Röng ákvörðun ráðherra Henry Alexander Henrysson skrifar 11. júní 2024 12:01 Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. Forsendan var sú að það „eina sem væri ljóst í hennar huga“ væri að „við ætlum að klára þetta ríkisstjórnarsamstarf“. En þótt slík forsenda geti virkað sem góð röksemd fyrir ákvörðun, getur ákvörðunin samt sem áður verið óréttmæt. Og það kemur í ljós þegar aðrar forsendur Bjarkeyjar eru skoðaðar. Ef frá er skilin sú ágæta forsenda að halda í ráðherrastól stendur ekki steinn yfir steini í ákvörðun hennar. Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni. Mér sýnist að mistökin kristallist í þeirri forsendu sem virðist liggja öllu málinu til grundvallar í ráðuneytinu. Í gegnum allt málið virðist fólk telja að hvalir séu auðlind og spurningin hvort gefa eigi út leyfi til hvalveiða sé spurning um stjórn náttúruauðlinda. En þessi forsenda er eins röng og vera má. Villt spendýr geta ekki talist náttúruauðlind. Og ég held að fáar þjóðir horfi þannig á villt spendýr. Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt. Nú geri ég mér grein fyrir að einhverjir lesendur munu hrópa upp fyrir sig og segja að auðvitað séu villt spendýr auðlind þar sem allar þjóðir leyfi veiði á þeim. En hér komum við einmitt að kjarna málsins. Veiðar á villtum spendýrum eru vissulega leyfðar, en sem undantekning frá meginreglu um að láta þau áfram vera náttúruprýði. Hingað er siðferði okkar komið (og raunar er stór hluti fólks sem hafnar öllum veiðum). Skilyrðin fyrir veiðum eru einföld. Við leyfum veiðar ef kjötið er mikilvæg og nauðsynleg fæða fólks. Þá geta veiðar einnig verið réttlætanlegar ef nauðsynlegt er að grisja stofna, til dæmis vegna skorts á rándýrum til að halda þeim í skefjum eða þar sem stofnar og hópar hafa lokast inni á afmörkuðum svæðum vegna mannvirkja. Að lokum leyfum við veiðar á dýrum sem sannarlega flokkast sem meindýr og ógna tilveru okkar og lífsskilyrðum. Veiðar eru sem sagt ekki leyfðar vegna þess að villt spendýr eru einhvers konar auðlind, heldur vegna þess að góð ástæða er til að leyfa veiðarnar og fólk hefur áhuga á að fá að taka þær að sér (stundum með því að fjárfesta í dýrum veiðileyfum sem meðal annars útskýrir hvers vegna þau geta verið tekjulind). Veiðar á langreyðum falla augljóslega ekki undir nein þessara skilyrða. Þær hafa ekkert að gera með fæðuöryggi okkar, það þarf ekki að grisja stofninn og ekki nokkur maður flokkar þessa ferðalanga hafsins og gesti í landhelginni sem meindýr. Í raun og veru ætti umræðan ekki að komast svo langt að tveir ráðherrar – og heilt ráðuneyti – ígrundi umsókn um veiðar á langreyðum mánuðum saman. Ef Íslendingar ætla að telja sig til siðaðra þjóða hefði mátt svara erindinu samdægurs. Þar fyrir utan eru tvö hliðarskilyrði sem veiðar á villtum spendýrum þurfa að mæta. Mögulega mæta veiðar á langreyðum því skilyrði að þær séu sjálfbærar. En þetta er einungis nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt eins og sumir ráðamenn virðast halda. Okkur ber ekki skylda til að veiða öll spendýr sem ekki eru í útrýmingarhættu. Skilyrðin sem nefnd voru að ofan þurfa einnig að vera uppfyllt. Seinna hliðarskilyrðið er svo mikilvægast af þeim öllum. Hér á ég við það skilyrði að veiðarnar (allar veiðar – einnig á meindýrum) verða að vera mannúðlegar. Og hér stendur hnífurinn í kúnni – eða hvalnum. Langreyður er nærst stærsta dýrategund jarðar. Hennar óheppni er að vera örlítið minni heldur en steypireyður sem engum dettur í hug að veiða enda táknmynd umhverfisverndar í heiminum. Ekki hvarflar að Norðmönnum að veiða langreyðar í samtímanum þótt þar fari mikil hvalveiðiþjóð. Veiðar á þessum risavöxnu skepnum eru erfiðar og ekki nokkur leið að tryggja mannúðlega aflífun þeirra í aðstæðum þar sem bæði veiðimaður og bráð eru á hreyfingu. Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. Forsendan var sú að það „eina sem væri ljóst í hennar huga“ væri að „við ætlum að klára þetta ríkisstjórnarsamstarf“. En þótt slík forsenda geti virkað sem góð röksemd fyrir ákvörðun, getur ákvörðunin samt sem áður verið óréttmæt. Og það kemur í ljós þegar aðrar forsendur Bjarkeyjar eru skoðaðar. Ef frá er skilin sú ágæta forsenda að halda í ráðherrastól stendur ekki steinn yfir steini í ákvörðun hennar. Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni. Mér sýnist að mistökin kristallist í þeirri forsendu sem virðist liggja öllu málinu til grundvallar í ráðuneytinu. Í gegnum allt málið virðist fólk telja að hvalir séu auðlind og spurningin hvort gefa eigi út leyfi til hvalveiða sé spurning um stjórn náttúruauðlinda. En þessi forsenda er eins röng og vera má. Villt spendýr geta ekki talist náttúruauðlind. Og ég held að fáar þjóðir horfi þannig á villt spendýr. Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt. Nú geri ég mér grein fyrir að einhverjir lesendur munu hrópa upp fyrir sig og segja að auðvitað séu villt spendýr auðlind þar sem allar þjóðir leyfi veiði á þeim. En hér komum við einmitt að kjarna málsins. Veiðar á villtum spendýrum eru vissulega leyfðar, en sem undantekning frá meginreglu um að láta þau áfram vera náttúruprýði. Hingað er siðferði okkar komið (og raunar er stór hluti fólks sem hafnar öllum veiðum). Skilyrðin fyrir veiðum eru einföld. Við leyfum veiðar ef kjötið er mikilvæg og nauðsynleg fæða fólks. Þá geta veiðar einnig verið réttlætanlegar ef nauðsynlegt er að grisja stofna, til dæmis vegna skorts á rándýrum til að halda þeim í skefjum eða þar sem stofnar og hópar hafa lokast inni á afmörkuðum svæðum vegna mannvirkja. Að lokum leyfum við veiðar á dýrum sem sannarlega flokkast sem meindýr og ógna tilveru okkar og lífsskilyrðum. Veiðar eru sem sagt ekki leyfðar vegna þess að villt spendýr eru einhvers konar auðlind, heldur vegna þess að góð ástæða er til að leyfa veiðarnar og fólk hefur áhuga á að fá að taka þær að sér (stundum með því að fjárfesta í dýrum veiðileyfum sem meðal annars útskýrir hvers vegna þau geta verið tekjulind). Veiðar á langreyðum falla augljóslega ekki undir nein þessara skilyrða. Þær hafa ekkert að gera með fæðuöryggi okkar, það þarf ekki að grisja stofninn og ekki nokkur maður flokkar þessa ferðalanga hafsins og gesti í landhelginni sem meindýr. Í raun og veru ætti umræðan ekki að komast svo langt að tveir ráðherrar – og heilt ráðuneyti – ígrundi umsókn um veiðar á langreyðum mánuðum saman. Ef Íslendingar ætla að telja sig til siðaðra þjóða hefði mátt svara erindinu samdægurs. Þar fyrir utan eru tvö hliðarskilyrði sem veiðar á villtum spendýrum þurfa að mæta. Mögulega mæta veiðar á langreyðum því skilyrði að þær séu sjálfbærar. En þetta er einungis nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt eins og sumir ráðamenn virðast halda. Okkur ber ekki skylda til að veiða öll spendýr sem ekki eru í útrýmingarhættu. Skilyrðin sem nefnd voru að ofan þurfa einnig að vera uppfyllt. Seinna hliðarskilyrðið er svo mikilvægast af þeim öllum. Hér á ég við það skilyrði að veiðarnar (allar veiðar – einnig á meindýrum) verða að vera mannúðlegar. Og hér stendur hnífurinn í kúnni – eða hvalnum. Langreyður er nærst stærsta dýrategund jarðar. Hennar óheppni er að vera örlítið minni heldur en steypireyður sem engum dettur í hug að veiða enda táknmynd umhverfisverndar í heiminum. Ekki hvarflar að Norðmönnum að veiða langreyðar í samtímanum þótt þar fari mikil hvalveiðiþjóð. Veiðar á þessum risavöxnu skepnum eru erfiðar og ekki nokkur leið að tryggja mannúðlega aflífun þeirra í aðstæðum þar sem bæði veiðimaður og bráð eru á hreyfingu. Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur. Höfundur er heimspekingur
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar