Breiðar axlir og stór hjörtu Ingunn Rós Kristjánsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifa 29. maí 2024 09:30 „Við Strandakonur erum með breiðar axlir og stór hjörtu“. Þetta sagði Halla Tómasdóttir við okkur vinkonurnar þegar við tókum hana tali eftir pallborðsumræður Ungra athafnakvenna, þar sem Halla, ásamt öðrum kvenframbjóðendum svaraði spurningum áhorfenda. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum, mætti Halla Tómasdóttir á viðburðinn með skýr svör og hleypti okkur í salnum nær sér. Hún leyfði okkur að kynnast sér á dýpri hátt og bar fram skýra sýn fyrir embætti forseta Íslands og framtíð landsins, án þess að vera bara með endurtekna frasa eða gagnrýna aðra frambjóðendur. Þegar við ræddum við hana eftir viðburðinn komumst við að því að við eigum allar ættir að rekja vestur á Strandir. Einnig deildum við því með Höllu að þegar við vorum 17 og 18 ára menntaskólastelpur höfðum við haft samband við kosningarteymið hennar og spurt hvort við gætum ekki orðið að liði og uppúr því gengið með bæklinga í hús fyrir hennar hönd fyrir vestan. Þá var önnur okkar ekki einu sinni með kosningarétt og við höfðum hvorug hitt hana. En hrifist af framboði hennar. Þegar þessi kosningabarátta hófst vissi hvorug okkar hvert okkar atkvæði færu í þetta skiptið, þótt við hefðum verið hrifnar af Höllu fyrir átta árum síðan. Þessi viðburður endurvakti áhuga okkar á að kynnast Höllu betur. Við fórum að kynna okkur það sem hún hafði gert frá síðustu kosningum og hennar stefnumál. Við ákváðum síðan að við vildum hitta hana aftur og mættum á kosningateiti unga fólksins sem hún stóð fyrir. Þar hittum við hana aftur og hún mundi eftir okkur “Strandakonunum” eins og hún orðaði það og mundi einnig eftir öllu okkar samtali. Það sýndi okkur báðum að þarna er manneskja sem gefur sig virkilega að fólki og er einlæg í sinni viðleitni að kynnast fólkinu sem hún talar við. Hún er sem sagt ekki ótrúlega góð í að þykjast vera áhugasöm, hún er það í raun og veru. Samtöl okkar við Höllu og sýn hennar á embættið staðfestu endanlega fyrir okkur báðum hvert atkvæðin okkar færu. Þarna er kona sem kemur reynslunni ríkari inn í þessa kosningabaráttu, hafandi ítrekað leitt saman andstæð sjónarmið bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi, umkringd sterkum egóum og stríðandi hagsmunum, en alltaf staðið keik og ákveðin frammi fyrir þeim verkefnum. Halla Tómasdóttir er með breiðar axlir og stórt hjarta. Hún lætur sig varða velfarnað samfélagsins og einstaklinganna innan þess og tekur málin óhrædd í eigin hendur. Við teljum að Halla Tómasdóttir sé langbesti kosturinn til að gegna embætti forseta Íslands og munum greiða henni okkar atkvæði þann 1. júní og við hvetjum þig til að gera það líka! Höfundar eru ungar konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Við Strandakonur erum með breiðar axlir og stór hjörtu“. Þetta sagði Halla Tómasdóttir við okkur vinkonurnar þegar við tókum hana tali eftir pallborðsumræður Ungra athafnakvenna, þar sem Halla, ásamt öðrum kvenframbjóðendum svaraði spurningum áhorfenda. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum, mætti Halla Tómasdóttir á viðburðinn með skýr svör og hleypti okkur í salnum nær sér. Hún leyfði okkur að kynnast sér á dýpri hátt og bar fram skýra sýn fyrir embætti forseta Íslands og framtíð landsins, án þess að vera bara með endurtekna frasa eða gagnrýna aðra frambjóðendur. Þegar við ræddum við hana eftir viðburðinn komumst við að því að við eigum allar ættir að rekja vestur á Strandir. Einnig deildum við því með Höllu að þegar við vorum 17 og 18 ára menntaskólastelpur höfðum við haft samband við kosningarteymið hennar og spurt hvort við gætum ekki orðið að liði og uppúr því gengið með bæklinga í hús fyrir hennar hönd fyrir vestan. Þá var önnur okkar ekki einu sinni með kosningarétt og við höfðum hvorug hitt hana. En hrifist af framboði hennar. Þegar þessi kosningabarátta hófst vissi hvorug okkar hvert okkar atkvæði færu í þetta skiptið, þótt við hefðum verið hrifnar af Höllu fyrir átta árum síðan. Þessi viðburður endurvakti áhuga okkar á að kynnast Höllu betur. Við fórum að kynna okkur það sem hún hafði gert frá síðustu kosningum og hennar stefnumál. Við ákváðum síðan að við vildum hitta hana aftur og mættum á kosningateiti unga fólksins sem hún stóð fyrir. Þar hittum við hana aftur og hún mundi eftir okkur “Strandakonunum” eins og hún orðaði það og mundi einnig eftir öllu okkar samtali. Það sýndi okkur báðum að þarna er manneskja sem gefur sig virkilega að fólki og er einlæg í sinni viðleitni að kynnast fólkinu sem hún talar við. Hún er sem sagt ekki ótrúlega góð í að þykjast vera áhugasöm, hún er það í raun og veru. Samtöl okkar við Höllu og sýn hennar á embættið staðfestu endanlega fyrir okkur báðum hvert atkvæðin okkar færu. Þarna er kona sem kemur reynslunni ríkari inn í þessa kosningabaráttu, hafandi ítrekað leitt saman andstæð sjónarmið bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi, umkringd sterkum egóum og stríðandi hagsmunum, en alltaf staðið keik og ákveðin frammi fyrir þeim verkefnum. Halla Tómasdóttir er með breiðar axlir og stórt hjarta. Hún lætur sig varða velfarnað samfélagsins og einstaklinganna innan þess og tekur málin óhrædd í eigin hendur. Við teljum að Halla Tómasdóttir sé langbesti kosturinn til að gegna embætti forseta Íslands og munum greiða henni okkar atkvæði þann 1. júní og við hvetjum þig til að gera það líka! Höfundar eru ungar konur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar