Segir enska knattspyrnusambandið vilja dæma Paquetá í lífstíðarbann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2024 17:46 Í leik með West Ham á nýafstaðinni leiktíð. Vísir/Getty Images Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paquetá, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er enn á ný í vandræðum vegna fjölda veðmála tengdum spilamennsku hann. Blaðamaður enska götublaðsins The Sun telur að enska knattspyrnusambandið vilji dæma leikmanninn í lífstíðarbann. Hinn 26 ára gamli Paquetá hefur spilað einkar vel fyrir Hamrana síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Svo vel raunar að Englandsmeistarar Manchester City íhuguðu að kaupa leikmanninn síðasta sumar. Það var þá sem enska knattspyrnusambandið fór að skoða fjölda undarlegra veðmála tengdum Paquetá. Á endanum ákvað Man City ekki að kaupa leikmanninn og hann var áfram í herbúðum West Ham. Fyrr á þessu ári ákvað enska knattspyrnusambandið að ákæra leikmanninn fyrir brot á veðmálareglum deildarinnar. Í ákærunni er því haldið fram að Brasilíumaðurinn hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði.“ Leikirnir sem um ræðir eru: West Ham á móti Leicester City, 12. nóvember 2022 Á móti Aston Villa, 12. mars 2023 Á móti Leeds United, 21. maí 2023 Á móti AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á reglum F2 og F3. Þær snúa að því hversu ósamvinnufús hann hefur verið við rannsókn málsins. Nú greinir Matt Hughes hjá The Sun frá því að enska knattspyrnusambandið sé að íhuga að dæma leikmanninn i lífstíðar bann. Í frétt miðilsins segir að alls hafi 60 einstaklingar veðjað á að Paquetá myndi fá spjald í einum eða öllum af leikjunum sem nefndir voru hér að ofan. Græddu einstaklingarnir 60 um 100 þúsund pund eða tæplega 18 milljónir íslenskra króna. FA want to ban Lucas Paqueta for life as extraordinary details of alleged betting scam revealed. 60 bets placed on West Ham star to be booked, with one worth just £7. Full story @TheSunFootballhttps://t.co/hdyT7GOk5I— Matt Hughes (@MattHughesMedia) June 4, 2024 Leikmaðurinn heldur fram sakleysi sínu og segist hafa aðstoðað enska knattspyrnusambandið eins og hann getur undanfarna níu mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Paquetá hefur spilað einkar vel fyrir Hamrana síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Svo vel raunar að Englandsmeistarar Manchester City íhuguðu að kaupa leikmanninn síðasta sumar. Það var þá sem enska knattspyrnusambandið fór að skoða fjölda undarlegra veðmála tengdum Paquetá. Á endanum ákvað Man City ekki að kaupa leikmanninn og hann var áfram í herbúðum West Ham. Fyrr á þessu ári ákvað enska knattspyrnusambandið að ákæra leikmanninn fyrir brot á veðmálareglum deildarinnar. Í ákærunni er því haldið fram að Brasilíumaðurinn hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði.“ Leikirnir sem um ræðir eru: West Ham á móti Leicester City, 12. nóvember 2022 Á móti Aston Villa, 12. mars 2023 Á móti Leeds United, 21. maí 2023 Á móti AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á reglum F2 og F3. Þær snúa að því hversu ósamvinnufús hann hefur verið við rannsókn málsins. Nú greinir Matt Hughes hjá The Sun frá því að enska knattspyrnusambandið sé að íhuga að dæma leikmanninn i lífstíðar bann. Í frétt miðilsins segir að alls hafi 60 einstaklingar veðjað á að Paquetá myndi fá spjald í einum eða öllum af leikjunum sem nefndir voru hér að ofan. Græddu einstaklingarnir 60 um 100 þúsund pund eða tæplega 18 milljónir íslenskra króna. FA want to ban Lucas Paqueta for life as extraordinary details of alleged betting scam revealed. 60 bets placed on West Ham star to be booked, with one worth just £7. Full story @TheSunFootballhttps://t.co/hdyT7GOk5I— Matt Hughes (@MattHughesMedia) June 4, 2024 Leikmaðurinn heldur fram sakleysi sínu og segist hafa aðstoðað enska knattspyrnusambandið eins og hann getur undanfarna níu mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira