Nefnir legókeppni sem mögulegt ráð við vanda drengja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 16:07 Andri Snær Magnason rithöfundur nefnir legókeppni Háskóla Íslands sem eitt af mögulegum ráðum við vanda drengja. Byron Chambers/Vilhelm „Ég held að „svarið“ við veseni á strákunum sé ekki að skrifa fleiri bækur um fótbolta, (ofuráhersla á bolta og óhóflegt gláp feðra mætti jafnvel rannsaka sem hluta af vandamálinu). Allavega, skólafólk mætti skoða þessa keppni fyrir næsta ár, það er mikilvægt að stækka heimsmynd krakkanna með verkefnum að þessu tagi eða útskýra af hverju þeir kjósa að taka ekki þátt.“ Þetta segir Andri Snær Magnason rithöfundur um þann vanda sem steðjar að drengjum í menntakerfinu í færslu sem hann birti á Facebook-reikningi sínum. Hann segir mikilvægt að skapa vettvang þar sem drengir geta skarað fram úr og fundið sig og nefnir sem dæmi legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Að mati Andra mætti leggja meiri áherslu á keppnina sem upphefur „proffann og nördan“ í stað þess að þeir séu lagðir í einelti. Nýlega fór fram víðtæk greining á stöðu drengja í íslenska menntakerfinu en hún sýnir fram á alvarlega stöðu sem brýnt er að bregðast við. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Drengjamenning einkennist af metnaðarleysi Andri tekur fram í færslu sinni á Facebook að samkvæmt rannsóknum virðist drengjamenning í grunnskólum á Íslandi einkennast af metnaðarleysi og meðalmennsku. Hann segir þetta skaða þá fáu drengi sem vilja skara fram úr í námi. Hann segir að rót vandans sé líklega í samhengi við skort á fyrirmyndum og tengingu við vísindasamfélag og atvinnulíf. „Ég spurði einu sinni hóp af ellefu ára strákum hvað þeir vildu verða í framtíðinni. Helmingur sagði atvinnumaður í fótbolta, hinir ætluðu að verða youtuberar. Með hverjum æfið þið? Spurði ég. Þá voru bara þrír sem æfðu fótbolta,“ skrifar Andri sem tekur fram að þegar hann æfði fótbolta á sínum tíma var hann fullmeðvitaður um það að hann yrði aldrei atvinnumaður. Glataðar og óraunhæfar fyrirmyndir Hann tekur fram að atvinnumenn í fótbolta og þeir sem starfa við að birta myndskeið á Youtube séu flestir glataðir eða óraunhæfar fyrirmyndir. Hann harmar það að enginn drengjanna sagðist ætla verða arkitekt, pípari, læknir eða verkfræðingur. Andri veltir þá upp hvernig sé hægt að leysa þennan vanda drengja í menntakerfinu. Hann nefnir sem dæmi að eitt flottasta verkefni sem hann hefur séð á meðan börn hans hafa verið í grunnskólanámi sé legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir undir nafninu, „First Lego League keppnin“. Legókeppnin góður vettvangur fyrir stráka Keppnin gengur út á það að nemendur forrita legóvélmenni og leysa þannig spennandi þrautir á stóra sviðinu í Háskólabíó. Að því loknu kynna nemendur lausnina í hliðarsal. „Allur bekkurinn þarf að vinna saman og skipa sér í hlutverk og þetta varð lykill að góðum bekkjaranda næstu árin,“ skrifar Andri sem segir keppnina góðan vettvang fyrir vísindalega þenkjandi og handlagna nemendur og veltir því upp hvort að keppnin sé jafnvel „strákalegri“ en aðrar keppnir sem nemendum í grunnskóla gefst tækifæri á að taka þátt í. „Hún veit ekki að hún er að læra“ „Grunnskólarnir hafa Skrekk, þar sem listrænu krakkarnir skína, þeir hafa skólahreysti og íþróttafélögin þar sem íþróttakrakkar skína.“ Hann tekur fram að í keppni eins og legókeppninni græðir bekkurinn á því að einhver sé klár, tæknifær og með verkvit og þannig í stað þess að „nördinn“ sé lagður í einelti er hann upphafinn. „Þarna voru margir skólar af landsbyggðinni en aðeins tveir bekkir í Reykjavík sem tóku þátt, (2019) sem kom mér á óvart og þótti tapað tækifæri. Ég man þegar dóttir mín hljóp i skólann á sunnudegi á æfingu að ég hugsaði. Hún veit ekki að hún er að læra.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Þetta segir Andri Snær Magnason rithöfundur um þann vanda sem steðjar að drengjum í menntakerfinu í færslu sem hann birti á Facebook-reikningi sínum. Hann segir mikilvægt að skapa vettvang þar sem drengir geta skarað fram úr og fundið sig og nefnir sem dæmi legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Að mati Andra mætti leggja meiri áherslu á keppnina sem upphefur „proffann og nördan“ í stað þess að þeir séu lagðir í einelti. Nýlega fór fram víðtæk greining á stöðu drengja í íslenska menntakerfinu en hún sýnir fram á alvarlega stöðu sem brýnt er að bregðast við. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Drengjamenning einkennist af metnaðarleysi Andri tekur fram í færslu sinni á Facebook að samkvæmt rannsóknum virðist drengjamenning í grunnskólum á Íslandi einkennast af metnaðarleysi og meðalmennsku. Hann segir þetta skaða þá fáu drengi sem vilja skara fram úr í námi. Hann segir að rót vandans sé líklega í samhengi við skort á fyrirmyndum og tengingu við vísindasamfélag og atvinnulíf. „Ég spurði einu sinni hóp af ellefu ára strákum hvað þeir vildu verða í framtíðinni. Helmingur sagði atvinnumaður í fótbolta, hinir ætluðu að verða youtuberar. Með hverjum æfið þið? Spurði ég. Þá voru bara þrír sem æfðu fótbolta,“ skrifar Andri sem tekur fram að þegar hann æfði fótbolta á sínum tíma var hann fullmeðvitaður um það að hann yrði aldrei atvinnumaður. Glataðar og óraunhæfar fyrirmyndir Hann tekur fram að atvinnumenn í fótbolta og þeir sem starfa við að birta myndskeið á Youtube séu flestir glataðir eða óraunhæfar fyrirmyndir. Hann harmar það að enginn drengjanna sagðist ætla verða arkitekt, pípari, læknir eða verkfræðingur. Andri veltir þá upp hvernig sé hægt að leysa þennan vanda drengja í menntakerfinu. Hann nefnir sem dæmi að eitt flottasta verkefni sem hann hefur séð á meðan börn hans hafa verið í grunnskólanámi sé legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir undir nafninu, „First Lego League keppnin“. Legókeppnin góður vettvangur fyrir stráka Keppnin gengur út á það að nemendur forrita legóvélmenni og leysa þannig spennandi þrautir á stóra sviðinu í Háskólabíó. Að því loknu kynna nemendur lausnina í hliðarsal. „Allur bekkurinn þarf að vinna saman og skipa sér í hlutverk og þetta varð lykill að góðum bekkjaranda næstu árin,“ skrifar Andri sem segir keppnina góðan vettvang fyrir vísindalega þenkjandi og handlagna nemendur og veltir því upp hvort að keppnin sé jafnvel „strákalegri“ en aðrar keppnir sem nemendum í grunnskóla gefst tækifæri á að taka þátt í. „Hún veit ekki að hún er að læra“ „Grunnskólarnir hafa Skrekk, þar sem listrænu krakkarnir skína, þeir hafa skólahreysti og íþróttafélögin þar sem íþróttakrakkar skína.“ Hann tekur fram að í keppni eins og legókeppninni græðir bekkurinn á því að einhver sé klár, tæknifær og með verkvit og þannig í stað þess að „nördinn“ sé lagður í einelti er hann upphafinn. „Þarna voru margir skólar af landsbyggðinni en aðeins tveir bekkir í Reykjavík sem tóku þátt, (2019) sem kom mér á óvart og þótti tapað tækifæri. Ég man þegar dóttir mín hljóp i skólann á sunnudegi á æfingu að ég hugsaði. Hún veit ekki að hún er að læra.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði