Guðmundur hrærður eftir tíðindi morgunsins Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2024 12:48 Guðmundur Guðmundsson mun stýra liði Fredericia í Meistaradeildinni í handbolta á næsta tímabili Vísir Fredericia, danska úrvalsdeildarfélagið í handbolta, sem þjálfað er af Guðmundi Guðmundssyni, mun taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Þetta varð ljóst í morgun en í samtali við Vísi segist Guðmundur hrærður yfir fréttunum. Verður þetta í fyrsta sinn sem félagið tekur þátt á þessu stigi Evrópuhandboltans en Fredericia hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Guðmundar síðastliðin tvö tímabil sem hafa skilað heim brons- og nú silfurverðlaunum dönsku úrvalsdeildarinnar. Í stuttu samtali við Vísi í morgun tjáði Guðmundur blaðamanni að hann væri hrærður yfir fréttum dagsins en fyrir nokkrum dögum var Guðmundur í ítarlegu viðtali þar sem að hann fór yfir tímann hingað til hjá Fredericia og tjáði sig þá einnig um möguleikann á því að Fredericia myndi spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Guðmundur leyfði sér allan tímann að vera bjartsýnn fyrir hönd Fredericia gagnvart því að Meistaradeildarsætið myndi skila sér. Eitthvað sem yrði stórkostlegt fyrir félagið. Eitthvað sem er orðið að raunum frá og með morgninum. „Mjög stórt skref. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur um Meistaradeildarsæti. „Það er mjög spennandi að taka þátt í þeirri keppni. Það er mikið álag sem fylgir því að taka þátt í svoleiðis keppni. Margir leikir sem bætast við. En það verður algjört ævintýri.“ Algjört handboltaæði hefur gripið bæjarfélagið Fredericia á nýjan leik en handboltalið bæjarins þótti á sínum tíma eitt besta lið Danmerkur og stefnir nú hraðbyri í að verða það aftur. Danski handboltinn Tengdar fréttir „Held ég sé að verða betri þjálfari með hverju árinu sem líður“ Eftir frábært tímabil og silfurverðlaun hefur Guðmundur Guðmundsson framlengt samning sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia í handbolta. Ákvörðun sem var honum ekki erfið því gengið hefur afburða vel hjá liðinu undir hans stjórn. Guðmundur segist hvergi nærri hættur. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Verður þetta í fyrsta sinn sem félagið tekur þátt á þessu stigi Evrópuhandboltans en Fredericia hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Guðmundar síðastliðin tvö tímabil sem hafa skilað heim brons- og nú silfurverðlaunum dönsku úrvalsdeildarinnar. Í stuttu samtali við Vísi í morgun tjáði Guðmundur blaðamanni að hann væri hrærður yfir fréttum dagsins en fyrir nokkrum dögum var Guðmundur í ítarlegu viðtali þar sem að hann fór yfir tímann hingað til hjá Fredericia og tjáði sig þá einnig um möguleikann á því að Fredericia myndi spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Guðmundur leyfði sér allan tímann að vera bjartsýnn fyrir hönd Fredericia gagnvart því að Meistaradeildarsætið myndi skila sér. Eitthvað sem yrði stórkostlegt fyrir félagið. Eitthvað sem er orðið að raunum frá og með morgninum. „Mjög stórt skref. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur um Meistaradeildarsæti. „Það er mjög spennandi að taka þátt í þeirri keppni. Það er mikið álag sem fylgir því að taka þátt í svoleiðis keppni. Margir leikir sem bætast við. En það verður algjört ævintýri.“ Algjört handboltaæði hefur gripið bæjarfélagið Fredericia á nýjan leik en handboltalið bæjarins þótti á sínum tíma eitt besta lið Danmerkur og stefnir nú hraðbyri í að verða það aftur.
Danski handboltinn Tengdar fréttir „Held ég sé að verða betri þjálfari með hverju árinu sem líður“ Eftir frábært tímabil og silfurverðlaun hefur Guðmundur Guðmundsson framlengt samning sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia í handbolta. Ákvörðun sem var honum ekki erfið því gengið hefur afburða vel hjá liðinu undir hans stjórn. Guðmundur segist hvergi nærri hættur. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Held ég sé að verða betri þjálfari með hverju árinu sem líður“ Eftir frábært tímabil og silfurverðlaun hefur Guðmundur Guðmundsson framlengt samning sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia í handbolta. Ákvörðun sem var honum ekki erfið því gengið hefur afburða vel hjá liðinu undir hans stjórn. Guðmundur segist hvergi nærri hættur. 20. júní 2024 10:30