Erum við að sjúkdómavæða hegðun og höfum við verið að innleiða aumingjagang inn í samfélagið okkar? Davíð Bergmann skrifar 29. maí 2024 07:31 Pabbi heitinn spurði mig einu sinni sem oftar að þessu þegar við vorum skeggræða þjóðfélagsmál. Kannski voru þetta réttmætar áhyggjur hjá pabba gamla á sínum tíma sem dó snemma á árinu, þá átti hann einn mánuð í það að verða 91 árs blessuð sé minning hans. Hann var heldur ekki mikill þátttakandi í samfélaginu síðustu árin sem hann lifði. Hans síðustu 16 ár eða frá því að hann greindist með krabba í ökla var hann meira og minna gróðursettur á sínum 40 fermetrum heima fyrir, þó svo að hann byggi í 100 fermetra húsi. Hann komst ekki lengur um allt húsið sitt fyrir fötlun sinni þar sem húsið var á tveimur hæðum orðinn fætinum styttri eftir að krabbinn tók af honum hægri fótinn við hné og hjartað orðið ansi lélegt. Þjónustu aðili hans var mamma, þó svo að hún væri komin á 83 aldurs ár sjálf og vóg 47 kg að þyngd og var sjálf að glíma við veikindi. Það var enga þjónustu að fá, það ekki fyrr en undir það allra síðasta að pabbi gamli fékk heimahjúkrun. Þá var komið heim til þeirra gömlu og honum var hjálpað á fætur og að klæða sig á morgnana fylgst með blóðþrýstingi hans og að hann fengi rétt lyf en það voru bara í nokkra mánuði sem sú þjónusta stóð yfir. En að öðru leiti var það mamma gamla sem var í þessu umunnunar hlutverki öll þessi ár, hún var sami fanginn og hann að vera í þessu hlutverki. Finnst rétt að það komi fram að pabbi gamli var búinn að vera á biðlista við að komast á hjúkrunarheimili í nokkur ár sem hann fékk svo loksins inni á, tveimur vikum áður en hann dó. Reyndar var það ekki í hans heimabæ sem var Kópavogur heldur var það á Akranesi. Þar sem hann lág í rúmi og gat sig ekki hreyft 13 daga af þessum 14 dögum og nánast allan tíman meðvitundarlaus. Þá var líkamlega ástand hans orðið þannig að hann var með þrjár hjartalokur virkar af fjórum,hann var höfuðkúpu og rifbeinsbrotinn eftir að hafa dottið heima. Hann var með æxli djúpt í lunga og hann var fætinum styttri og með ónothæfa fingur vegna gigtar og sá hann orðið lítið, hann vóg innan við 50 kg. Þegar hann dó. Það er nú efni í aðra grein hvernig við komum fram við gamla fólkið okkar sem byggði upp samfélagið sem við lifum í í dag og það var gert með tveimur jafn sterkum höndum. Síðan eru þingmenn að eyða orkunni í það að rífast um hvort áfengi eigi að fara í verslanir eða ekki, eigum við ekki að fara byrja á réttum enda. Stundum held ég þessir þingmenn okkar séu ekki jarðtengdir og séu í engum tengslum við veruleikann. Svona forgangsröðum við málunum í okkar samfélagi, gamla fólkið má bíða sem hefur skilað dagsverkinu sínu og gott betur en það, en áfengið skal í búðir til að fólkið í fílabeinsturnum þurfi nú ekki að leggja of mikið á sig við að sækja rauðvínsflöskuna! Ég veit ekki hvort ég eigi að gráta eða hlægja við að vera vitni að þessari steypu. Þegar pabbi gamli var til sjós sem ungur maður þá fór lítið fyrir lúxus á þeim skipum sem hann var á. Þar var ekkert gufubað eða ljósabekkir hvað þá klósett og sturta í hverri káetu. Menn sátu ekki að hnýta flugur eða voru að hanga á Internetinu á frívöktunum sínum. Nei það var frekar þannig á síðutogurunum í þá daga að menn biðu spenntir eftir því hver var hugrakkastur að fara fyrst á koparsetuna. Þegar hann var að segja mér frá þessu kom glampi í augun hans og hann hló sig máttlausan að rifja þessa tíma upp. Þá var aðbúnaðurinn með þeim hætti um borð í skipunum að það var aðeins eitt klósett og menn biðu spenntir eftir því hver væri hugrakkastur að fara á það fyrst til að hita setuna upp fyrir hina í áhöfninni á ísköldum morgnum þá annað hvort út á Breiðafirði eða við Grænlands strendur. Eða þegar hann var að lýsa fyrir mér þegar menn þurftu að berja líf í sængina á frostköldum dögum og kvöldum til að fá hita í hana og menn þurftu að sofa í fötunum til að halda á sér hita, þá kannski búnir að vera út á dekki að brjóta ís utan af dallinum í marga klukku tíma svo að hann myndi nú ekki sökkva. Hvernig í veröldinni átti hann að skilja heiminn sem við lifum í dag, eins og það að þekkja öll þessi kyn. Hann var nú á því að þau væru nú bara tvö svo dæmi sé tekið. Þannig að það er ekki furða á því að hann spurði mig oft þegar hann var ekki að skilja heiminn sem við lifum í dag „Hvernig stendur á því“ Hann fékk líka meira og minna allar upplýsingar í gegnum sjónvarp og útvarp því hann gat ekki lengur lesið því sjónin var farin líka, og svo auðvitað með samræðum við okkur systkinin og gestkomandi. Pabbi kvartaði aldrei og honum finnst alltaf að það væru aðrir þarna úti sem gengu fyrir, áður en það kæmi að honum að fá þjónustu. Einhvern tímann vorum við feðgar að ræða um stöðu mála í samfélaginu, þá kom vinna mín til tals. Auðvitað var hann oft að furða sig á hlutunum sá gamli, til dæmis velti hann mikið fyrir sér hvernig stæði á öllum þessum innflutningi á fíkniefnum hingað til lands. Hann gat ekki skilið það að við sem byggjum á eyju norður í ballarhafi gætum ekki stöðvað þann innflutning. Af hverju Tolla og lögregluyfirvöld gætu ekki stöðva þetta, var honum fyrirmunað að skilja. Eins spurði hann mig oftar en einu sinni af hverju þessi endalausu viðtöl í blöðunum, útvarpi og sjónvarpi hvað allir hefðu það bágt eða eins og orðaði það „af hverju þetta endalausa fórnarlambs jarm“. Kannski ekki skrýtið að hann hafi hugsað svona miðað við þegar hann var að segja mér frá því þegar hann var á síðutogurunum í gamla daga í kringum 1950 þá 17 ára og þegar hann fór sjálfur út á fjörð í Tálknafirði á árabát 10 ára að veiða í soðið fyrir heimilið. Ég man líka þegar hann var að spyrja mig af hverju öll þessi lyf fyrir unga hrausta menn, af hverju fara þeir ekki bara út að vinna með tveimur jafn sterkum. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, og sér í lagi eftir að ég las frábæra grein eftir Óttar Guðmundsson geðlækni sem bar heitið “Töfrar amfetamíns” mér er það minnisstætt að sú grein fór mjög fyrir brjóstið á sumum og meira segja vildu sumir að læknaleyfi hans yrði afturkallað fyrir að vera opinber með þessa skoðun. Við Íslendingar erum á skrýtnum stað í þessu geðlyfja áti okkar þar eigum við auðvitað heimsmet líka miðað við höfðatölu. Mig minnir líka að ég hafi lesið einhver staðar aðra grein eða heyrt í Óttari tala í gamansömum tón í útvarpi um að útlagana sem komu hingað til lands frá Noregi á landnáms tímum. Hvað margir af þeim voru krumpaðir einstaklingar og þegar hann var að greina þá út frá geðlæknafræðinni man ég að ég veltist um að hlátri að hlusta á hann. Eins og þegar hann var að tala um höfðingjana á Sturlungaöldinni. Mig rámar að hann hafi greint Sighvat Sturluson sem siðblindan fant og hann hefði örugglega verið lokaður inni ef hann hefði verið uppi í dag. Eins kom hann inn á Egill Skallagrímsson og mig minnir að hann hafi líka talað um Laxdælu. Allir þessir höfðingjar voru meira og minna hegðunar og tengsla raskaðir. En ég man ekki allar greiningarnar sem hann kom með, hins vegar man ég að þetta var drepfyndið. Í mínum eyrum hljómaði þetta allt svo ótrúlega satt og sannfærandi sem hann sagði sagði. Þeir voru svikóttir og með eindæmum miklir narkar og andfélagslegir, ofbeldishneigðir. Ég er sannfærður ef þessir einstaklingar hefðu verið uppi í dag væru þeir nær allir að bryðja einhvern lyfja kotel eins og töfralyfið Rítalín eða eitthvað annað sem er svipað til þess bara til að virka hérna úti í samfélaginu og margir af þeim gætu ekki lesið sér til gagns. Svo ekki sé talað um Egill Skallagrímsson hann hefði reyndar getað lesið sér til gagn en sem barn og unglingur hefði hann eflaust verið með heilt teymi í kringum sig af sérfræðingum. Eins og geðlæknum félagsráðgjöfum og hann hefði örugglega verið vistaður á heimili þar sem hann hefði þurft að vera að lágmarki þrír fílhraustir jötnar allan sólarhringinn að líta eftir honum. Ég er líka sannfærður að hann hefði verið á lyfjunum alla daga til að halda honum niðri. Eitt veit ég fyrir víst að hann hefði verið að taka “one way ticket á Litla Hraun” En þetta er út úr dúr og það er gaman að velta þessu fyrir sér í dag. En er raunveruleikinn eitthvað í líkingu við þetta eins og Óttar var að lýsa sem við lifum í dag, já hann hefur verið það. Á þeim þrjátíu árum sem ég unnið með olnboga börnum samfélagsins hefur maður hitt alls konar einstaklinga og oft hefur maður hugsað “jú jú, hann er að taka one way ticket á Litla Hraun” Þeir voru kannski ekki dauða drukknir 4 ára eins og Egill Skallagrímsson eða hjuggu mann niður í herðar sjö ára. En þessi sem ég er með í huga núna, vissi maður að myndi fara á Hraunið strax í 8 bekk. Það hefur gerst oftar en einu sinni þannig spádómur hefur ræst að einhver endi á bak við lás og slá. Ég man eftir mörgum slíkum dæmum á þessum 30 árum sem ég hef starfað við þetta eða að viðkomandi fari á fasta áskrift hjá tryggingastofnun. En hvað var það sem fékk mig til að álykta svona og ekki bara ég heldur fleiri sem ég hef unnið með gegnum áratugina. Eitt dæmi er mjög ljóslifandi fyrir mér í dag þá var viðkomandi aðeins sjö ára þá voru fyrstu lögreglu afskipti af honum þegar hann sagaði niður tré nágrannans. Svo þegar hann var 14 ára var hann kominn með 27 mál á málaskrá lögreglu. Málaskrá er vel að merkja ekki sakaskrá heldur atvikaskrá lögreglu og þú getur verið þar sem vitni eða grunaður. En þessi einstaklingur var aldrei vitni heldur eingöngu grunaður í öllum þeim afskiptum sem lögreglan hafði af honum. Þegar hann var orðin 16 ára þá var sjálfræðisaldurinn 16 ár og var hann kominn með 105 mál á hana og komin á sakaskrá með skilorðsbundinn dóm. Þetta er ekki eins dæmi því þeir voru gott betur en einn eða tveir sem fetuðu þennan sama veg. Í dag hefur hann haft fasta áskrift á í refsivörslu kerfinu og öll hans fullorðins ár hefur hann meira og minna verið á bak við lás og slá. En trúið mér hann er með allar greiningar sem hægt er að hafa en ég man þegar ég hitti hann fyrst í 1994 var hann eingöngu greindur með misþroska. Að lokum þá fer fátt meira í taugarnar á mér en diplómat prik sem situr við skrifborð í fílabeinsturni sem hefur nagað blýanta allt sitt líf og sára litlum tengslum við veruleikann. Þetta sama fólk hefur kannski aldrei fengið blöðru á fingurinn við að vinna líkamlega vinnu? En þessi fagprik eru næst fjárveitingarvaldinu og stjórnarmálflokknum. Það hlítur að vera skýringin fyrir á því af hverju við eigum heimsmetið miðað við höfðatölu við að bryðja geðlyf hjá ungmennum. Þannig að ég segi eins og pabbi sagði “hvernig stendur á því“. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Pabbi heitinn spurði mig einu sinni sem oftar að þessu þegar við vorum skeggræða þjóðfélagsmál. Kannski voru þetta réttmætar áhyggjur hjá pabba gamla á sínum tíma sem dó snemma á árinu, þá átti hann einn mánuð í það að verða 91 árs blessuð sé minning hans. Hann var heldur ekki mikill þátttakandi í samfélaginu síðustu árin sem hann lifði. Hans síðustu 16 ár eða frá því að hann greindist með krabba í ökla var hann meira og minna gróðursettur á sínum 40 fermetrum heima fyrir, þó svo að hann byggi í 100 fermetra húsi. Hann komst ekki lengur um allt húsið sitt fyrir fötlun sinni þar sem húsið var á tveimur hæðum orðinn fætinum styttri eftir að krabbinn tók af honum hægri fótinn við hné og hjartað orðið ansi lélegt. Þjónustu aðili hans var mamma, þó svo að hún væri komin á 83 aldurs ár sjálf og vóg 47 kg að þyngd og var sjálf að glíma við veikindi. Það var enga þjónustu að fá, það ekki fyrr en undir það allra síðasta að pabbi gamli fékk heimahjúkrun. Þá var komið heim til þeirra gömlu og honum var hjálpað á fætur og að klæða sig á morgnana fylgst með blóðþrýstingi hans og að hann fengi rétt lyf en það voru bara í nokkra mánuði sem sú þjónusta stóð yfir. En að öðru leiti var það mamma gamla sem var í þessu umunnunar hlutverki öll þessi ár, hún var sami fanginn og hann að vera í þessu hlutverki. Finnst rétt að það komi fram að pabbi gamli var búinn að vera á biðlista við að komast á hjúkrunarheimili í nokkur ár sem hann fékk svo loksins inni á, tveimur vikum áður en hann dó. Reyndar var það ekki í hans heimabæ sem var Kópavogur heldur var það á Akranesi. Þar sem hann lág í rúmi og gat sig ekki hreyft 13 daga af þessum 14 dögum og nánast allan tíman meðvitundarlaus. Þá var líkamlega ástand hans orðið þannig að hann var með þrjár hjartalokur virkar af fjórum,hann var höfuðkúpu og rifbeinsbrotinn eftir að hafa dottið heima. Hann var með æxli djúpt í lunga og hann var fætinum styttri og með ónothæfa fingur vegna gigtar og sá hann orðið lítið, hann vóg innan við 50 kg. Þegar hann dó. Það er nú efni í aðra grein hvernig við komum fram við gamla fólkið okkar sem byggði upp samfélagið sem við lifum í í dag og það var gert með tveimur jafn sterkum höndum. Síðan eru þingmenn að eyða orkunni í það að rífast um hvort áfengi eigi að fara í verslanir eða ekki, eigum við ekki að fara byrja á réttum enda. Stundum held ég þessir þingmenn okkar séu ekki jarðtengdir og séu í engum tengslum við veruleikann. Svona forgangsröðum við málunum í okkar samfélagi, gamla fólkið má bíða sem hefur skilað dagsverkinu sínu og gott betur en það, en áfengið skal í búðir til að fólkið í fílabeinsturnum þurfi nú ekki að leggja of mikið á sig við að sækja rauðvínsflöskuna! Ég veit ekki hvort ég eigi að gráta eða hlægja við að vera vitni að þessari steypu. Þegar pabbi gamli var til sjós sem ungur maður þá fór lítið fyrir lúxus á þeim skipum sem hann var á. Þar var ekkert gufubað eða ljósabekkir hvað þá klósett og sturta í hverri káetu. Menn sátu ekki að hnýta flugur eða voru að hanga á Internetinu á frívöktunum sínum. Nei það var frekar þannig á síðutogurunum í þá daga að menn biðu spenntir eftir því hver var hugrakkastur að fara fyrst á koparsetuna. Þegar hann var að segja mér frá þessu kom glampi í augun hans og hann hló sig máttlausan að rifja þessa tíma upp. Þá var aðbúnaðurinn með þeim hætti um borð í skipunum að það var aðeins eitt klósett og menn biðu spenntir eftir því hver væri hugrakkastur að fara á það fyrst til að hita setuna upp fyrir hina í áhöfninni á ísköldum morgnum þá annað hvort út á Breiðafirði eða við Grænlands strendur. Eða þegar hann var að lýsa fyrir mér þegar menn þurftu að berja líf í sængina á frostköldum dögum og kvöldum til að fá hita í hana og menn þurftu að sofa í fötunum til að halda á sér hita, þá kannski búnir að vera út á dekki að brjóta ís utan af dallinum í marga klukku tíma svo að hann myndi nú ekki sökkva. Hvernig í veröldinni átti hann að skilja heiminn sem við lifum í dag, eins og það að þekkja öll þessi kyn. Hann var nú á því að þau væru nú bara tvö svo dæmi sé tekið. Þannig að það er ekki furða á því að hann spurði mig oft þegar hann var ekki að skilja heiminn sem við lifum í dag „Hvernig stendur á því“ Hann fékk líka meira og minna allar upplýsingar í gegnum sjónvarp og útvarp því hann gat ekki lengur lesið því sjónin var farin líka, og svo auðvitað með samræðum við okkur systkinin og gestkomandi. Pabbi kvartaði aldrei og honum finnst alltaf að það væru aðrir þarna úti sem gengu fyrir, áður en það kæmi að honum að fá þjónustu. Einhvern tímann vorum við feðgar að ræða um stöðu mála í samfélaginu, þá kom vinna mín til tals. Auðvitað var hann oft að furða sig á hlutunum sá gamli, til dæmis velti hann mikið fyrir sér hvernig stæði á öllum þessum innflutningi á fíkniefnum hingað til lands. Hann gat ekki skilið það að við sem byggjum á eyju norður í ballarhafi gætum ekki stöðvað þann innflutning. Af hverju Tolla og lögregluyfirvöld gætu ekki stöðva þetta, var honum fyrirmunað að skilja. Eins spurði hann mig oftar en einu sinni af hverju þessi endalausu viðtöl í blöðunum, útvarpi og sjónvarpi hvað allir hefðu það bágt eða eins og orðaði það „af hverju þetta endalausa fórnarlambs jarm“. Kannski ekki skrýtið að hann hafi hugsað svona miðað við þegar hann var að segja mér frá því þegar hann var á síðutogurunum í gamla daga í kringum 1950 þá 17 ára og þegar hann fór sjálfur út á fjörð í Tálknafirði á árabát 10 ára að veiða í soðið fyrir heimilið. Ég man líka þegar hann var að spyrja mig af hverju öll þessi lyf fyrir unga hrausta menn, af hverju fara þeir ekki bara út að vinna með tveimur jafn sterkum. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, og sér í lagi eftir að ég las frábæra grein eftir Óttar Guðmundsson geðlækni sem bar heitið “Töfrar amfetamíns” mér er það minnisstætt að sú grein fór mjög fyrir brjóstið á sumum og meira segja vildu sumir að læknaleyfi hans yrði afturkallað fyrir að vera opinber með þessa skoðun. Við Íslendingar erum á skrýtnum stað í þessu geðlyfja áti okkar þar eigum við auðvitað heimsmet líka miðað við höfðatölu. Mig minnir líka að ég hafi lesið einhver staðar aðra grein eða heyrt í Óttari tala í gamansömum tón í útvarpi um að útlagana sem komu hingað til lands frá Noregi á landnáms tímum. Hvað margir af þeim voru krumpaðir einstaklingar og þegar hann var að greina þá út frá geðlæknafræðinni man ég að ég veltist um að hlátri að hlusta á hann. Eins og þegar hann var að tala um höfðingjana á Sturlungaöldinni. Mig rámar að hann hafi greint Sighvat Sturluson sem siðblindan fant og hann hefði örugglega verið lokaður inni ef hann hefði verið uppi í dag. Eins kom hann inn á Egill Skallagrímsson og mig minnir að hann hafi líka talað um Laxdælu. Allir þessir höfðingjar voru meira og minna hegðunar og tengsla raskaðir. En ég man ekki allar greiningarnar sem hann kom með, hins vegar man ég að þetta var drepfyndið. Í mínum eyrum hljómaði þetta allt svo ótrúlega satt og sannfærandi sem hann sagði sagði. Þeir voru svikóttir og með eindæmum miklir narkar og andfélagslegir, ofbeldishneigðir. Ég er sannfærður ef þessir einstaklingar hefðu verið uppi í dag væru þeir nær allir að bryðja einhvern lyfja kotel eins og töfralyfið Rítalín eða eitthvað annað sem er svipað til þess bara til að virka hérna úti í samfélaginu og margir af þeim gætu ekki lesið sér til gagns. Svo ekki sé talað um Egill Skallagrímsson hann hefði reyndar getað lesið sér til gagn en sem barn og unglingur hefði hann eflaust verið með heilt teymi í kringum sig af sérfræðingum. Eins og geðlæknum félagsráðgjöfum og hann hefði örugglega verið vistaður á heimili þar sem hann hefði þurft að vera að lágmarki þrír fílhraustir jötnar allan sólarhringinn að líta eftir honum. Ég er líka sannfærður að hann hefði verið á lyfjunum alla daga til að halda honum niðri. Eitt veit ég fyrir víst að hann hefði verið að taka “one way ticket á Litla Hraun” En þetta er út úr dúr og það er gaman að velta þessu fyrir sér í dag. En er raunveruleikinn eitthvað í líkingu við þetta eins og Óttar var að lýsa sem við lifum í dag, já hann hefur verið það. Á þeim þrjátíu árum sem ég unnið með olnboga börnum samfélagsins hefur maður hitt alls konar einstaklinga og oft hefur maður hugsað “jú jú, hann er að taka one way ticket á Litla Hraun” Þeir voru kannski ekki dauða drukknir 4 ára eins og Egill Skallagrímsson eða hjuggu mann niður í herðar sjö ára. En þessi sem ég er með í huga núna, vissi maður að myndi fara á Hraunið strax í 8 bekk. Það hefur gerst oftar en einu sinni þannig spádómur hefur ræst að einhver endi á bak við lás og slá. Ég man eftir mörgum slíkum dæmum á þessum 30 árum sem ég hef starfað við þetta eða að viðkomandi fari á fasta áskrift hjá tryggingastofnun. En hvað var það sem fékk mig til að álykta svona og ekki bara ég heldur fleiri sem ég hef unnið með gegnum áratugina. Eitt dæmi er mjög ljóslifandi fyrir mér í dag þá var viðkomandi aðeins sjö ára þá voru fyrstu lögreglu afskipti af honum þegar hann sagaði niður tré nágrannans. Svo þegar hann var 14 ára var hann kominn með 27 mál á málaskrá lögreglu. Málaskrá er vel að merkja ekki sakaskrá heldur atvikaskrá lögreglu og þú getur verið þar sem vitni eða grunaður. En þessi einstaklingur var aldrei vitni heldur eingöngu grunaður í öllum þeim afskiptum sem lögreglan hafði af honum. Þegar hann var orðin 16 ára þá var sjálfræðisaldurinn 16 ár og var hann kominn með 105 mál á hana og komin á sakaskrá með skilorðsbundinn dóm. Þetta er ekki eins dæmi því þeir voru gott betur en einn eða tveir sem fetuðu þennan sama veg. Í dag hefur hann haft fasta áskrift á í refsivörslu kerfinu og öll hans fullorðins ár hefur hann meira og minna verið á bak við lás og slá. En trúið mér hann er með allar greiningar sem hægt er að hafa en ég man þegar ég hitti hann fyrst í 1994 var hann eingöngu greindur með misþroska. Að lokum þá fer fátt meira í taugarnar á mér en diplómat prik sem situr við skrifborð í fílabeinsturni sem hefur nagað blýanta allt sitt líf og sára litlum tengslum við veruleikann. Þetta sama fólk hefur kannski aldrei fengið blöðru á fingurinn við að vinna líkamlega vinnu? En þessi fagprik eru næst fjárveitingarvaldinu og stjórnarmálflokknum. Það hlítur að vera skýringin fyrir á því af hverju við eigum heimsmetið miðað við höfðatölu við að bryðja geðlyf hjá ungmennum. Þannig að ég segi eins og pabbi sagði “hvernig stendur á því“. Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar