„Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig“ Stefán Árni Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 24. maí 2024 14:27 Egill Ólafsson hreyfir sig daglega. Einar Árnason Flestir dagar hjá listamanninum Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn í miðborg Reykjavíkur þar sem hann plokkar upp rusl sem verður á vegi hans. Hann segist æfa fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins. Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. „Ég held því fram að þetta sé hreinasta gatan í Reykjavík. Ég tek allt svona upp og er mikið á höttunum á eftir plastglösunum en þau eru ekki í dag þar sem helgin er liðin,“ segir Egill þegar hann hitti Heimi Má Pétursson í miðborg Reykjavíkur í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Einar Árnason „Þetta fýkur allt út á sjó. Þetta endar í sjónum, ofan í hvölunum. En það er nú ekki það sem vakir fyrir mér. Þetta er bara til að ég fái hreyfinguna. Ég hreyfi mig alltaf á hverjum degi. Þarf helst að ganga svona tvo til þrjá kílómetra á dag til að vera í þokkalegu standi. Því Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig.“ Og það er ekki bara göngutúrinn heldur einbeitingin á klóna í plokkaranum sem styrkir Egil í baráttunni við Parkann eins og hann kallar sjúkdóminn. Fínhreyfingin hverfur „Fínhreyfingin, fínhreyfingin sem hverfur líka. Parkinn tekur fínhreyfinguna af mönnum. Menn geta ekki hneppt tölum og svona, rent upp buxnaklaufum og farið í sokka. Þá fer fínhreyfingin.“ Egill fer með aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd Baltasar Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem forsýnd var í vikunni og kemur til almennra sýninga rétt fyrir mánaðamót. Kristófer persóna Egils eltir ástina þvert yfir heiminn og vegna veikindanna reyndu langir vinnudagar og ferðalög á Egil, sem segir okkur frá því að hann hafi vaknað með fyrsta skjálftakastið þá um morguninn. Maður þarf að læra að treysta líka „Hann er eitthvað að þróast. Ég held að þetta geti líka bara verið þreyta. Undir álagi verður þetta oft meira áberandi. - Búið að ganga mikið á náttúrlega og sýna myndina? - Sýna myndina og maður fór í gegnum ákveðinn prósess þar. Ég var stressaður yfir þessu. Hafði ekki séð neitt en svo róaðist ég nú þegar ég sá að þetta var allt í góðum málum og í góðum höndum. Maður þarf að læra að treysta líka. Það er nú erfitt fyrir mann eins og mig. - Þú ert vanur að stjórna því sem þú gerir. - Stjórna frá A til Ö. Menn verða að læra það, það er mikil lexía.“ Heimir spyr Egil hvort hann sé fullkomnunarsinni þegar kemur að sköpun. Einar Árnason Fimmtíu ár í bransanum „Já, ég er dálítið leiðinlegur með það. Ég er svona perfektionalisti að því leytinu til að ég vil gera betur en vel. Það getur verið slæmt að vilja gera betur en vel. Það er best að kunna að hætta þegar hæst stendur. En ég er stundum að þráast við og halda áfram.“ Tónlistarferill Egils hófst fyrir alvöru með Spilverki þjóðanna. Upp úr næstu áramótum eru fimmtíu ár frá því hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið á tónleikum í Norræna húsinu í janúar 1975. „Fimmtíu ár, já. Ég er sjötíu og eins í dag að verða sjötíu og tveggja. Við vorum tuttugu og eins. Rétt rúmlega tvítug og Diddú var náttúrlega yngri. Við vorum bara unglingar.“ En er eitthvað sem Agli þykir vænst um af öllum þessum ferli? „Maður á nú ekki að gera upp á milli barnanna. En það er auðvitað tímabil Þursanna sem var náttúrlega erfiðast og mér þykir vænst um. Það er kannski þess vegna. Það var mjög erfiður tími. Vegna þess að það var diskótími. Tíminn var dálítið á móti okkur en við unnum á því og héldum út. Héldum út í heil þrjú ár. Það var langur tími á þeim tíma og gerðum fínar plötur held ég.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Tónlist Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. „Ég held því fram að þetta sé hreinasta gatan í Reykjavík. Ég tek allt svona upp og er mikið á höttunum á eftir plastglösunum en þau eru ekki í dag þar sem helgin er liðin,“ segir Egill þegar hann hitti Heimi Má Pétursson í miðborg Reykjavíkur í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Einar Árnason „Þetta fýkur allt út á sjó. Þetta endar í sjónum, ofan í hvölunum. En það er nú ekki það sem vakir fyrir mér. Þetta er bara til að ég fái hreyfinguna. Ég hreyfi mig alltaf á hverjum degi. Þarf helst að ganga svona tvo til þrjá kílómetra á dag til að vera í þokkalegu standi. Því Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig.“ Og það er ekki bara göngutúrinn heldur einbeitingin á klóna í plokkaranum sem styrkir Egil í baráttunni við Parkann eins og hann kallar sjúkdóminn. Fínhreyfingin hverfur „Fínhreyfingin, fínhreyfingin sem hverfur líka. Parkinn tekur fínhreyfinguna af mönnum. Menn geta ekki hneppt tölum og svona, rent upp buxnaklaufum og farið í sokka. Þá fer fínhreyfingin.“ Egill fer með aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd Baltasar Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem forsýnd var í vikunni og kemur til almennra sýninga rétt fyrir mánaðamót. Kristófer persóna Egils eltir ástina þvert yfir heiminn og vegna veikindanna reyndu langir vinnudagar og ferðalög á Egil, sem segir okkur frá því að hann hafi vaknað með fyrsta skjálftakastið þá um morguninn. Maður þarf að læra að treysta líka „Hann er eitthvað að þróast. Ég held að þetta geti líka bara verið þreyta. Undir álagi verður þetta oft meira áberandi. - Búið að ganga mikið á náttúrlega og sýna myndina? - Sýna myndina og maður fór í gegnum ákveðinn prósess þar. Ég var stressaður yfir þessu. Hafði ekki séð neitt en svo róaðist ég nú þegar ég sá að þetta var allt í góðum málum og í góðum höndum. Maður þarf að læra að treysta líka. Það er nú erfitt fyrir mann eins og mig. - Þú ert vanur að stjórna því sem þú gerir. - Stjórna frá A til Ö. Menn verða að læra það, það er mikil lexía.“ Heimir spyr Egil hvort hann sé fullkomnunarsinni þegar kemur að sköpun. Einar Árnason Fimmtíu ár í bransanum „Já, ég er dálítið leiðinlegur með það. Ég er svona perfektionalisti að því leytinu til að ég vil gera betur en vel. Það getur verið slæmt að vilja gera betur en vel. Það er best að kunna að hætta þegar hæst stendur. En ég er stundum að þráast við og halda áfram.“ Tónlistarferill Egils hófst fyrir alvöru með Spilverki þjóðanna. Upp úr næstu áramótum eru fimmtíu ár frá því hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið á tónleikum í Norræna húsinu í janúar 1975. „Fimmtíu ár, já. Ég er sjötíu og eins í dag að verða sjötíu og tveggja. Við vorum tuttugu og eins. Rétt rúmlega tvítug og Diddú var náttúrlega yngri. Við vorum bara unglingar.“ En er eitthvað sem Agli þykir vænst um af öllum þessum ferli? „Maður á nú ekki að gera upp á milli barnanna. En það er auðvitað tímabil Þursanna sem var náttúrlega erfiðast og mér þykir vænst um. Það er kannski þess vegna. Það var mjög erfiður tími. Vegna þess að það var diskótími. Tíminn var dálítið á móti okkur en við unnum á því og héldum út. Héldum út í heil þrjú ár. Það var langur tími á þeim tíma og gerðum fínar plötur held ég.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Tónlist Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira