Skömmin sé Breta, Færeyinga og Norðmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 13:43 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir Breta, Færeyinga og Norðmenn sýna yfirgang með samkomulagi sínu og skömmin sé þeirra. vísir/Arnar Halldórs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja nýtt samkomulag Breta, Færeyinga og Noregs festa enn ríkar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. „Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra,“ segja samtökin. Í vikunni undirrituðu fulltrúar stjórnvalda þriggja strandríkja af sex í makríl samkomulag um skiptingu kvóta fyrir þessi ríki og aðgang til veiða í lögsögu tveggja þeirra. Bretland, Færeyjar og Noregur hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. „Hér er því ekki um heildstæðan samning allra strandríkja í makríl að ræða og nær því fyrirkomulagið hvorki til veiðanna né veiðisvæðisins í heild, eins og ákjósanlegt væri til að makrílveiðar gætu kallast sjálfbærar og ábyrgar. ESB, Ísland og Grænland, sem eru einnig strandríki að makríl, eru utan þessa fyrirkomulags,“ segir í yfirlýsingu SFS. „Með þessu þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2023, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%.“ Þessu til viðbótar taki Rússland, sem er veiðiríki að makríl, 15,10% hlutdeild. „Augljóst er því að samkomulag ríkjanna þriggja gerir lítið annað en að festa enn frekar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. Gera má ráð fyrir að sameiginlegir kvótar allra strandríkja, ásamt einhliða kvóta Rússlands, leiði því til þess að veiði umfram ráðgjöf verði um 133% árið 2024.“ Mikil verðmæti felist í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgi líka ábyrgð. „Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins. Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“ Íslenskur sjávarútvegur leggi mikinn metnað í sjálfbærar fiskveiðar, enda sé fiskurinn burðarstólpi íslensks samfélags og efnahagslífs. „Villtur fiskur er um 40% af vöruútflutningi landsins. Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni. Íslenskur sjávarútvegur nálgast veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, líkt og makríl, með nákvæmlega sama hætti. Það er miður að slík nálgun sé ekki öllum strandríkjum í blóð borin.“ Sjávarútvegur Bretland Noregur Færeyjar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Í vikunni undirrituðu fulltrúar stjórnvalda þriggja strandríkja af sex í makríl samkomulag um skiptingu kvóta fyrir þessi ríki og aðgang til veiða í lögsögu tveggja þeirra. Bretland, Færeyjar og Noregur hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. „Hér er því ekki um heildstæðan samning allra strandríkja í makríl að ræða og nær því fyrirkomulagið hvorki til veiðanna né veiðisvæðisins í heild, eins og ákjósanlegt væri til að makrílveiðar gætu kallast sjálfbærar og ábyrgar. ESB, Ísland og Grænland, sem eru einnig strandríki að makríl, eru utan þessa fyrirkomulags,“ segir í yfirlýsingu SFS. „Með þessu þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2023, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%.“ Þessu til viðbótar taki Rússland, sem er veiðiríki að makríl, 15,10% hlutdeild. „Augljóst er því að samkomulag ríkjanna þriggja gerir lítið annað en að festa enn frekar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. Gera má ráð fyrir að sameiginlegir kvótar allra strandríkja, ásamt einhliða kvóta Rússlands, leiði því til þess að veiði umfram ráðgjöf verði um 133% árið 2024.“ Mikil verðmæti felist í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgi líka ábyrgð. „Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins. Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“ Íslenskur sjávarútvegur leggi mikinn metnað í sjálfbærar fiskveiðar, enda sé fiskurinn burðarstólpi íslensks samfélags og efnahagslífs. „Villtur fiskur er um 40% af vöruútflutningi landsins. Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni. Íslenskur sjávarútvegur nálgast veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, líkt og makríl, með nákvæmlega sama hætti. Það er miður að slík nálgun sé ekki öllum strandríkjum í blóð borin.“
Sjávarútvegur Bretland Noregur Færeyjar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira