Það verði „drulluerfitt“ að rífa VG úr lægðinni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 12:52 Guðmundur segir að stundum sé erfitt að vera prinsipmanneskja í pólitík. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn þurfi að fara í innra uppgjör og leita í ræturnar, en flokkurinn mælist aðeins með um þriggja prósenta fylgi í skoðanakönnunum og myndi því detta út af þingi ef kosið yrði í dag. Hann er ekki svartsýnn á framhaldið þó það verði „drulluerfitt“ að rífa sig upp úr lægðinni. Guðmundur var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðmundur segir að setja þurfi fylgistap flokksins meðal annars í samhengi við hægrisveiflu sem hann segir hafa átt sér stað í Evrópu. Pólitíkin sé almennt að færast í hægri átt, og Samfylkingin hafi fært sig nær hægri flokkunum. Samfylkingin færst til hægri „Mér finnst til dæmis málflutningur formanns Samfylkingarinnar,Kristrúnar Frostadóttur eins og hann birtist í eldhúsdagsumræðunum, hvernig hún rammar inn efnahagsmál, að fyrst þurfum við að ná tökum á efnahagsmálum og síðan getum við farið að einbeita okkur að velferðarmálum,“ segir Guðmundur. Hann telur sjálfur að efnahagsstöðugleiki þurfi að haldast í hendur við félagslegan stöðugleika. Samfylkingin hafi einnig sagt að fara þurfi hægt í kerfisbreytingar í sjávarútvegi, og þetta sé stefna sem færir hana lengra frá félagslegum gildum. Einnig hafi algjör viðsnúningur verið í stefnu flokksins í orkumálum. „Ég hef líka áhyggjur af því að hinar pólitísku hreyfingar og flokkar á Íslandi, eru kannski að færa sig meira inn á miðjuna og til hægri, og þá þarf að vera skýr valkostur til vinstri,“ segir Guðmundur. En hvað telurðu þá að VG hafi gert í þessu ríkisstjórnarsamstarfi nema færst í þessa átt? „Enda hef ég verið að tala um það að við þurfum að leita í okkar rætur, og ég er algjörlega hreinskilinn með það að við þurfum að fara í þess háttar uppgjör,“ segir Guðmundur. Vinstri græn hafi einnig náð talsverðum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu á síðastliðnum árum. Mikill árangur Vinstri grænna í ríkisstjórn „Við getum nefnt sem dæmi þriggja þrepa skattkerfið, sem hefur skilað launafólki í landinu miklum ávinningi. Ég vil líka nefna kjarasamningana 2019 og núna 2024 sem hafa fært efnaminnafólki auknar ráðstöfunartekjur. Maður getur líka nefnt málefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, við höfum dregið úr greiðsluþáttöku sjúklinga,“ segir Guðmundur. Flokkurinn hafi komið á geðheilbrigðisteymi, endurhannað örorkulífeyriskerfið, endurbætt þjónustu við eldra fólk með verkefninu gott að eldast, Mannréttindastofnun hafi verið komið á laggirnar, þungunarrofsfrumvarpið lagt fram, málefni hinsegin fólks sett á oddinn o.s.frv. Vinstri græn hafi einnig náð miklum árangri í umhverfisvernd, sem er eitt helsta mál flokksins. Guðmundur nefnir fjöldann allan af friðlýsingum, og loftslagsmálin hafi verið sett á oddinn. Mikil áhersla hafi verið á vernd víðernis og hálendisins. Einnig sé loksins farið að flokka lífrænt sorp á heimilum. Endurvinnsla lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu hófst í ráðherratíð Guðmundar í umhverfisráðuneytinu.Sorpa Erfitt að vera friðarflokkur á ófriðartímum Guðmundur segir að Vinstri græn þurfi að taka miklu dýpri umræðu um utanríkismál varðandi til dæmis NATO. Aðrir vinstri flokkar í Skandinavíu hafi einnig verið að takast á við þessa umræðu, hvernig friðarheyfing ætli að fóta sig í þessu umhverfi sem nú er. „Á sama tíma og þú vilt stuðla að friði, þá er stundum einhver einn aðili sem gengu lengra fram og er kannski meira vondi gæinn í stríði, ætlarðu að taka afstöðu í því eða ætlarðu að standa með konseptinu friði?“ segir Guðmundur. Honum fellur ekki í geð vopnakaup Íslands fyrir Úkraínu. Hann segir meginhluta stuðnings Íslands vera annars eðlis. Vinstri græn Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Guðmundur segir að setja þurfi fylgistap flokksins meðal annars í samhengi við hægrisveiflu sem hann segir hafa átt sér stað í Evrópu. Pólitíkin sé almennt að færast í hægri átt, og Samfylkingin hafi fært sig nær hægri flokkunum. Samfylkingin færst til hægri „Mér finnst til dæmis málflutningur formanns Samfylkingarinnar,Kristrúnar Frostadóttur eins og hann birtist í eldhúsdagsumræðunum, hvernig hún rammar inn efnahagsmál, að fyrst þurfum við að ná tökum á efnahagsmálum og síðan getum við farið að einbeita okkur að velferðarmálum,“ segir Guðmundur. Hann telur sjálfur að efnahagsstöðugleiki þurfi að haldast í hendur við félagslegan stöðugleika. Samfylkingin hafi einnig sagt að fara þurfi hægt í kerfisbreytingar í sjávarútvegi, og þetta sé stefna sem færir hana lengra frá félagslegum gildum. Einnig hafi algjör viðsnúningur verið í stefnu flokksins í orkumálum. „Ég hef líka áhyggjur af því að hinar pólitísku hreyfingar og flokkar á Íslandi, eru kannski að færa sig meira inn á miðjuna og til hægri, og þá þarf að vera skýr valkostur til vinstri,“ segir Guðmundur. En hvað telurðu þá að VG hafi gert í þessu ríkisstjórnarsamstarfi nema færst í þessa átt? „Enda hef ég verið að tala um það að við þurfum að leita í okkar rætur, og ég er algjörlega hreinskilinn með það að við þurfum að fara í þess háttar uppgjör,“ segir Guðmundur. Vinstri græn hafi einnig náð talsverðum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu á síðastliðnum árum. Mikill árangur Vinstri grænna í ríkisstjórn „Við getum nefnt sem dæmi þriggja þrepa skattkerfið, sem hefur skilað launafólki í landinu miklum ávinningi. Ég vil líka nefna kjarasamningana 2019 og núna 2024 sem hafa fært efnaminnafólki auknar ráðstöfunartekjur. Maður getur líka nefnt málefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, við höfum dregið úr greiðsluþáttöku sjúklinga,“ segir Guðmundur. Flokkurinn hafi komið á geðheilbrigðisteymi, endurhannað örorkulífeyriskerfið, endurbætt þjónustu við eldra fólk með verkefninu gott að eldast, Mannréttindastofnun hafi verið komið á laggirnar, þungunarrofsfrumvarpið lagt fram, málefni hinsegin fólks sett á oddinn o.s.frv. Vinstri græn hafi einnig náð miklum árangri í umhverfisvernd, sem er eitt helsta mál flokksins. Guðmundur nefnir fjöldann allan af friðlýsingum, og loftslagsmálin hafi verið sett á oddinn. Mikil áhersla hafi verið á vernd víðernis og hálendisins. Einnig sé loksins farið að flokka lífrænt sorp á heimilum. Endurvinnsla lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu hófst í ráðherratíð Guðmundar í umhverfisráðuneytinu.Sorpa Erfitt að vera friðarflokkur á ófriðartímum Guðmundur segir að Vinstri græn þurfi að taka miklu dýpri umræðu um utanríkismál varðandi til dæmis NATO. Aðrir vinstri flokkar í Skandinavíu hafi einnig verið að takast á við þessa umræðu, hvernig friðarheyfing ætli að fóta sig í þessu umhverfi sem nú er. „Á sama tíma og þú vilt stuðla að friði, þá er stundum einhver einn aðili sem gengu lengra fram og er kannski meira vondi gæinn í stríði, ætlarðu að taka afstöðu í því eða ætlarðu að standa með konseptinu friði?“ segir Guðmundur. Honum fellur ekki í geð vopnakaup Íslands fyrir Úkraínu. Hann segir meginhluta stuðnings Íslands vera annars eðlis.
Vinstri græn Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira