Ekkert svar..... Ingunn Ósk Sturludóttir skrifar 4. júní 2024 11:31 Ég stóð á sextugu þegar ég flutti suður haustið 2020 eftir 25 ára búsetu vestur á fjörðum og hef síðan þá svarað vel á annað hundrað atvinnuauglýsingum og sótt um. Ég held að ég hafi fengið í mesta lagi 10 svör kannski 11 og tvö viðtöl. Ég settist því niður fyrir nokkru og leit yfir starfsferil minn og hann sýnir að ekki hræðist ég vinnu því ferillinn sá er ansi fjölbreyttur. Níu ára gömul byrjaði ég að vinna, ekki af nauðsyn heldur áhuga! Starfsferillinn byrjaði eins og hjá mörgum á að bera út blöð. Ég var nú ekki svo heppin að komast að hjá Mogganum sem borinn var út í nær hvert hús þá, heldur bar ég út Tímann. Það voru ca 70 blöð en svæðið var allur Fossvogurinn að Ásgarði og Réttarholtsvegi meðtöldum. Þetta var heljarinnar göngutúr fyrir 9 ára stelpuskottu. Tíu ára fór ég síðan að passa börn á sumrin þar til ég gerðist bensínstelpa á BSR 12 ára gömul. Á unglings- og menntaskólaárunum vann ég við garðyrkjustörf hjá Brandi Gíslasyni garðyrkjumanni, útgáfu veðbókavottorða hjá Borgarfógeta, afgreiðslustörf hjá bókabúð Máls og menningar, lagerstörf og útkeyrslu hjá bókaútgáfunni Fjölva og í fiski svo eitthvað sé nefnt. Eftir stúdentspróf ók ég leigubíl um tima en fór síðan að vinna við almenn bankastörf hjá Sparisjóði Vélstjóra og varð fljótt gjaldkeri. Ég fór síðan í söngnám og meðfram því vann ég skrifstofustörf hjá Fjölva og Agli Guttormssyni hf. Ég daðraði einnig við þýðingar nokkurra bóka. Ég vann við skrifstofustörf, prófarkalestur og var aðstoðarsýningarstjóri hjá Íslensku Óperunni ásamt að syngja þar í kórnum auk þess að syngja við ýmsar kirkjulegar athafnir. Síðan ákvað ég að fara framhaldsnám erlendis en vann a sumrin hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Þegar heim var komið hóf ég söngkennslu og hélt tónleika hér og þar. Fljótlega eftir heimkomu kynntist ég eiginmanni mínum Birni Baldurssyni bónda í Vigur og flutti þangað í kjölfarið, gerðist bóndi þar með skepnur, æðarfugl og ferðamenn, bakaði á við stórt verksmiðjubakarí ásamt svilkonu minni ofan í þúsundir ferðamanna í tíu sumur en kenndi einnig söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á þeim tíma eignuðumst við börnin okkar tvö. Árið 2004 flutti fjölskyldan síðan á Ísafjörð og hélt ég áfram að kenna söng en varð síðan skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í 7 ár eða þar til ég flutti suður. Ég stjórnaði líka Sunnukórnum í 7 ár, hélt fjölda tónleika hér á landi og einnig erlendis, söng hlutverk í Messíasi og Mozart Requiem með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Hátíðarkórnum einnig Gloriu Poulanc með Sinfóníuhljómsveit Íslands, abbadísina i Söngvaseið og söng og söng við allskyns tilefni, og var fengin suður til að syngja H-moll messu Bach og Mozart Requiem og bara alls konar. Þá fór ég í 3ja ára viðbótarnám í Lichtenberger söngfræðum. Sumir gerðu nú grín að því, að það væri kannski ekki mjög arðbært nám, en allt nám er arðbært að mínu viti í hverju sem það kann að vera fólgið. Þegar suður var komið fór ég i alveg frábært nám hjá Endurmenntun HÍ í Sálgæslu. Það nám er verðmætt og ætti að gera mig fýsilegan kost í mörg störf. Ég fékk hlutastarf við söngkennslu hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og starfa þar enn mér til mikillar ánægju. Ég hef líka gripið í að kenna íslensku fyrir útlendinga hjá Tin can factory og Mími sem mér finnst gaman. Þess má kannski geta líka að ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) í kvartöld meðfram vinnu. Ég hef sinnt sérverkefnum tímabundið hjá FT en þeim lauk fyrir stuttu og stefndi þá í atvinnuleysi hjá starfsglöðu mér! Hvað gerir kona þá? Jú fer að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla. Þar hef ég unnið síðan 2.maí. Ég er í aðlögun. Þetta er krefjandi en afar gefandi starf, börn eru svo skemmtileg en Guð minn góður hvað þau geta líka tekið á. Við skulum sjá til hvernig konan aðlagast. Því miður ekki hægt að hrópa húrra yfir laununum jafn mikilvægt og þetta starf er. En ástæða þessa persónulega greinarkorns sem inniheldur kannski of ítarlega starfsferilskrá, er spurning sem brennur á mörgum atvinnuleitendum sem komnir eru yfir fimmtugt. Í mínu tilfelli er spurningin: Af hverju fær manneskja sem er komin yfir sextugt ekki starf já, eða allavega svei þér eftir vel á annað hundrað atvinnuumsóknir síðastliðin 4 ár? Manneskja sem vílar ekki fyrir sér að taka ýmislegt að sér. Manneskja með fulla starfsorku og sem finnst gaman að vinna? Þetta er mikið mein í okkar samfélagi. Mannauði bara skutlað á haugana og fólki með fulla starfsorku og vinnuvilja jafnvel neytt á hinn samfélagslega spena. Ég hefði kannski átt að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands, ég hefði þá allavega fengið svar 1. júní síðastliðinn. Höfundur er atvinnuleitandi með fjöldamörgu öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég stóð á sextugu þegar ég flutti suður haustið 2020 eftir 25 ára búsetu vestur á fjörðum og hef síðan þá svarað vel á annað hundrað atvinnuauglýsingum og sótt um. Ég held að ég hafi fengið í mesta lagi 10 svör kannski 11 og tvö viðtöl. Ég settist því niður fyrir nokkru og leit yfir starfsferil minn og hann sýnir að ekki hræðist ég vinnu því ferillinn sá er ansi fjölbreyttur. Níu ára gömul byrjaði ég að vinna, ekki af nauðsyn heldur áhuga! Starfsferillinn byrjaði eins og hjá mörgum á að bera út blöð. Ég var nú ekki svo heppin að komast að hjá Mogganum sem borinn var út í nær hvert hús þá, heldur bar ég út Tímann. Það voru ca 70 blöð en svæðið var allur Fossvogurinn að Ásgarði og Réttarholtsvegi meðtöldum. Þetta var heljarinnar göngutúr fyrir 9 ára stelpuskottu. Tíu ára fór ég síðan að passa börn á sumrin þar til ég gerðist bensínstelpa á BSR 12 ára gömul. Á unglings- og menntaskólaárunum vann ég við garðyrkjustörf hjá Brandi Gíslasyni garðyrkjumanni, útgáfu veðbókavottorða hjá Borgarfógeta, afgreiðslustörf hjá bókabúð Máls og menningar, lagerstörf og útkeyrslu hjá bókaútgáfunni Fjölva og í fiski svo eitthvað sé nefnt. Eftir stúdentspróf ók ég leigubíl um tima en fór síðan að vinna við almenn bankastörf hjá Sparisjóði Vélstjóra og varð fljótt gjaldkeri. Ég fór síðan í söngnám og meðfram því vann ég skrifstofustörf hjá Fjölva og Agli Guttormssyni hf. Ég daðraði einnig við þýðingar nokkurra bóka. Ég vann við skrifstofustörf, prófarkalestur og var aðstoðarsýningarstjóri hjá Íslensku Óperunni ásamt að syngja þar í kórnum auk þess að syngja við ýmsar kirkjulegar athafnir. Síðan ákvað ég að fara framhaldsnám erlendis en vann a sumrin hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Þegar heim var komið hóf ég söngkennslu og hélt tónleika hér og þar. Fljótlega eftir heimkomu kynntist ég eiginmanni mínum Birni Baldurssyni bónda í Vigur og flutti þangað í kjölfarið, gerðist bóndi þar með skepnur, æðarfugl og ferðamenn, bakaði á við stórt verksmiðjubakarí ásamt svilkonu minni ofan í þúsundir ferðamanna í tíu sumur en kenndi einnig söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á þeim tíma eignuðumst við börnin okkar tvö. Árið 2004 flutti fjölskyldan síðan á Ísafjörð og hélt ég áfram að kenna söng en varð síðan skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í 7 ár eða þar til ég flutti suður. Ég stjórnaði líka Sunnukórnum í 7 ár, hélt fjölda tónleika hér á landi og einnig erlendis, söng hlutverk í Messíasi og Mozart Requiem með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Hátíðarkórnum einnig Gloriu Poulanc með Sinfóníuhljómsveit Íslands, abbadísina i Söngvaseið og söng og söng við allskyns tilefni, og var fengin suður til að syngja H-moll messu Bach og Mozart Requiem og bara alls konar. Þá fór ég í 3ja ára viðbótarnám í Lichtenberger söngfræðum. Sumir gerðu nú grín að því, að það væri kannski ekki mjög arðbært nám, en allt nám er arðbært að mínu viti í hverju sem það kann að vera fólgið. Þegar suður var komið fór ég i alveg frábært nám hjá Endurmenntun HÍ í Sálgæslu. Það nám er verðmætt og ætti að gera mig fýsilegan kost í mörg störf. Ég fékk hlutastarf við söngkennslu hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og starfa þar enn mér til mikillar ánægju. Ég hef líka gripið í að kenna íslensku fyrir útlendinga hjá Tin can factory og Mími sem mér finnst gaman. Þess má kannski geta líka að ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) í kvartöld meðfram vinnu. Ég hef sinnt sérverkefnum tímabundið hjá FT en þeim lauk fyrir stuttu og stefndi þá í atvinnuleysi hjá starfsglöðu mér! Hvað gerir kona þá? Jú fer að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla. Þar hef ég unnið síðan 2.maí. Ég er í aðlögun. Þetta er krefjandi en afar gefandi starf, börn eru svo skemmtileg en Guð minn góður hvað þau geta líka tekið á. Við skulum sjá til hvernig konan aðlagast. Því miður ekki hægt að hrópa húrra yfir laununum jafn mikilvægt og þetta starf er. En ástæða þessa persónulega greinarkorns sem inniheldur kannski of ítarlega starfsferilskrá, er spurning sem brennur á mörgum atvinnuleitendum sem komnir eru yfir fimmtugt. Í mínu tilfelli er spurningin: Af hverju fær manneskja sem er komin yfir sextugt ekki starf já, eða allavega svei þér eftir vel á annað hundrað atvinnuumsóknir síðastliðin 4 ár? Manneskja sem vílar ekki fyrir sér að taka ýmislegt að sér. Manneskja með fulla starfsorku og sem finnst gaman að vinna? Þetta er mikið mein í okkar samfélagi. Mannauði bara skutlað á haugana og fólki með fulla starfsorku og vinnuvilja jafnvel neytt á hinn samfélagslega spena. Ég hefði kannski átt að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands, ég hefði þá allavega fengið svar 1. júní síðastliðinn. Höfundur er atvinnuleitandi með fjöldamörgu öðru.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar