Að fórna hamingju fyrir verslunarfrelsi Gunnar Hersveinn skrifar 15. júní 2024 13:31 Við öll höfum rétt til að verða frjálsar manneskjur. Hugtakið frelsi hefur ekki fullgerða merkingu nema í samhengi við annað. Við þurfum ekki frelsi til að geta keypt vín alla daga og nætur. Alkóhól eykur ekki frelsi heldur dregur úr viljamætti og dómgreind, það takmarkar frelsi til að hugsa og taka heillavænlegar ákvarðanir. Frjálshyggjumaður sem boðar frelsi til að kaupa áfengi hvarvetna misskilur frelsishugtakið og samhengið alvarlega. Hugtakið frelsi breytist oft við notkun í klisju, aðallega vegna þess að það er misnotað til að réttlæta hvaðeina og þá gleymist að taka tillit til annarra. Takmarkað aðgengi að áfengi er ákjósanlegt Takmarkalítið verslunarfrelsi til að kaupa áfengi dregur úr frelsi í fjölskyldum og í samfélaginu, það eykur líkur á ofbeldi, röngum ákvörðunum, slysum, og fyllir sjúkrahúsin af sjúklingum. Takmarkað aðgengi að áfengi er því ákjósanlegt. Skuggahliðin á bak við verslunarfrelsi með áfengi er augljós, einföld og margsönnuð: aukið aðgengi, aukin neysla, fleiri veikjast og deyja, fleiri vandamál fyrir fjölskyldur og dýrara heilbrigðiskerfi. Einfaldlega vegna þess að áfengi er engin venjuleg neysluvara heldur lífrænt leysiefni, eitur sem er notað sem hugbreytandi vímuefni og er fíkniefni og eiturlyf. Hættið að eyðileggja daginn fyrir börnum Það er réttur barna að búa í farsælu umhverfi, það veitir þeim frelsi. Mikilvægt er að markaðsöflin virði það því ofneysla áfengis getur farið illa með fjölskyldur og meðvirkni í fjölskyldum er líka vandi sem þarf að hafa í huga. Markaðurinn er gildislaus, gleymum því aldrei. Honum er sama um hamingju í fjölskyldum, við verðum því að treysta á löggjafann sem hefur völd til að takmarka aðgengi. Ekki treysta á ólöglegan vínsala á netinu. Það er í raun ótrúlegt hve slæm áhrif alkóhóls eru miðað við vinsældir þess og hve mikil áhætta fylgir drykkjunni, meðal annars að verða alvarlega háður alkóhóli. Sókn eftir áfengi getur valdið óhamingju en það gerir val á vínlausum lífsstíl ekki, styðjum það, ekki hitt. Hrósið þeim sem drekka ekki áfengi! Ég kann vel við að nota hugtakið frelsi. Ég vil vera frjáls andspænis ánetjandi efnum, alltaf, alla daga. Frelsið mitt er ekki hending. Áhættan sem felst í því að verða háður fíkniefnum, er ekki í neinu samræmi við ávinninginn! Það flokkast sem hrein og klár forréttindablinda ef aukið aðgengi að áfengi verður samþykkt á Alþingi. Víndrykkja er nú þegar almenn í samfélaginu og hvarvetna er boðið upp á áfengi. Verkefnið er því ekki að gera það aðgengilegra. Það er ekki falleg gjöf til þjóðarinnar á 80 ára lýðveldisafmæli, að auka aðgengi að áfengi í nafni verslunarfrelsis til að breyta vínmenningu. Æ sér gjöf til gjalda hjá hagsmunaaðilum sem búast þá við fleiri neytendum. Vínlaust fólk þarf oft að útskýra hvers vegna það vilji skera sig úr og er oft stimplað sem alkóhólistar, fíklar eða ófært um að hafa stjórn á sér. Í stað þess að fá hrós fyrir sjálfsaga, styrkleika og að nýta valkostinn, er það dæmt fyrir veikleikann sem felst í löngun til að drekka áfengi. Myndinni er snúið við eða hvor er alkinn, sá sem aldrei getur flotinu neitað eða sá sem velur að vera alltaf allsgáður? Aukið aðgengi – frelsi fyrir hverja? Við þurfum að læra að greina á milli hvað er gjöf og hvað er ekki gjöf. Ofneysla hefur áhrif á líðan allra í fjölskyldunni og litar félagsleg samskipti. Hún ýtir undir óeðlilega þætti og meðvirknin eykur streitu og kvíða. Einstaklingar glata frelsi sínu og hætta að hafa full tök á lífi sínu. Fæstir átta sig á þessu mynstri sem skapast í kringum einstaklinga með vímuefnaröskun, en það er lúmsk staðreynd. Þetta er spurning um ákvörðun um frelsi til frambúðar og farsældar. Að berjast fyrir forvörnum og vínlausum lífsstíl í nafni frelsis og knýja á um að áfengi verði fellt af stallinum í samfélaginu. Án sjálfsaga og hófsemdar og taumhalds verður ekkert frelsi. Hversu oft þarf að segja það: Áfengi er ekki venjuleg vara! Hver þarf áfengi ef markmiðið er: Skýr hugur, skapandi hjarta, hraustur heili. Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við öll höfum rétt til að verða frjálsar manneskjur. Hugtakið frelsi hefur ekki fullgerða merkingu nema í samhengi við annað. Við þurfum ekki frelsi til að geta keypt vín alla daga og nætur. Alkóhól eykur ekki frelsi heldur dregur úr viljamætti og dómgreind, það takmarkar frelsi til að hugsa og taka heillavænlegar ákvarðanir. Frjálshyggjumaður sem boðar frelsi til að kaupa áfengi hvarvetna misskilur frelsishugtakið og samhengið alvarlega. Hugtakið frelsi breytist oft við notkun í klisju, aðallega vegna þess að það er misnotað til að réttlæta hvaðeina og þá gleymist að taka tillit til annarra. Takmarkað aðgengi að áfengi er ákjósanlegt Takmarkalítið verslunarfrelsi til að kaupa áfengi dregur úr frelsi í fjölskyldum og í samfélaginu, það eykur líkur á ofbeldi, röngum ákvörðunum, slysum, og fyllir sjúkrahúsin af sjúklingum. Takmarkað aðgengi að áfengi er því ákjósanlegt. Skuggahliðin á bak við verslunarfrelsi með áfengi er augljós, einföld og margsönnuð: aukið aðgengi, aukin neysla, fleiri veikjast og deyja, fleiri vandamál fyrir fjölskyldur og dýrara heilbrigðiskerfi. Einfaldlega vegna þess að áfengi er engin venjuleg neysluvara heldur lífrænt leysiefni, eitur sem er notað sem hugbreytandi vímuefni og er fíkniefni og eiturlyf. Hættið að eyðileggja daginn fyrir börnum Það er réttur barna að búa í farsælu umhverfi, það veitir þeim frelsi. Mikilvægt er að markaðsöflin virði það því ofneysla áfengis getur farið illa með fjölskyldur og meðvirkni í fjölskyldum er líka vandi sem þarf að hafa í huga. Markaðurinn er gildislaus, gleymum því aldrei. Honum er sama um hamingju í fjölskyldum, við verðum því að treysta á löggjafann sem hefur völd til að takmarka aðgengi. Ekki treysta á ólöglegan vínsala á netinu. Það er í raun ótrúlegt hve slæm áhrif alkóhóls eru miðað við vinsældir þess og hve mikil áhætta fylgir drykkjunni, meðal annars að verða alvarlega háður alkóhóli. Sókn eftir áfengi getur valdið óhamingju en það gerir val á vínlausum lífsstíl ekki, styðjum það, ekki hitt. Hrósið þeim sem drekka ekki áfengi! Ég kann vel við að nota hugtakið frelsi. Ég vil vera frjáls andspænis ánetjandi efnum, alltaf, alla daga. Frelsið mitt er ekki hending. Áhættan sem felst í því að verða háður fíkniefnum, er ekki í neinu samræmi við ávinninginn! Það flokkast sem hrein og klár forréttindablinda ef aukið aðgengi að áfengi verður samþykkt á Alþingi. Víndrykkja er nú þegar almenn í samfélaginu og hvarvetna er boðið upp á áfengi. Verkefnið er því ekki að gera það aðgengilegra. Það er ekki falleg gjöf til þjóðarinnar á 80 ára lýðveldisafmæli, að auka aðgengi að áfengi í nafni verslunarfrelsis til að breyta vínmenningu. Æ sér gjöf til gjalda hjá hagsmunaaðilum sem búast þá við fleiri neytendum. Vínlaust fólk þarf oft að útskýra hvers vegna það vilji skera sig úr og er oft stimplað sem alkóhólistar, fíklar eða ófært um að hafa stjórn á sér. Í stað þess að fá hrós fyrir sjálfsaga, styrkleika og að nýta valkostinn, er það dæmt fyrir veikleikann sem felst í löngun til að drekka áfengi. Myndinni er snúið við eða hvor er alkinn, sá sem aldrei getur flotinu neitað eða sá sem velur að vera alltaf allsgáður? Aukið aðgengi – frelsi fyrir hverja? Við þurfum að læra að greina á milli hvað er gjöf og hvað er ekki gjöf. Ofneysla hefur áhrif á líðan allra í fjölskyldunni og litar félagsleg samskipti. Hún ýtir undir óeðlilega þætti og meðvirknin eykur streitu og kvíða. Einstaklingar glata frelsi sínu og hætta að hafa full tök á lífi sínu. Fæstir átta sig á þessu mynstri sem skapast í kringum einstaklinga með vímuefnaröskun, en það er lúmsk staðreynd. Þetta er spurning um ákvörðun um frelsi til frambúðar og farsældar. Að berjast fyrir forvörnum og vínlausum lífsstíl í nafni frelsis og knýja á um að áfengi verði fellt af stallinum í samfélaginu. Án sjálfsaga og hófsemdar og taumhalds verður ekkert frelsi. Hversu oft þarf að segja það: Áfengi er ekki venjuleg vara! Hver þarf áfengi ef markmiðið er: Skýr hugur, skapandi hjarta, hraustur heili. Höfundur er rithöfundur
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar