Einhliða ákvörðun um leiguverð í Skólastræti Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 15:50 Margrét Rósa hafði betur í þessari lotu við Eirík Óla Árnason. Margrét Rósa Einarsdóttir, hótelstýra í Englendingavík, hefur verið sýknuð af kröfu félags í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja og fleiri vegna vangoldinnar húsaleigu. Deilan snerist um hús við Skólastræti 5 sem var í eigu Margrétar Rósu en var seld nauðungarsölu á uppboði í nóvember 2022. Félagið Fylkir ehf. keypti húsið. Félagið er í eigu Eiríks Óla Árnasonar, fyrrverandi forstöðumanns hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Eiríkur Óli taldi Margréti Rósu hafa nýtt sér húsið eftir að hún var seld nauðgunarsölu og gaf út fjóra reikninga vegna þess upp á 1,5 milljón króna samanlagt. Þeir fengust ekki greiddir og höfðaði félag Eiríks Óla mál á hendur Margréti Rósu vegna þessa. Húsið við Skólastræti 5 í miðbæ Reykjavíkur.Já.is Margrét Rósa kannaðist ekkert við að hafa nýtt húsnæðið þá mánuði sem umræddi og heldur ekki vita að Eiríkur Óli stæði í þeirri trú. Henni hefðu ekki borist nein þeirra kröfubréfa sem Eiríkur hefði sent henni. Um væri að ræða tilhæfulausa reikninga. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Margréti Rósu á þeirri forsendu að ekkert samkomulag var fyrir hendi á milli Eiríks Óla og Margrétar Rósu um afnot af fasteigninni heldur hefði verið um einhliða ákvörðun að ræða hjá Eiríki. Hann hefði ákveðið leiguverðið einhliða. Var því ekki unnt að fallast á kröfu Eiríks Óla að Margrét Rósa greiddi honum skuld án nokkurs skriflegs samkomulags þeirra á milli. Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Deilan snerist um hús við Skólastræti 5 sem var í eigu Margrétar Rósu en var seld nauðungarsölu á uppboði í nóvember 2022. Félagið Fylkir ehf. keypti húsið. Félagið er í eigu Eiríks Óla Árnasonar, fyrrverandi forstöðumanns hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Eiríkur Óli taldi Margréti Rósu hafa nýtt sér húsið eftir að hún var seld nauðgunarsölu og gaf út fjóra reikninga vegna þess upp á 1,5 milljón króna samanlagt. Þeir fengust ekki greiddir og höfðaði félag Eiríks Óla mál á hendur Margréti Rósu vegna þessa. Húsið við Skólastræti 5 í miðbæ Reykjavíkur.Já.is Margrét Rósa kannaðist ekkert við að hafa nýtt húsnæðið þá mánuði sem umræddi og heldur ekki vita að Eiríkur Óli stæði í þeirri trú. Henni hefðu ekki borist nein þeirra kröfubréfa sem Eiríkur hefði sent henni. Um væri að ræða tilhæfulausa reikninga. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Margréti Rósu á þeirri forsendu að ekkert samkomulag var fyrir hendi á milli Eiríks Óla og Margrétar Rósu um afnot af fasteigninni heldur hefði verið um einhliða ákvörðun að ræða hjá Eiríki. Hann hefði ákveðið leiguverðið einhliða. Var því ekki unnt að fallast á kröfu Eiríks Óla að Margrét Rósa greiddi honum skuld án nokkurs skriflegs samkomulags þeirra á milli.
Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira