Dýrmætt veganesti í forsetaembættið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. maí 2024 17:30 Víða í lýðveldum Evrópu er fyrir að fara einhvers konar neitunarvaldi forseta. Að sama skapi er velþekkt víða í álfunni að háttsettir ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherrar, séu kosnir forsetar og segi þá ekki af sér fyrr en þeir hafa verið kjörnir. Þar á meðal í hinu norræna lýðveldinu, Finnlandi. Hvað hin norrænu ríkin varðar er þjóðhöfðinginn ekki einu sinni kjörinn heldur gengur staðan sem kunnugt er í erfðir. Varla dettur þó nokkrum í hug að halda því fram að fyrir vikið séu hin Norðurlöndin ekki lýðræðisríki eða að lýðræði þeirra sé á einhvern hátt stefnt í voða. Líkt og einhverjir hafa fullyrt að yrði raunin hér á landi verði Katrín Jakobsdóttir kjörin forseti Íslands. Flestir telja þvert á móti að norrænu ríkin séu fyrirmynd í þeim efnum. Evrópskir forsetar eru þess utan gjarnan þingkjörnir en ekki þjóðkjörnir líkt og hér. Tal um að Katrínu sé ekki treystandi fyrir málskotsrétti forseta lýðveldisins þar sem hún hafi verið í stjórnmálum stenzt að sama skapi ekki skoðun. Hið sama hefði þá átt við Ólaf Ragnar Grímsson. Þá hafa forsetar Evrópuríkja, sem koma sem fyrr segir iðulega úr stjórnmálum, gjarnan vald til þess að stöðva beinlínis löggjöf frá viðkomandi þjóðþingum en ekki einungis vísa henni í dóm kjósenda líkt og í tilfelli forseta Íslands. Valdapólitíkus sem sækist eftir minni völdum? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Hefði ekki sett Icesave-málið í þjóðaratkvæði Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Katrín er vitanlega umdeild vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum. Eðli málsins samkvæmt. Það verða alltaf einhverjir bæði sammála og ósammála þeim sem gefa sig að stjórnmálum. Hins vegar er það í hennar tilfelli fyrst og fremst afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar með talinn og ekki sízt forseti lýðveldisins. Kjósendur fá það bezta úr báðum hópunum Hins vegar hefur Katrín sýnt einstakan hæfileika í gegnum tíðina til þess að virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að vinna saman að því að finna lausn á erfiðum viðfangsefnum. Hæfileiki sem á góða samleið með embætti forseta lýðveldisins. Sá hæfileiki sýndi sig ekki hvað sízt í tengslum við kjaraviðræður sem skilað hefur til að mynda í þeirri viðurkenningu sem felst í stuðningi ófárra verkalýðsforingja við framboð hennar. Forsetum lýðveldisins hefur annars gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr heimi stjórnmálanna, sem reynzt hefur þeim forsetum afar vel sem búið hafa að henni, og sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar og ekki sízt tungumálið. Vegna veru sinnar í sviðsljósi stjórnmálanna um árabil og undir smásjá fjölmiðla og annarra býr Katrín enn fremur yfir öðrum ótvíræðum kosti. Kjósendur vita fyrir vikið í raun nákvæmlega hvað felst í því að greiða henni atkvæði sitt. Kosti þess og galla. Þar hefur í raun öllum steinum verið velt við. Fólk sér ekki einungis einhverjar vel hannaðar umbúðir heldur fylgir með ítarleg innihaldslýsing. Fólk veit hvað það fær. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Víða í lýðveldum Evrópu er fyrir að fara einhvers konar neitunarvaldi forseta. Að sama skapi er velþekkt víða í álfunni að háttsettir ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherrar, séu kosnir forsetar og segi þá ekki af sér fyrr en þeir hafa verið kjörnir. Þar á meðal í hinu norræna lýðveldinu, Finnlandi. Hvað hin norrænu ríkin varðar er þjóðhöfðinginn ekki einu sinni kjörinn heldur gengur staðan sem kunnugt er í erfðir. Varla dettur þó nokkrum í hug að halda því fram að fyrir vikið séu hin Norðurlöndin ekki lýðræðisríki eða að lýðræði þeirra sé á einhvern hátt stefnt í voða. Líkt og einhverjir hafa fullyrt að yrði raunin hér á landi verði Katrín Jakobsdóttir kjörin forseti Íslands. Flestir telja þvert á móti að norrænu ríkin séu fyrirmynd í þeim efnum. Evrópskir forsetar eru þess utan gjarnan þingkjörnir en ekki þjóðkjörnir líkt og hér. Tal um að Katrínu sé ekki treystandi fyrir málskotsrétti forseta lýðveldisins þar sem hún hafi verið í stjórnmálum stenzt að sama skapi ekki skoðun. Hið sama hefði þá átt við Ólaf Ragnar Grímsson. Þá hafa forsetar Evrópuríkja, sem koma sem fyrr segir iðulega úr stjórnmálum, gjarnan vald til þess að stöðva beinlínis löggjöf frá viðkomandi þjóðþingum en ekki einungis vísa henni í dóm kjósenda líkt og í tilfelli forseta Íslands. Valdapólitíkus sem sækist eftir minni völdum? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Hefði ekki sett Icesave-málið í þjóðaratkvæði Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Katrín er vitanlega umdeild vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum. Eðli málsins samkvæmt. Það verða alltaf einhverjir bæði sammála og ósammála þeim sem gefa sig að stjórnmálum. Hins vegar er það í hennar tilfelli fyrst og fremst afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar með talinn og ekki sízt forseti lýðveldisins. Kjósendur fá það bezta úr báðum hópunum Hins vegar hefur Katrín sýnt einstakan hæfileika í gegnum tíðina til þess að virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að vinna saman að því að finna lausn á erfiðum viðfangsefnum. Hæfileiki sem á góða samleið með embætti forseta lýðveldisins. Sá hæfileiki sýndi sig ekki hvað sízt í tengslum við kjaraviðræður sem skilað hefur til að mynda í þeirri viðurkenningu sem felst í stuðningi ófárra verkalýðsforingja við framboð hennar. Forsetum lýðveldisins hefur annars gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr heimi stjórnmálanna, sem reynzt hefur þeim forsetum afar vel sem búið hafa að henni, og sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar og ekki sízt tungumálið. Vegna veru sinnar í sviðsljósi stjórnmálanna um árabil og undir smásjá fjölmiðla og annarra býr Katrín enn fremur yfir öðrum ótvíræðum kosti. Kjósendur vita fyrir vikið í raun nákvæmlega hvað felst í því að greiða henni atkvæði sitt. Kosti þess og galla. Þar hefur í raun öllum steinum verið velt við. Fólk sér ekki einungis einhverjar vel hannaðar umbúðir heldur fylgir með ítarleg innihaldslýsing. Fólk veit hvað það fær. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar