Gegnumlýsing - þankabrot frambjóðanda að loknu forsetakjöri Arnar Þór Jónsson skrifar 2. júní 2024 19:30 Um leið og ég þakka öllum þeim sem sýndu mér stuðning í orði og verki, vil ég óska Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör hennar í embætti forseta Íslands. Í dag hef ég hvílst og fengið fjölmörg símtöl og hvatningarorð sem ég tek með mér inn í framtíðina, hver svo sem sú framtíð verður. Ég treysti því að verða leiddur til þess staðar sem mér er ætlaður. Líkja má reynslu síðustu mánaða við einhvers konar gegnumlýsingu, þar sem maður sér samfélag sitt og samferðamennina í nýju ljósi, hvað er heilt og hvað ekki. Í sama ljósi sér maður hvað er heilt í innra lífi manns sjálfs og hvað þarf að styrkja. Þegar stjórnkerfið og framgangur kosninganna er skoðað í þessu skæra ljósi birtast mögulegar hliðstæður úr eftirfarandi sögu: Til að afstýra uppreisn meðal þrælanna ákveður þrælahaldarinn að boða til kosninga, þar sem þrælarnir fá að kjósa milli frambjóðenda sem hann hefur sjálfur valið. Frambjóðandi A lofar styttri vinnudegi, frambjóðandi B lofar skárri hádegismat. Með þessu er uppreisninni afstýrt og þrælarnir halda áfram að vinna, því þeir ímynda sér að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum. Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður. Hann stendur upp og varar aðra við því að kjósa A eða B, því þeir geri ekki annað en að sjá til þess að fólkið sé áfram í ánauð, því hvorugur frambjóðandinn hafi neitt fram að færa sem muni leysa þau úr fjötrum. En máttur blekkingarinnar er svo sterkur að þrælarnir, sem ímynda sér að þau hafi raunverulegt val, stimpla Samúel sem hættulegan mann og hann er húðstrýktur til bana fyrir að vilja skaða lýðræðið. Þegar horft er á hið pólitíska landslag hérlendis, þ.m.t. stjórnmálaflokka, fjölmiðla og álitsgjafa, er niðurstaðan þá sú að við búum við heilbrigt lýðræði? Breytir miklu í reynd hvort við kjósum flokka / frambjóðendur til hægri eða vinstri? Eða vex sérfræðingaveldið / báknið / tækniræðið stöðugt, án tillits til niðurstaðna kosninga? Hver er útgönguleiðin? Ný hugmyndafræði? Stofnun nýs stjórnmálaflokks? E.S. Dæmisagan hér að ofan er sett fram hér í 12 mínútna stuttmynd, sem vel er þess virði að sjá: The Jones Plantation (youtube.com) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Arnar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka öllum þeim sem sýndu mér stuðning í orði og verki, vil ég óska Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör hennar í embætti forseta Íslands. Í dag hef ég hvílst og fengið fjölmörg símtöl og hvatningarorð sem ég tek með mér inn í framtíðina, hver svo sem sú framtíð verður. Ég treysti því að verða leiddur til þess staðar sem mér er ætlaður. Líkja má reynslu síðustu mánaða við einhvers konar gegnumlýsingu, þar sem maður sér samfélag sitt og samferðamennina í nýju ljósi, hvað er heilt og hvað ekki. Í sama ljósi sér maður hvað er heilt í innra lífi manns sjálfs og hvað þarf að styrkja. Þegar stjórnkerfið og framgangur kosninganna er skoðað í þessu skæra ljósi birtast mögulegar hliðstæður úr eftirfarandi sögu: Til að afstýra uppreisn meðal þrælanna ákveður þrælahaldarinn að boða til kosninga, þar sem þrælarnir fá að kjósa milli frambjóðenda sem hann hefur sjálfur valið. Frambjóðandi A lofar styttri vinnudegi, frambjóðandi B lofar skárri hádegismat. Með þessu er uppreisninni afstýrt og þrælarnir halda áfram að vinna, því þeir ímynda sér að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum. Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður. Hann stendur upp og varar aðra við því að kjósa A eða B, því þeir geri ekki annað en að sjá til þess að fólkið sé áfram í ánauð, því hvorugur frambjóðandinn hafi neitt fram að færa sem muni leysa þau úr fjötrum. En máttur blekkingarinnar er svo sterkur að þrælarnir, sem ímynda sér að þau hafi raunverulegt val, stimpla Samúel sem hættulegan mann og hann er húðstrýktur til bana fyrir að vilja skaða lýðræðið. Þegar horft er á hið pólitíska landslag hérlendis, þ.m.t. stjórnmálaflokka, fjölmiðla og álitsgjafa, er niðurstaðan þá sú að við búum við heilbrigt lýðræði? Breytir miklu í reynd hvort við kjósum flokka / frambjóðendur til hægri eða vinstri? Eða vex sérfræðingaveldið / báknið / tækniræðið stöðugt, án tillits til niðurstaðna kosninga? Hver er útgönguleiðin? Ný hugmyndafræði? Stofnun nýs stjórnmálaflokks? E.S. Dæmisagan hér að ofan er sett fram hér í 12 mínútna stuttmynd, sem vel er þess virði að sjá: The Jones Plantation (youtube.com)
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar