Ekkert breyst til batnaðar í rekstri borgarinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 12:05 Hildur Björnsdóttir segir l´jost að ekkert hafi batnað í rekstri borgarinnar með nýjum borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir alveg ljóst að nýjum borgarstjóra fylgi ekki bættur rekstur. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafi borgin skilað neikvæðri niðurstöðu sem nemur nær 3,3 milljörðum króna. Í síðustu viku var greint frá því að borgarstjórn hefði samþykkt tillögu um að borgin tæki lán frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra, sem gerir um fimmtán milljarða króna. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lagt fram bókun og óskað eftir upplýsingum um ástæðu lántöku frá Þróunarbankanum, fremur en innlendrar lántöku. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvaða varnir verði settar til að verjast gengisáhættu. Sjá á vef Reykjavíkurborgar. Í gær var svo greint frá því að rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar hefði verið neikvæð um 3.292 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það væri 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Hildur Björnsdóttir gerði þetta að umtalsefni á Feisbúkksíðu sinni í dag, þar sem hún sagði að ljóst væri að nýjum borgarstjóra fylgdi ekki bættur rekstur. „Digurbarkalegar yfirlýsingar um jákvæðan viðsnúning í rekstri borgarinnar þetta árið voru orðin tóm. Þær yfirlýsingar gerðu ráð fyrir því að Perlan yrði seld fyrir tæpa 4 milljarða. Ekkert bendir til þess að því markmiði verði náð,“ sagði Hildur. „Það er sama hvort litið er til leikskólamála, skólamála, húsnæðismála eða samgöngumála - svo ég tali nú ekki um fjármál borgarinnar - ekkert hefur breyst til batnaðar,“ sagði Hildur, en hún heldur að kominn sé tími á breytingar. Borgarstjórn Reykjavík Salan á Perlunni Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að borgarstjórn hefði samþykkt tillögu um að borgin tæki lán frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra, sem gerir um fimmtán milljarða króna. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lagt fram bókun og óskað eftir upplýsingum um ástæðu lántöku frá Þróunarbankanum, fremur en innlendrar lántöku. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvaða varnir verði settar til að verjast gengisáhættu. Sjá á vef Reykjavíkurborgar. Í gær var svo greint frá því að rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar hefði verið neikvæð um 3.292 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það væri 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Hildur Björnsdóttir gerði þetta að umtalsefni á Feisbúkksíðu sinni í dag, þar sem hún sagði að ljóst væri að nýjum borgarstjóra fylgdi ekki bættur rekstur. „Digurbarkalegar yfirlýsingar um jákvæðan viðsnúning í rekstri borgarinnar þetta árið voru orðin tóm. Þær yfirlýsingar gerðu ráð fyrir því að Perlan yrði seld fyrir tæpa 4 milljarða. Ekkert bendir til þess að því markmiði verði náð,“ sagði Hildur. „Það er sama hvort litið er til leikskólamála, skólamála, húsnæðismála eða samgöngumála - svo ég tali nú ekki um fjármál borgarinnar - ekkert hefur breyst til batnaðar,“ sagði Hildur, en hún heldur að kominn sé tími á breytingar.
Borgarstjórn Reykjavík Salan á Perlunni Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira