleg lykilorð starfsmanna auk fleira. Heimildir Vísis herma að árásin á Árvakur hafi verið svokölluð gagnagíslatökuárás sem útsettist á ensku sem ransomware attack. Árásarhópar brjótist þá inn í miðlæg tölvukerfi fyrirtækja, taki afrit af gögnum og loki á aðgang fyrirtækisins að þeim. Getur reynst kostnaðarsamt „Gagnagíslataka þýðir að fyrirtækið hefur ekki lengur aðgang að sínum gögnum. Það skiptir engu máli hvaða fyrirtæki það er í dag eru gögn verðmætasta eign allra fyrirtækja. Ef að þitt fyrirtæki hefur ekki aðgang að gögnum fyrirtækisins þá er það gríðarlega alvarlegt,“ segir Jóhanna Vigdís. „Ég held að fólk geti alveg ímyndað sér hvað það þýði fyrir stór fyrirtæki að lenda í svona netárás,“ segir Jóhanna og bætir við að það geti einnig reynst fyrirtækjum gríðarlega kostnaðarsamt. Netárásarhópar, eins og hinn rússneski Akira sem stóð að baki árásinni á Háskólann í Reykjavík og hefur verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir, noti gíslatöku gagnanna til að fjárkúga fyrirtækin. „En það er auðvitað eitthvað sem á alls ekki að gera. Þá náttúrlega virkar þetta,“ segir Jóhanna. Ekki alltaf hægt að endurheimta gögnin Til séu viðbragðshópar sem koma fyrirtækjum sem lenda í slíkum árásum til aðstoðar en ekki er alltaf hægt að endurheimta öll gögn þegar svona árásir eru gerðar. „Það er hægt að reyna og svo er allur gangur á því hvernig það gengur,“ segir Jóhanna. „Ég held að það sé ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að það eru öryggisveikleikar hjá öllum og það geta allir lent í þessu. Það er akkúrat það sem Defend Iceland leggur áherslu á, að fyrirtæki og stofnanir leiti með forvirkum hætti að öryggisveikleikum svo þau lendi ekki í svona löguðu,“ segir hún.
Netöryggi Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira