Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir 60 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 06:21 Húsnæðismarkaðurinn er erfiður fyrstu kaupendum. Vísir/Vilhelm Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónir króna, sem gerir fyrstu kaupendum erfitt fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Íbúðaverð hækkaði um 4,9 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að kaupsamningar í apríl hafi verið 1.400, þar af 229 vegna kaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Gögn benda til þess að umsvif hafi einnig verið umtalsverð í maí, þar sem margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum. „Leigumarkaðurinn ber áfram merki ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar en vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2% í maí og hefur hún hækkað um 13,3% frá því í maí í fyrra, sem er töluvert umfram hækkun íbúðaverðs (8,4%) og verðbólgu (6,2%) yfir sama tímabil,“ segir í samantektinni. Þá segir að um 2.500 leigueiningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í boði á Airbnb í maí en það veki athygli að tæplega helmingur þeirra sé í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvifin séu mest yfir sumarið en í fyrra voru um 3.700 leigueiningar í boði á höfðborgarsvæðinu í júlí og ágúst. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun kaupsamninga eru hrein íbúðalán fjármálastofnana á föstu verðlagi um þriðjungi lægri í ár miðað við árið 2022, ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði beggja ára. HMS segir þetta til marks um að kaupendahópurinn sé annar og síður háður fjármögnun á íbúðalánamarkaði. „Byggingarmarkaðurinn er drifinn áfram af fjárfestingum í mannvirkjum atvinnuvega. Heildarfjárfesting á byggingarmarkaði jókst um 5% í fyrra og nam hún 562 milljörðum króna. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingu á byggingarmarkaði á tímabilinu. Fjárfesting í mannvirkjum atvinnuvega jókst hins vegar töluvert og stóð sá flokkur einn að baki aukinni heildarfjárfestingu í greininni í fyrra,“ segir einnig í samantektinni. Mánaðarskýrsla HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að kaupsamningar í apríl hafi verið 1.400, þar af 229 vegna kaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Gögn benda til þess að umsvif hafi einnig verið umtalsverð í maí, þar sem margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum. „Leigumarkaðurinn ber áfram merki ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar en vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2% í maí og hefur hún hækkað um 13,3% frá því í maí í fyrra, sem er töluvert umfram hækkun íbúðaverðs (8,4%) og verðbólgu (6,2%) yfir sama tímabil,“ segir í samantektinni. Þá segir að um 2.500 leigueiningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í boði á Airbnb í maí en það veki athygli að tæplega helmingur þeirra sé í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvifin séu mest yfir sumarið en í fyrra voru um 3.700 leigueiningar í boði á höfðborgarsvæðinu í júlí og ágúst. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun kaupsamninga eru hrein íbúðalán fjármálastofnana á föstu verðlagi um þriðjungi lægri í ár miðað við árið 2022, ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði beggja ára. HMS segir þetta til marks um að kaupendahópurinn sé annar og síður háður fjármögnun á íbúðalánamarkaði. „Byggingarmarkaðurinn er drifinn áfram af fjárfestingum í mannvirkjum atvinnuvega. Heildarfjárfesting á byggingarmarkaði jókst um 5% í fyrra og nam hún 562 milljörðum króna. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingu á byggingarmarkaði á tímabilinu. Fjárfesting í mannvirkjum atvinnuvega jókst hins vegar töluvert og stóð sá flokkur einn að baki aukinni heildarfjárfestingu í greininni í fyrra,“ segir einnig í samantektinni. Mánaðarskýrsla HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira