Aðeins fjórðungur Breta vill vera utan ESB Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 15:41 Flutningabíll ekur frá landamæraeftirlitsstöð í suðaustanverðu Englandi. Stuðningsmenn Brexit eru orðnir neikvæðari á áhrif útgöngunnar á áður, þar á meðal á efnahags- og innflytjendamál. Vísir/EPA Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni. Aðeins 24 prósent svarenda í skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Bretlands gerði töldu að Bretland ætti að vera utan Evrópusambandsins. Hlutfallið var 36 prósent árið 2019 og 41 prósent árið 2016, árið sem þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Könnunin nú var gerð í september og október. Þá höfðu svarendur neikvæðari sýn á áhrif Brexit, eins og útgangan hefur verið nefnd, á efnahag Bretlands og innflytjendamál en árið 2019 þegar síðustu þingkosningar voru haldnar. Breytingin er sérstaklega áberandi á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngunni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um fjörutíu prósent þeirra telja nú verr komið fyrir efnahaginum vegna Brexit borið saman við átján prósent fyrir fimm árum. Þingkosningarnar 4. júlí eru þær fyrstu eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu árið 2020. Aðild að Evrópusambandinu hefur tæplega borið á góma í kosningabaráttunni til þessa. Könnun félagsvísindastofnunarinnar leiðir ennfremur í ljós hrapandi traust á stjórnvöldum. Heil 45 prósent svarendu sögðust nær aldrei treystra breskri ríkisstjórn til þess að setja þarfir þjóðarinnar ofar eigin flokkshagsmunum. Brexit Bretland Kosningar í Bretlandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02 Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Aðeins 24 prósent svarenda í skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Bretlands gerði töldu að Bretland ætti að vera utan Evrópusambandsins. Hlutfallið var 36 prósent árið 2019 og 41 prósent árið 2016, árið sem þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Könnunin nú var gerð í september og október. Þá höfðu svarendur neikvæðari sýn á áhrif Brexit, eins og útgangan hefur verið nefnd, á efnahag Bretlands og innflytjendamál en árið 2019 þegar síðustu þingkosningar voru haldnar. Breytingin er sérstaklega áberandi á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngunni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um fjörutíu prósent þeirra telja nú verr komið fyrir efnahaginum vegna Brexit borið saman við átján prósent fyrir fimm árum. Þingkosningarnar 4. júlí eru þær fyrstu eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu árið 2020. Aðild að Evrópusambandinu hefur tæplega borið á góma í kosningabaráttunni til þessa. Könnun félagsvísindastofnunarinnar leiðir ennfremur í ljós hrapandi traust á stjórnvöldum. Heil 45 prósent svarendu sögðust nær aldrei treystra breskri ríkisstjórn til þess að setja þarfir þjóðarinnar ofar eigin flokkshagsmunum.
Brexit Bretland Kosningar í Bretlandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02 Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02
Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23