Þar byggði Ingólfur - 1150 ár frá upphafi landnáms í Reykjarvík - Árni Árnason skrifar 22. júní 2024 15:31 Sú hefð hefur myndast að miða upphaf landnáms norrænna manna á Íslandi við árið 874. Í ár eru því liðin 1150 ár frá upphafi landnáms þeirra. Ingólfur var fyrsti landnámsmaðurinn. Heimildir um föðurnafn hans eru misvísandi og misgóðar en um það, hvar hann setti höfuðból sitt niður, hefur skapast sú hefð að það hafi verið í Vík, jörðinni við Aðalstræti. Síðar var nafnið Reykjavík yfirfært á þá jörð. Höfuðbólið var í Laugarnesi Í Íslendingabók og gerðum Landnámubókar er sagt frá því að höfuðbólið hafi verið við víkina Reykjarvík. Reykjarvík mun hafa náð frá Höfða, viðhafnarfundarstað Reykjavíkurborgar, og í Laugarnes eins og nánar er rakið í bókinni Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi. Í bókinni eru færð rök fyrir því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í krikanum þar sem Reykjarvík og Kirkjusandur enduðu í Laugarnesi og í Laugarnesi hafi höfuðból Ingólfs verið. Höfuðbólinu tilheyrðu eyjarnar Viðey og Engey og jarðirnar austur af Laugarnesi, með vissu Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun að höfuðbólið hafi verið við Aðalstræti. Hvað styrkir þá tilgátu að höfuðbólið hafi verið í Laugarnesi? Í Sturlungu er þess getið að Þorvaldur Gizurarson, goðorðsmaður í Hruna, faðir Gizurar jarls, hafi keypt Viðey á árinu 1224 í þeim tilgangi að stofna þar til klausturs. Máldagi klaustursins er sennilega frá árinu 1226. Hann er fróðleg lesning en athyglisvert er að þar er hvorki kaupverðsins né seljandans getið. Í umfjöllun um máldagann, í Íslenska fornbréfasafninu, virðist sem mest sé lagt upp úr því að hefja þátt Snorra Sturlusonar í stofnun klaustursins til virðingar. Niðjar Ingólfs Arnarsonar voru allsherjargoðar eins og fram kemur í Landnámu. Einn þeirra var Magnús góði Guðmundarson sem einnig var biskupsefni. Hafi Viðey verið hluti höfuðbólsins er líklegast að Magnús góði Guðmundarson hafi selt eða gefið Viðey til stofnunar klaustursins. Magnús bjó á Seltjarnarnesi, nesinu frá Elliðaám að Gróttu. Samkvæmt máldagaskrá frá árinu 1234 er getið gefenda og gjafa til staðarins í Viðey. Þar er sagt frá því að Magnús hafi gefið selför í Þormóðsdal, austan Hafravatns, og alla fjárbeit þar bæði vetur og sumar. Þar að auki hafi hann gefið hálft land jarðarinnar Elliðavatns, allt land Klepps og Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám til helminga á móti Laugarnesingum. Ljóst er að laxveiðina getur hann ekki hafa gefið frá Laugarnesi nema að hann hafi átt jörðina Laugarnes og líklegast búið þar sjálfur. Þar með er höfuðból allsherjargoðanna, afkomenda Ingólfs, fundið. Að Magnúsi látnum féllu Laugarnes og Engey til erfingja hans. Fornleifarannsóknir og minningargarður í Laugarnesi Engar fornleifarannsóknir hafa farið fram í Laugarnesi, einungis skráning fornminja, ef frá er talin rannsókn á munnmælasögunni um Hallgerðarleiði sem Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, kom að á árinu 1921. Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að þarna væri mannsgröf. Líkur bentu helst til þess að þarna hafi verið forn rauðablástur. Engu að síður er munnmælasögunni haldið á lofti og því iðulega jafnvel haldið fram að þess sé getið í Njálu að Hallgerður „langbrók“ („snúinbrók“) Höskuldsdóttir sé grafin í Laugarnesi þótt það sé uppspuni. Þess er hvergi getið í Njálu. Á þessum tímamótum, 1150 árum frá landnámi Ingólfs, væri það verðugt að alþingi samþykkti að verja rausnarlega fé til fornleifarannsókna í Laugarnesi. Endanleg niðurstaða mætti svo í framhaldinu vera á vegum Reykjavíkurborgar, gerð minningargarðs í Laugarnesi um Ingólf, fyrsta norræna landnámsmanninn. Landfyllingin, sem nú er tengd Laugarnesi, gæti þar þjónað sem aðkoma og bílastæði gesta. Þannig mætti bjarga útsýni til Viðeyjar. Þessi hugmynd er ekki ný. Magnús Már Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, orðaði hana vel árið 1971: „Má ekki nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirkjugarðinum, gera þar almenningsgarð byggðarinnar í Laugarnesi, - vin í gróðurleysi hinna manngjörðu steinkletta, er þar gnæfa nú við himin?“ Séð yfir Laugarnes Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Sú hefð hefur myndast að miða upphaf landnáms norrænna manna á Íslandi við árið 874. Í ár eru því liðin 1150 ár frá upphafi landnáms þeirra. Ingólfur var fyrsti landnámsmaðurinn. Heimildir um föðurnafn hans eru misvísandi og misgóðar en um það, hvar hann setti höfuðból sitt niður, hefur skapast sú hefð að það hafi verið í Vík, jörðinni við Aðalstræti. Síðar var nafnið Reykjavík yfirfært á þá jörð. Höfuðbólið var í Laugarnesi Í Íslendingabók og gerðum Landnámubókar er sagt frá því að höfuðbólið hafi verið við víkina Reykjarvík. Reykjarvík mun hafa náð frá Höfða, viðhafnarfundarstað Reykjavíkurborgar, og í Laugarnes eins og nánar er rakið í bókinni Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi. Í bókinni eru færð rök fyrir því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í krikanum þar sem Reykjarvík og Kirkjusandur enduðu í Laugarnesi og í Laugarnesi hafi höfuðból Ingólfs verið. Höfuðbólinu tilheyrðu eyjarnar Viðey og Engey og jarðirnar austur af Laugarnesi, með vissu Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun að höfuðbólið hafi verið við Aðalstræti. Hvað styrkir þá tilgátu að höfuðbólið hafi verið í Laugarnesi? Í Sturlungu er þess getið að Þorvaldur Gizurarson, goðorðsmaður í Hruna, faðir Gizurar jarls, hafi keypt Viðey á árinu 1224 í þeim tilgangi að stofna þar til klausturs. Máldagi klaustursins er sennilega frá árinu 1226. Hann er fróðleg lesning en athyglisvert er að þar er hvorki kaupverðsins né seljandans getið. Í umfjöllun um máldagann, í Íslenska fornbréfasafninu, virðist sem mest sé lagt upp úr því að hefja þátt Snorra Sturlusonar í stofnun klaustursins til virðingar. Niðjar Ingólfs Arnarsonar voru allsherjargoðar eins og fram kemur í Landnámu. Einn þeirra var Magnús góði Guðmundarson sem einnig var biskupsefni. Hafi Viðey verið hluti höfuðbólsins er líklegast að Magnús góði Guðmundarson hafi selt eða gefið Viðey til stofnunar klaustursins. Magnús bjó á Seltjarnarnesi, nesinu frá Elliðaám að Gróttu. Samkvæmt máldagaskrá frá árinu 1234 er getið gefenda og gjafa til staðarins í Viðey. Þar er sagt frá því að Magnús hafi gefið selför í Þormóðsdal, austan Hafravatns, og alla fjárbeit þar bæði vetur og sumar. Þar að auki hafi hann gefið hálft land jarðarinnar Elliðavatns, allt land Klepps og Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám til helminga á móti Laugarnesingum. Ljóst er að laxveiðina getur hann ekki hafa gefið frá Laugarnesi nema að hann hafi átt jörðina Laugarnes og líklegast búið þar sjálfur. Þar með er höfuðból allsherjargoðanna, afkomenda Ingólfs, fundið. Að Magnúsi látnum féllu Laugarnes og Engey til erfingja hans. Fornleifarannsóknir og minningargarður í Laugarnesi Engar fornleifarannsóknir hafa farið fram í Laugarnesi, einungis skráning fornminja, ef frá er talin rannsókn á munnmælasögunni um Hallgerðarleiði sem Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, kom að á árinu 1921. Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að þarna væri mannsgröf. Líkur bentu helst til þess að þarna hafi verið forn rauðablástur. Engu að síður er munnmælasögunni haldið á lofti og því iðulega jafnvel haldið fram að þess sé getið í Njálu að Hallgerður „langbrók“ („snúinbrók“) Höskuldsdóttir sé grafin í Laugarnesi þótt það sé uppspuni. Þess er hvergi getið í Njálu. Á þessum tímamótum, 1150 árum frá landnámi Ingólfs, væri það verðugt að alþingi samþykkti að verja rausnarlega fé til fornleifarannsókna í Laugarnesi. Endanleg niðurstaða mætti svo í framhaldinu vera á vegum Reykjavíkurborgar, gerð minningargarðs í Laugarnesi um Ingólf, fyrsta norræna landnámsmanninn. Landfyllingin, sem nú er tengd Laugarnesi, gæti þar þjónað sem aðkoma og bílastæði gesta. Þannig mætti bjarga útsýni til Viðeyjar. Þessi hugmynd er ekki ný. Magnús Már Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, orðaði hana vel árið 1971: „Má ekki nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirkjugarðinum, gera þar almenningsgarð byggðarinnar í Laugarnesi, - vin í gróðurleysi hinna manngjörðu steinkletta, er þar gnæfa nú við himin?“ Séð yfir Laugarnes Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um sagnfræði.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar