Af hverju er verðlag hér tvöfalt hærra en í Evrópu? Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. júní 2024 14:01 Höfundur talar í þessum efnum af nokkurri þekkingu og reynslu. Hann hefur stundað alþjóðlega framleiðslu og viðskipti, bæði í Evrópu og Asíu, í hálfa öld. Nú sem stjórnarformaður ENOX Productions Services GmbH í Hamborg. Á íslenzkum markaði blasir við, að samkeppnin er af skornum skammti og sumstaðar lítil sem engin. Á flestum sviðum mætti fremur tala um fákeppni en samkeppni. Þrátt fyrir þá staðreynd, að við erum aðilar að fjórfrelsi ESB, hafa nánast engir þeirra aðila, sem varning og þjónustu bjóða á hinum 30 mörkuðunum á Evrópska efnahagssvæðinu, áhuga á viðskiptum hér. Það eru þannig mest innlendir aðilar, sem sinna hér verzlun og þjónustu, og förum við því mikið á mis við það gífurlega úrval varnings og þjónustu, og einkum þá hörðu samkeppni, sem við byggjum við, ef Ísland væri áhugaverður markaður fyrir hin EES/ESB-löndin. Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu og úreltu - innlendu eða erlendu - heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur margfluttur til og frá, í litlu magni, inn og út úr vöruhúsum, milli landa og staða, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu vilja og getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. En, það þrýstir fátt á, allir eru meira og minna í sama úrelta kerfinu, og því láta verzlunarfyrirtæki hér, líka þau stærri, slag standa og halda áfram í forföllnu heildsölukerfinu. Þetta er einfaldara og þægilegra fyrir verzlunina og viðgengzt; neytendurnir eiga ekkert val, verða bara að kaupa sína vöru, þó á tvöföldu verði sé. Einn faktor, sem auðvitað spilar hér mikla rullu, er svo hinn gífurlegi vaxtakostnaður, en hann þrýstir á innflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð, jafnvel langt umfram vaxtasparnað. Skyldi Seðlabankastjóri einhvern tíma hafa rennt huganum til þessarar staðreyndar? Efast um það. Betra er að hækka vexti enn meir, til að bregðast við þeirri verhækkun, sem smáinnkaupa leiða til, og hækka svo aftur, þegar áhrif þessara vaxtahækkana haf enn hækkað verðlag. Aðferðafræði fáránleikans, tryggð í sessi af Seðlabankastjóra með dyggum stuðningi fyrrverandi forsætisráðherra, sem passaði upp á að framlengja ráðningarsamning við hann, áður en hún yfirgaf sökkvandi skipið, við 9,25% stýrivexti. Auðvitað má líka velta því fyrir sér, hvernig stjórnendur verzlunarfyrirtækja hér, þeirra, sem ráða fyrir miklum eigin fjámunum og ná magnviðskiptum, líta á sína samfélagslegu ábyrgð. Er hún kannske aukaatriði; jafnvel engin!? Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð, af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. Oft er það helmingurinn af íslenzku verðlagi. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Íslenzka krónan er ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er okkar gjaldmiðill. Hér hafa komið upp gjaldeyrishöft og gengissviptingar, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Gætu auðvitað komið aftur. Krónan er gjaldmiðill, sem hvergi gildir og ekkert verðgildi hefur, nema hér á Íslandi. Erlendis hafa okkar blessuðu krónuseðlar ekki einu sinni verðgildi þess pappírs, sem menn nota á sinn óæðri enda. Mér verður líka hugsað til íslenzka bankakerfisins, en þar er það sama uppi á teningnum vegna krónunnar. Að nafninu til eru hér þrír meginbankar, en þegar betur er að gáð, er munurinn á þeim lítill sem enginn, og verður ekki séð, að samkeppnin sé nokkur. Enginn erlendur banki. Þessi fákeppnis bankaþjónusta kostar greinilega líka meira, en bankaþjónusta annars staðar á EES-svæðinu, ef dæmt er út frá vaxtamismun og öðrum kostnaði, sem almenningur og fyrirtæki landsins verða að bera. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske værri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og vitsmuni til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, eru nú öll þar. Hvort skildum við vera þrárri, tregari eða heimskari en aðrar smáþjóðir Evrópu, eða þær, 15 talsins, heimskari en við? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Íslenska krónan Verslun Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Höfundur talar í þessum efnum af nokkurri þekkingu og reynslu. Hann hefur stundað alþjóðlega framleiðslu og viðskipti, bæði í Evrópu og Asíu, í hálfa öld. Nú sem stjórnarformaður ENOX Productions Services GmbH í Hamborg. Á íslenzkum markaði blasir við, að samkeppnin er af skornum skammti og sumstaðar lítil sem engin. Á flestum sviðum mætti fremur tala um fákeppni en samkeppni. Þrátt fyrir þá staðreynd, að við erum aðilar að fjórfrelsi ESB, hafa nánast engir þeirra aðila, sem varning og þjónustu bjóða á hinum 30 mörkuðunum á Evrópska efnahagssvæðinu, áhuga á viðskiptum hér. Það eru þannig mest innlendir aðilar, sem sinna hér verzlun og þjónustu, og förum við því mikið á mis við það gífurlega úrval varnings og þjónustu, og einkum þá hörðu samkeppni, sem við byggjum við, ef Ísland væri áhugaverður markaður fyrir hin EES/ESB-löndin. Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu og úreltu - innlendu eða erlendu - heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur margfluttur til og frá, í litlu magni, inn og út úr vöruhúsum, milli landa og staða, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu vilja og getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. En, það þrýstir fátt á, allir eru meira og minna í sama úrelta kerfinu, og því láta verzlunarfyrirtæki hér, líka þau stærri, slag standa og halda áfram í forföllnu heildsölukerfinu. Þetta er einfaldara og þægilegra fyrir verzlunina og viðgengzt; neytendurnir eiga ekkert val, verða bara að kaupa sína vöru, þó á tvöföldu verði sé. Einn faktor, sem auðvitað spilar hér mikla rullu, er svo hinn gífurlegi vaxtakostnaður, en hann þrýstir á innflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð, jafnvel langt umfram vaxtasparnað. Skyldi Seðlabankastjóri einhvern tíma hafa rennt huganum til þessarar staðreyndar? Efast um það. Betra er að hækka vexti enn meir, til að bregðast við þeirri verhækkun, sem smáinnkaupa leiða til, og hækka svo aftur, þegar áhrif þessara vaxtahækkana haf enn hækkað verðlag. Aðferðafræði fáránleikans, tryggð í sessi af Seðlabankastjóra með dyggum stuðningi fyrrverandi forsætisráðherra, sem passaði upp á að framlengja ráðningarsamning við hann, áður en hún yfirgaf sökkvandi skipið, við 9,25% stýrivexti. Auðvitað má líka velta því fyrir sér, hvernig stjórnendur verzlunarfyrirtækja hér, þeirra, sem ráða fyrir miklum eigin fjámunum og ná magnviðskiptum, líta á sína samfélagslegu ábyrgð. Er hún kannske aukaatriði; jafnvel engin!? Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð, af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. Oft er það helmingurinn af íslenzku verðlagi. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Íslenzka krónan er ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er okkar gjaldmiðill. Hér hafa komið upp gjaldeyrishöft og gengissviptingar, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Gætu auðvitað komið aftur. Krónan er gjaldmiðill, sem hvergi gildir og ekkert verðgildi hefur, nema hér á Íslandi. Erlendis hafa okkar blessuðu krónuseðlar ekki einu sinni verðgildi þess pappírs, sem menn nota á sinn óæðri enda. Mér verður líka hugsað til íslenzka bankakerfisins, en þar er það sama uppi á teningnum vegna krónunnar. Að nafninu til eru hér þrír meginbankar, en þegar betur er að gáð, er munurinn á þeim lítill sem enginn, og verður ekki séð, að samkeppnin sé nokkur. Enginn erlendur banki. Þessi fákeppnis bankaþjónusta kostar greinilega líka meira, en bankaþjónusta annars staðar á EES-svæðinu, ef dæmt er út frá vaxtamismun og öðrum kostnaði, sem almenningur og fyrirtæki landsins verða að bera. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske værri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og vitsmuni til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, eru nú öll þar. Hvort skildum við vera þrárri, tregari eða heimskari en aðrar smáþjóðir Evrópu, eða þær, 15 talsins, heimskari en við? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar