Leitaði ítrekað til læknis án þess að blóðtapparnir fyndust Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júní 2024 15:36 Konan fór í nokkur skipti á bráðamóttökuna. Vísir/Vilhelm Kona sem leitaði endurtekið eftir læknisþjónustu áður en hún var loks greind með blóðtappa fékk viðeigandi þjónustu hjá Landspítalanum. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan höfðaði mál og vildi meina að meðferðin hefði verið ófullnægjandi og að ríkið bæri skaðabótaábyrgð. Konan leitaði á Læknavaktina í Kópavogi þann 14. september 2016 vegna mikils verks í kálfa. Henni var vísað á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hún greindi frá því að hún hefði verið með stingandi verk í fimm daga, en hún hafi fyrst orðið vör við hann þegar hún lá í sófa í þröngum gallabuxum. Sérfræðilæknir skoðaði konuna, tók úr henni blóðprufu sem sýndi hækkaðan D-dímer svokallaðan. Þá var hún send í ómun til að útiloka blóðtappa, en ómunin sýndi ekki blóðtappa og því var talið líklegast að konan hefði rifið vöðva og að blætt hefði inn á hann. Hækkunin á D-dímernum stafaði líklega af því. Konunni var ráðlagt að hvíla sig og hafa hátt undir fætinum. Kom aftur tveimur dögum síðar Tveimur dögum síðar, þann 16. september sama ár, leitaði konan aftur á bráðamóttöku vegna verksins sem hafði versnað. Sérfræðingur í bráðalækningum og bæklunarskurðlæknir skoðuðu konuna. Hjarta, lungu og kviður voru einkennalaus. Síðan var hún sett aftur í ómun á fæti sem sýndi ekki merki um blóðtappa. Þá var henni ráðlagt að hreyfa sig eftir getu. Daginn eftir, þann sautjánda, skoðaði lungnalæknir konuna. Hann taldi tilfelli hennar óljóst og verki úr samhengi við annað. Hann taldi rétt að kanna möguleika á að setja konuna í segulómun til að útiloka „anatómískan þrýsting á æðakerfið“. Hún fór í segulómun síðar sama dag sem sýndi ekki merki um þennan þrýsting, hins vegar voru merki um bjúg og þrota í kálfanum. Talið var að mögulega væri að ræða um rof á svokallaðri Bakercystu. Hún var útskrifuð þennan sama dag og ráðlagt að stíga í fótinn eins og hún gæti. Fjöldi blóðtappa í fætinum og lungum Síðan liðu sautján dagar þangað til konan leitað aftur á bráðamóttökuna, þann þriðja október. Vegna þess að fyrri ómanir höfðu verið eðlilegar var hún ekki ómskoðuð, en ráðlögð eftirfylgd hjá heimilislækni Tveimur dögum síðar, þann fimmta október hitti konan bæklunarlækni í Orkuhúsinu sem sendi hana í ómskoðun hjá röntgenlækni. Þar komu blóðtappar í fæti hennar í ljós. Dómurinn féll í Héraðsdómi ReykjavíkurVísir/Vilhelm Þar á eftir fór hún á bráðamóttöku í sneiðmyndatöku sem leiddi í ljóst að hún væri með fjölda blóðtappa í fætinum og í lungum. Í kjölfarið var hún sett á blóðþynningarlyf. Í dómi héraðsdóms er sjúkrasaga konunnar rakin áfram þar sem sagt er frá því að hún hafi farið í frekari skoðanir sem sýndu ýmist blóðtappa eða ekki. Segja konuna ekki hafa fengið bestu mögulegu meðferð Konan höfðaði mál líkt og áður segir, en hún vildi meina að það hefði verið hægt að gefa henni blóðþynnandi og segaleysandi lyf fyrr. Þetta hafi frestað greiningu hennar. Jafnframt sagði hún að hefði hún verið greind fyrr hefði henni verið sagt að hætta inntöku getnaðavarnarpillurnar.. Nú hefur varanleg örorka hennar verið metin átján prósent að lágmarki. Þess má geta að Sjúkratryggingar Íslands féllust á bótaskyldu árið 2020. Að mati sjúkratrygginga var ljóst að konan fékk ekki bestu mögulegu meðferð hjá Landspítalanum og að konan ætti því rétt á hámarksbótum. Henni voru greiddar 12,1 milljón króna úr sjúklingatryggingu. Læknar sýndu ekki af sér saknæma háttsemi Konan vildi að fallist yrði á fyrir dómi að íslenska ríkið bæri ábyrgð á líkamstjóni hennar vegna rangrar eða ófullnægjandi meðferðar og vitlausra sjúkdómsgreininga. Héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður sérfróðum meðdómanda, lækni, komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað séð en að rannsóknirnar sem konan fór í hafi verið samkvæmt viðteknu og viðurkenndu verklagi. Starfsmenn hefðu brugðist við á viðeigandi hátt. Miðað við gögnin sem læknarnir höfðu í höndunum hefðu þeir ekki átt að grípa til blóðþynnandi meðferðar sem hefur miklar aukaverkanir í för með sér, enda var talið að ekki væri um blóðtappa að ræða. Því var það niðurstaða dómsins að starfsmenn Landspítalans hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi. Íslenska ríkið var því sýknað í málinu. Heilbrigðismál Landspítalinn Dómsmál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Konan leitaði á Læknavaktina í Kópavogi þann 14. september 2016 vegna mikils verks í kálfa. Henni var vísað á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hún greindi frá því að hún hefði verið með stingandi verk í fimm daga, en hún hafi fyrst orðið vör við hann þegar hún lá í sófa í þröngum gallabuxum. Sérfræðilæknir skoðaði konuna, tók úr henni blóðprufu sem sýndi hækkaðan D-dímer svokallaðan. Þá var hún send í ómun til að útiloka blóðtappa, en ómunin sýndi ekki blóðtappa og því var talið líklegast að konan hefði rifið vöðva og að blætt hefði inn á hann. Hækkunin á D-dímernum stafaði líklega af því. Konunni var ráðlagt að hvíla sig og hafa hátt undir fætinum. Kom aftur tveimur dögum síðar Tveimur dögum síðar, þann 16. september sama ár, leitaði konan aftur á bráðamóttöku vegna verksins sem hafði versnað. Sérfræðingur í bráðalækningum og bæklunarskurðlæknir skoðuðu konuna. Hjarta, lungu og kviður voru einkennalaus. Síðan var hún sett aftur í ómun á fæti sem sýndi ekki merki um blóðtappa. Þá var henni ráðlagt að hreyfa sig eftir getu. Daginn eftir, þann sautjánda, skoðaði lungnalæknir konuna. Hann taldi tilfelli hennar óljóst og verki úr samhengi við annað. Hann taldi rétt að kanna möguleika á að setja konuna í segulómun til að útiloka „anatómískan þrýsting á æðakerfið“. Hún fór í segulómun síðar sama dag sem sýndi ekki merki um þennan þrýsting, hins vegar voru merki um bjúg og þrota í kálfanum. Talið var að mögulega væri að ræða um rof á svokallaðri Bakercystu. Hún var útskrifuð þennan sama dag og ráðlagt að stíga í fótinn eins og hún gæti. Fjöldi blóðtappa í fætinum og lungum Síðan liðu sautján dagar þangað til konan leitað aftur á bráðamóttökuna, þann þriðja október. Vegna þess að fyrri ómanir höfðu verið eðlilegar var hún ekki ómskoðuð, en ráðlögð eftirfylgd hjá heimilislækni Tveimur dögum síðar, þann fimmta október hitti konan bæklunarlækni í Orkuhúsinu sem sendi hana í ómskoðun hjá röntgenlækni. Þar komu blóðtappar í fæti hennar í ljós. Dómurinn féll í Héraðsdómi ReykjavíkurVísir/Vilhelm Þar á eftir fór hún á bráðamóttöku í sneiðmyndatöku sem leiddi í ljóst að hún væri með fjölda blóðtappa í fætinum og í lungum. Í kjölfarið var hún sett á blóðþynningarlyf. Í dómi héraðsdóms er sjúkrasaga konunnar rakin áfram þar sem sagt er frá því að hún hafi farið í frekari skoðanir sem sýndu ýmist blóðtappa eða ekki. Segja konuna ekki hafa fengið bestu mögulegu meðferð Konan höfðaði mál líkt og áður segir, en hún vildi meina að það hefði verið hægt að gefa henni blóðþynnandi og segaleysandi lyf fyrr. Þetta hafi frestað greiningu hennar. Jafnframt sagði hún að hefði hún verið greind fyrr hefði henni verið sagt að hætta inntöku getnaðavarnarpillurnar.. Nú hefur varanleg örorka hennar verið metin átján prósent að lágmarki. Þess má geta að Sjúkratryggingar Íslands féllust á bótaskyldu árið 2020. Að mati sjúkratrygginga var ljóst að konan fékk ekki bestu mögulegu meðferð hjá Landspítalanum og að konan ætti því rétt á hámarksbótum. Henni voru greiddar 12,1 milljón króna úr sjúklingatryggingu. Læknar sýndu ekki af sér saknæma háttsemi Konan vildi að fallist yrði á fyrir dómi að íslenska ríkið bæri ábyrgð á líkamstjóni hennar vegna rangrar eða ófullnægjandi meðferðar og vitlausra sjúkdómsgreininga. Héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður sérfróðum meðdómanda, lækni, komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað séð en að rannsóknirnar sem konan fór í hafi verið samkvæmt viðteknu og viðurkenndu verklagi. Starfsmenn hefðu brugðist við á viðeigandi hátt. Miðað við gögnin sem læknarnir höfðu í höndunum hefðu þeir ekki átt að grípa til blóðþynnandi meðferðar sem hefur miklar aukaverkanir í för með sér, enda var talið að ekki væri um blóðtappa að ræða. Því var það niðurstaða dómsins að starfsmenn Landspítalans hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi. Íslenska ríkið var því sýknað í málinu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Dómsmál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira