Selja höfuðstöðvarnar sem voru rýmdar vegna myglu Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 11:08 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að selja höfuðstöðvar félagsins að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Lýkur þar með endanlega tæplega hálfrar aldar aðsetri orkufyrirtækis þjóðarinnar á þeim stað. Landsvirkjun hefur ekki haft aðsetur í húsinu í tæpt ár vegna myglu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðar á þessu ári ári skýrist hvar Landsvirkjun sest að til framtíðar, en þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar hafi fyrirtækið komið sér vel fyrir við Katrínartún 2. Greint var frá því fyrir rétt tæpu árið að Landsvirkjun hefði fært höfuðstöðvar sínar frá Háaleitisbraut vegna myglu sem þar fannst haustið 2022. „Undanfarin ár hefur Landsvirkjun skoðað möguleika á nýju húsnæði, enda var húsnæðið að Háaleitisbraut ekki lengur hentugt. Öllum slíkum vangaveltum var hins vegar hætt á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Að honum loknum greindist mygla í húsnæðinu og þá hófst aftur leit að nýju húsnæði. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýtt húsnæði verður leigt, keypt eða það byggt frá grunni,“ segir í tilkynningu. Þar segir einnig að eign Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68 sé rúmir 4.500 fermetrar, eða rétt tæplega helmingur alls hússins. „Húsnæði okkar að Háaleitisbraut hefur þjónað Landsvirkjun með sóma í tæp 50 ár. Nú er kominn tími til að við færum okkur annað. Það kemur því í hlut annarra að taka við þessu húsnæði, sem býður upp á mikla möguleika á einstökum útsýnisstað í borginni. Þar er hægt að horfa til að auka nýtingarhlutfall lóðar og jafnvel breyta húsinu í heild eða að hluta í íbúðarhúsnæði,“ er haft eftir Rafnari Lárussyni, framkvæmdastjóra fjármála og upplýsingatækni Landsvirkjunar. Húsnæðismál Mygla Landsvirkjun Reykjavík Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðar á þessu ári ári skýrist hvar Landsvirkjun sest að til framtíðar, en þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar hafi fyrirtækið komið sér vel fyrir við Katrínartún 2. Greint var frá því fyrir rétt tæpu árið að Landsvirkjun hefði fært höfuðstöðvar sínar frá Háaleitisbraut vegna myglu sem þar fannst haustið 2022. „Undanfarin ár hefur Landsvirkjun skoðað möguleika á nýju húsnæði, enda var húsnæðið að Háaleitisbraut ekki lengur hentugt. Öllum slíkum vangaveltum var hins vegar hætt á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Að honum loknum greindist mygla í húsnæðinu og þá hófst aftur leit að nýju húsnæði. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýtt húsnæði verður leigt, keypt eða það byggt frá grunni,“ segir í tilkynningu. Þar segir einnig að eign Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68 sé rúmir 4.500 fermetrar, eða rétt tæplega helmingur alls hússins. „Húsnæði okkar að Háaleitisbraut hefur þjónað Landsvirkjun með sóma í tæp 50 ár. Nú er kominn tími til að við færum okkur annað. Það kemur því í hlut annarra að taka við þessu húsnæði, sem býður upp á mikla möguleika á einstökum útsýnisstað í borginni. Þar er hægt að horfa til að auka nýtingarhlutfall lóðar og jafnvel breyta húsinu í heild eða að hluta í íbúðarhúsnæði,“ er haft eftir Rafnari Lárussyni, framkvæmdastjóra fjármála og upplýsingatækni Landsvirkjunar.
Húsnæðismál Mygla Landsvirkjun Reykjavík Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira