Endurvekjum skikkjuna strax! Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2024 09:00 Ég er oftar en ekki reiður yfir einhverju og yfirleitt einhverju smávægilegu. Eitt mitt minnisstæðasta og mögulega alvarlegasta bræðiskast átti sér þó stað niður í miðbæ, seint að kvöldi og fyrir all mörgum árum. Þar sá ég nefnilega mann í einskonar skikkju, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég varð fjúkandi reiður, út af því að þarna var þessi heimsfrægi tónlistarmaður bara að spjalla við vin sinn í skikkju og enginn sagði neitt! Hér er best að taka fram að ég var alls ekki reiður út í hann. Hann leit stórkostlega út. Ég var reiður út í þetta skítasamfélag okkar, því ég tel mig fullvissan um að ég kæmist aldrei upp með það að mæta í bæinn í skikkju/herðaslá, eflaust stórglæsilegur, og vera ekki litinn hornauga eða áreittur af einhverjum fávitum sem benda á mig og spyrja hvort ég ætli að reyna að sjúga blóðið úr þeim. Ef Jónsi í Sigurrós (held ég, ástandið á mér var ekkert frábært þarna) má vera í skikkju niðri í bæ, þá vil ég fá að gera það líka. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar og það sama má segja um fínar herðaslár/kápur en þrátt fyrir það þurfa ég og aðrir eins og ég að læðast um í skuggasundum samfélagsins. Skikkjur eru einhverjar heimsins bestu flíkur, á eftir kvart- og stuttbuxum, og ég kalla eftir því við Íslendingar girðum okkur loksins í brók og gerum skikkjur aftur samfélagslega gjaldgengar í daglegu amstri. Er kaldur vindur úti? Skikkja bjargar því. Er rigning eða snjókoma? Skikkjan kemur til bjargar. Þarftu að fela þig fyrir drýslum og austurmönnum? Sumar skikkjur geta reddað því. Skikkjur geta hentað við nánast hvaða tilefni sem er, enda voru þær vinsæll klæðnaður í hundruð ára. Með einu litlu, en samt risastóru, samfélagslegu átaki, getum við Íslendingar stigið fyrstu skrefin í þessari mikilvægu og heimslægu baráttu. Kynnum skikkjur/herðaslár betur fyrir börnunum okkar og skilum skikkjuskömminni þangað sem hún á heima. Saman getum við dregið skikkjur aftur í dagsljósið, breitt þær yfir herðar okkar og bætt samfélagið til muna! Höfundur er blaðamaður og stoltur unnandi skikkja. Ég á samt enga almennilega skikkju enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er oftar en ekki reiður yfir einhverju og yfirleitt einhverju smávægilegu. Eitt mitt minnisstæðasta og mögulega alvarlegasta bræðiskast átti sér þó stað niður í miðbæ, seint að kvöldi og fyrir all mörgum árum. Þar sá ég nefnilega mann í einskonar skikkju, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég varð fjúkandi reiður, út af því að þarna var þessi heimsfrægi tónlistarmaður bara að spjalla við vin sinn í skikkju og enginn sagði neitt! Hér er best að taka fram að ég var alls ekki reiður út í hann. Hann leit stórkostlega út. Ég var reiður út í þetta skítasamfélag okkar, því ég tel mig fullvissan um að ég kæmist aldrei upp með það að mæta í bæinn í skikkju/herðaslá, eflaust stórglæsilegur, og vera ekki litinn hornauga eða áreittur af einhverjum fávitum sem benda á mig og spyrja hvort ég ætli að reyna að sjúga blóðið úr þeim. Ef Jónsi í Sigurrós (held ég, ástandið á mér var ekkert frábært þarna) má vera í skikkju niðri í bæ, þá vil ég fá að gera það líka. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar og það sama má segja um fínar herðaslár/kápur en þrátt fyrir það þurfa ég og aðrir eins og ég að læðast um í skuggasundum samfélagsins. Skikkjur eru einhverjar heimsins bestu flíkur, á eftir kvart- og stuttbuxum, og ég kalla eftir því við Íslendingar girðum okkur loksins í brók og gerum skikkjur aftur samfélagslega gjaldgengar í daglegu amstri. Er kaldur vindur úti? Skikkja bjargar því. Er rigning eða snjókoma? Skikkjan kemur til bjargar. Þarftu að fela þig fyrir drýslum og austurmönnum? Sumar skikkjur geta reddað því. Skikkjur geta hentað við nánast hvaða tilefni sem er, enda voru þær vinsæll klæðnaður í hundruð ára. Með einu litlu, en samt risastóru, samfélagslegu átaki, getum við Íslendingar stigið fyrstu skrefin í þessari mikilvægu og heimslægu baráttu. Kynnum skikkjur/herðaslár betur fyrir börnunum okkar og skilum skikkjuskömminni þangað sem hún á heima. Saman getum við dregið skikkjur aftur í dagsljósið, breitt þær yfir herðar okkar og bætt samfélagið til muna! Höfundur er blaðamaður og stoltur unnandi skikkja. Ég á samt enga almennilega skikkju enn.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar