Muni gera meiri kröfur til áfengiskaupenda en flestir aðrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2024 19:36 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. Ákvörðun Hagkaups um að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði er síður en svo óumdeild. Heilbrigðisráðherra segist telja að um klárt lögbrot sé að ræða, en dómsmálaráðherra er honum ósammála. Félagsmálaráðherra telur sölu áfengis í matvöruverslunum skaðlega samfélaginu, og að með ÁTVR sé nægt aðgengi að áfengi. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að áfengi verði selt með ströngum skilyrðum, og það verði ekki aðgengilegt í hillum verslunarinnar í Skeifunni, þar sem pantanir verða afhentar. Aðeins verði hægt að panta áfengi á ákveðnum tíma dags, og til að fá pantanir afhentar þurfi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. „Sumir lesa kannski ekki alveg allar fréttirnar og halda jafnvel að þetta sé að koma í hillur matvöruverslana. Það er mikilvægt að taka það fram að þetta er netverslun, og að vörur eru ekki fyrir augum viðskiptavina heldur inni á baksviðum. Skilyrðin til þess að fá þetta afhent eru mjög ströng, þar sem um er að ræða rafræn skilríki og auðkenningu,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri. „Meira en flestir eru að gera á þessum markaði“ Lýðheilsusérfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef áformin raungerist verði það stærsta lýðheilsuslys Íslands og að Hagkaup verði að hafa sómakennd og siðferðisstandard, sem felist í því að fara að lögum. Sigurður telur alveg ljóst að löglegt sé að stofna erlent fyrirtæki með netverslun um áfengi hér á landi. „Enda myndum við ekki fara af stað í svona verkefni nema vitandi það að þetta sé löglegt. Það kom nú fram í hádegisfréttum [Bylgjunnar] að dómsmálaráðherra staðfestir það að netverslun eins og þessi er lögleg, og fyrrverandi dómsmálaráðherra líka. Við erum sammála honum og okkar sérfræðingar líka,“ segir Sigurður. Áhyggjur manna af áformunum séu að einhverju leyti skiljanlegar. „Þess vegna höfum við sett okkur mjög skýrar reglur um hvernig við ætlum að gera þetta. Og ég held að eins og við lýstum ferlinu hérna áðan, þá er þetta ekki fyrir allra augum og afhendingin fer fram með rafrænum skilríkjum. Það er bara meira en flestir eru að gera á þessum markaði.“ Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Ákvörðun Hagkaups um að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði er síður en svo óumdeild. Heilbrigðisráðherra segist telja að um klárt lögbrot sé að ræða, en dómsmálaráðherra er honum ósammála. Félagsmálaráðherra telur sölu áfengis í matvöruverslunum skaðlega samfélaginu, og að með ÁTVR sé nægt aðgengi að áfengi. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að áfengi verði selt með ströngum skilyrðum, og það verði ekki aðgengilegt í hillum verslunarinnar í Skeifunni, þar sem pantanir verða afhentar. Aðeins verði hægt að panta áfengi á ákveðnum tíma dags, og til að fá pantanir afhentar þurfi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. „Sumir lesa kannski ekki alveg allar fréttirnar og halda jafnvel að þetta sé að koma í hillur matvöruverslana. Það er mikilvægt að taka það fram að þetta er netverslun, og að vörur eru ekki fyrir augum viðskiptavina heldur inni á baksviðum. Skilyrðin til þess að fá þetta afhent eru mjög ströng, þar sem um er að ræða rafræn skilríki og auðkenningu,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri. „Meira en flestir eru að gera á þessum markaði“ Lýðheilsusérfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef áformin raungerist verði það stærsta lýðheilsuslys Íslands og að Hagkaup verði að hafa sómakennd og siðferðisstandard, sem felist í því að fara að lögum. Sigurður telur alveg ljóst að löglegt sé að stofna erlent fyrirtæki með netverslun um áfengi hér á landi. „Enda myndum við ekki fara af stað í svona verkefni nema vitandi það að þetta sé löglegt. Það kom nú fram í hádegisfréttum [Bylgjunnar] að dómsmálaráðherra staðfestir það að netverslun eins og þessi er lögleg, og fyrrverandi dómsmálaráðherra líka. Við erum sammála honum og okkar sérfræðingar líka,“ segir Sigurður. Áhyggjur manna af áformunum séu að einhverju leyti skiljanlegar. „Þess vegna höfum við sett okkur mjög skýrar reglur um hvernig við ætlum að gera þetta. Og ég held að eins og við lýstum ferlinu hérna áðan, þá er þetta ekki fyrir allra augum og afhendingin fer fram með rafrænum skilríkjum. Það er bara meira en flestir eru að gera á þessum markaði.“
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30
„ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54