Er aðeins á biðlaunum og hnýtir í Hildi og Morgunblaðið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 12:18 Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verður á biðlaunum borgarstjóra í sex mánuði eftir að hann lét af störfum í byrjun árs. Hann mun ekki þiggja laun sem formaður borgarráðs á tímabilinu. Þetta staðfestir Dagur í samtali við Vísi en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann hnýtir í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Morgunblaðið fyrir að gefa til kynna að hann sé á tvöföldum launum. „Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti,“ segir Dagur í færslunni sinni. Hefðbundið verklag Í gær var greint frá því að bæta þurfti við 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar við borgarstjóraskiptin þar sem Einar Þorsteinsson tók við kyndlinum frá Degi. Spurður hvers vegna það þurfti að bæta þessum 25 milljónum í fjárheimildir núna í stað þess að gera ráð fyrir því við upphaf kjörtímabilsins þar sem borgarstjóraskiptin lágu fyrir segir Dagur að þetta sé hefðbundið verklag. „Það er hefðbundið að bæta fjárhæðum sem er einskiptiskostnaður inn á miðju ári, í stað þess að þær myndi varanlega fjárveitingu til viðkomandi starfsemi í fjárhagsáætlun.“ Sundurliðun kostnaðarins Samkvæmt sundurliðun í svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru laun og launatengd gjöld vegna biðlauna Dags alls 18.240.862 krónur fyrir sex mánuði. Til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 krónur sem Dagur afþakkar. Kostnaður vegna orlofsuppgjörs við Dag nemur 9.773.617 krónur en einnig var gert upp við fráfarandi aðstoðarmann Dags, Diljá Ragnarsdóttur. Laun og launatengd gjöld vegna biðlauna hennar í þrjá mánuði eru samtals 5.984.691 krónur og orlofsuppgjör upp á 1.574.755 krónur. Þetta samtals gera rúmlega 25 milljónir. Reykjavík Borgarstjórn Kjaramál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Sjá meira
Þetta staðfestir Dagur í samtali við Vísi en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann hnýtir í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Morgunblaðið fyrir að gefa til kynna að hann sé á tvöföldum launum. „Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti,“ segir Dagur í færslunni sinni. Hefðbundið verklag Í gær var greint frá því að bæta þurfti við 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar við borgarstjóraskiptin þar sem Einar Þorsteinsson tók við kyndlinum frá Degi. Spurður hvers vegna það þurfti að bæta þessum 25 milljónum í fjárheimildir núna í stað þess að gera ráð fyrir því við upphaf kjörtímabilsins þar sem borgarstjóraskiptin lágu fyrir segir Dagur að þetta sé hefðbundið verklag. „Það er hefðbundið að bæta fjárhæðum sem er einskiptiskostnaður inn á miðju ári, í stað þess að þær myndi varanlega fjárveitingu til viðkomandi starfsemi í fjárhagsáætlun.“ Sundurliðun kostnaðarins Samkvæmt sundurliðun í svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru laun og launatengd gjöld vegna biðlauna Dags alls 18.240.862 krónur fyrir sex mánuði. Til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 krónur sem Dagur afþakkar. Kostnaður vegna orlofsuppgjörs við Dag nemur 9.773.617 krónur en einnig var gert upp við fráfarandi aðstoðarmann Dags, Diljá Ragnarsdóttur. Laun og launatengd gjöld vegna biðlauna hennar í þrjá mánuði eru samtals 5.984.691 krónur og orlofsuppgjör upp á 1.574.755 krónur. Þetta samtals gera rúmlega 25 milljónir.
Reykjavík Borgarstjórn Kjaramál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Sjá meira