„Þetta er nú ekki jafnslæmt og í Noregi!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:39 Denys og Harry Hughes hjón frá Liverpool báru Íslandi ákaflega vel söguna. Ferðamenn sem áttu leið um miðborgina í dag mæla allir heilshugar með Íslandi og eiga erfitt með að skilja þverrandi áhuga á landinu sem ferðamannastað. Inntir eftir því hvað mætti betur fara nefndu ferðamennirnir þó allir það sama; verðlagið. Ísland er að detta úr tísku. Þetta kom fram í fréttum hér á Stöð 2 í gær. Þverrandi leitaráhugi Breta á Íslandi sagður staðfesta graflvarlega stöðu í ferðamennskunni hér á landi. En hvað veldur? Viðmælandi kvöldfrétta sagði stjórnvöld þurfa að herða sig í markaðssetningu en aðrir hafa bent á að íslenskt verðlag gæti haft eitthvað með málið að gera, nýjasta eftirtektarverða dæmið má finna hér. Nú, eða samgöngumálin; ástralskur ferðamaður sem fann sig knúinn til að ganga út á Keflavíkurflugvöll rataði nýverið í heimsfréttirnar. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru þó jákvæðnin uppmáluð, allir hæstánægðir með náttúrufegurðina og viðmótsþýða heimamenn. Glenys Dyer Hughes og Harry Hughes, hjón frá Liverpool sem oft hafa komið til Íslands, báru jafnframt íslenskri salernismenningu sérstaklega vel söguna. „Þegar maður er nýkominn af skipinu og þarf nauðsynlega að komast á salernið er manni sjaldnast hleypt inn,“ sagði Glenys, sem einmitt var nýstigin niður úr skemmtiferðaskipi og naut útsýnisins yfir Tjörnina ásamt eiginmanninum. „Hér er manni hleypt inn,“ skaut Harry inn í. Glenys greip boltann á ný. „Og það er gott. Við vorum að koma út af snyrtingu og hún var mjög góð!“ Eins og aðrir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við nefndu þau hjónin að Ísland væri ansi dýrt land, í það minnsta dýrara en heimalandið Bretland. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í Noregi. Þar er ekki hægt að versla sökum dýrtíðar!“ sagði Glenys. Viðtöl við Glenys, Harry og ferðamennina Vito, Eugene, Shannon og Juliette úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Ísland er að detta úr tísku. Þetta kom fram í fréttum hér á Stöð 2 í gær. Þverrandi leitaráhugi Breta á Íslandi sagður staðfesta graflvarlega stöðu í ferðamennskunni hér á landi. En hvað veldur? Viðmælandi kvöldfrétta sagði stjórnvöld þurfa að herða sig í markaðssetningu en aðrir hafa bent á að íslenskt verðlag gæti haft eitthvað með málið að gera, nýjasta eftirtektarverða dæmið má finna hér. Nú, eða samgöngumálin; ástralskur ferðamaður sem fann sig knúinn til að ganga út á Keflavíkurflugvöll rataði nýverið í heimsfréttirnar. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru þó jákvæðnin uppmáluð, allir hæstánægðir með náttúrufegurðina og viðmótsþýða heimamenn. Glenys Dyer Hughes og Harry Hughes, hjón frá Liverpool sem oft hafa komið til Íslands, báru jafnframt íslenskri salernismenningu sérstaklega vel söguna. „Þegar maður er nýkominn af skipinu og þarf nauðsynlega að komast á salernið er manni sjaldnast hleypt inn,“ sagði Glenys, sem einmitt var nýstigin niður úr skemmtiferðaskipi og naut útsýnisins yfir Tjörnina ásamt eiginmanninum. „Hér er manni hleypt inn,“ skaut Harry inn í. Glenys greip boltann á ný. „Og það er gott. Við vorum að koma út af snyrtingu og hún var mjög góð!“ Eins og aðrir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við nefndu þau hjónin að Ísland væri ansi dýrt land, í það minnsta dýrara en heimalandið Bretland. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í Noregi. Þar er ekki hægt að versla sökum dýrtíðar!“ sagði Glenys. Viðtöl við Glenys, Harry og ferðamennina Vito, Eugene, Shannon og Juliette úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35