Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 14:15 Björgólfur Thor Björgólfsson. Vísir/Vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson hefur samþykkt að greiða hluthöfum Landsbankans 1.050 milljónir króna í sáttargreiðslur, í máli sem málsóknarfélög hluthafa Landsbankans höfðuðu gegn honum. Þar með er málinu, sem velkst hefur um í kerfinu í um tólf ár, lokið. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Umrædd félög eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., Hvalur hf. og þrjú hópmálsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands, en alls tóku um 270 einstaklingar og félög þátt í málssókninni. Forsaga málsins eru kröfur þessara félaga á hendur Björgólfi, þar sem félögin töldu hann hafa haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans, brotið yfirtökureglur og þar með skapað hluthöfum tjón. Haft er eftir Björgólfi að hann hafi talið það „þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“ „Tíma mínum og íslenskra dómstóla er betur varið í annað en endalausar deilur um eldgamalt mál og fannst mér því rétt að ljúka þessum málum núna, þótt ég viðurkenni enga sök eða bótaskyldu og hafi mótmælt öllum ávirðingum með gildum rökum,“ segir Björgólfur. Sérstaklega er tekið fram að liður sé í samkomulagi aðila að Urriðahæð ehf., félag undir yfirráðum Róberts Wessman, eða félög sem honum tengjast fá engan hlut í þeirri greiðslu. Björgólfur var á sínum tíma stjórnarformaður og átti hlut í Samson eignarhaldsfélagi, sem var stærsti hluthafi Landsbankans þegar hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Árið 2011 var auglýst eftir þáttöku hluthafa Landsbankans í undirbúningi að hópmálsókn gegn Björgólfi og árið 2014 voru skýrslutökur teknar í málinu, að gegnum sjö dómum Hæstaréttar í málinu. Málið var loks höfðað árið 2015 en vísað frá árið 2016. Í tilkynningunni er sagan rakin nánar: „Þau mál hafa frá þeim tíma gengið upp og niður í dómskerfinu. Þeim var í fyrstu vísað frá en Hæstiréttur snéri þeirri niðurstöðu við. Síðan var sýknað vegna fyrningar í málum Fiskveiðafélagsins Venusar hf. og Hvals hf. í héraðsdómi og Landsrétti en Hæstiréttur ómerkti þá niðurstöðu og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.“ Þá hefur ágreiningur um hæfi dómenda í málinu ítrekað komið til úrskurðar á öllum dómstigum, nú síðast fyrir Landsrétti sem úrskurðaði á síðasta ári um skort á hæfi Jón Arnars Baldurs sem hafði verið tilnefndur. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki en Landsréttur hafnaði því. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Landslögum, sem rak málið fyrir stefnendur segir ánægjulegt að niðurstaða hafi náðst í málið. „Eru umbjóðendur mínir ánægðir með þau málalok sem nú liggja fyrir í formi sáttargreiðslu sem staðfestir mikilvægi málshöfðunar þeirra.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Umrædd félög eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., Hvalur hf. og þrjú hópmálsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands, en alls tóku um 270 einstaklingar og félög þátt í málssókninni. Forsaga málsins eru kröfur þessara félaga á hendur Björgólfi, þar sem félögin töldu hann hafa haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans, brotið yfirtökureglur og þar með skapað hluthöfum tjón. Haft er eftir Björgólfi að hann hafi talið það „þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“ „Tíma mínum og íslenskra dómstóla er betur varið í annað en endalausar deilur um eldgamalt mál og fannst mér því rétt að ljúka þessum málum núna, þótt ég viðurkenni enga sök eða bótaskyldu og hafi mótmælt öllum ávirðingum með gildum rökum,“ segir Björgólfur. Sérstaklega er tekið fram að liður sé í samkomulagi aðila að Urriðahæð ehf., félag undir yfirráðum Róberts Wessman, eða félög sem honum tengjast fá engan hlut í þeirri greiðslu. Björgólfur var á sínum tíma stjórnarformaður og átti hlut í Samson eignarhaldsfélagi, sem var stærsti hluthafi Landsbankans þegar hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Árið 2011 var auglýst eftir þáttöku hluthafa Landsbankans í undirbúningi að hópmálsókn gegn Björgólfi og árið 2014 voru skýrslutökur teknar í málinu, að gegnum sjö dómum Hæstaréttar í málinu. Málið var loks höfðað árið 2015 en vísað frá árið 2016. Í tilkynningunni er sagan rakin nánar: „Þau mál hafa frá þeim tíma gengið upp og niður í dómskerfinu. Þeim var í fyrstu vísað frá en Hæstiréttur snéri þeirri niðurstöðu við. Síðan var sýknað vegna fyrningar í málum Fiskveiðafélagsins Venusar hf. og Hvals hf. í héraðsdómi og Landsrétti en Hæstiréttur ómerkti þá niðurstöðu og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.“ Þá hefur ágreiningur um hæfi dómenda í málinu ítrekað komið til úrskurðar á öllum dómstigum, nú síðast fyrir Landsrétti sem úrskurðaði á síðasta ári um skort á hæfi Jón Arnars Baldurs sem hafði verið tilnefndur. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki en Landsréttur hafnaði því. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Landslögum, sem rak málið fyrir stefnendur segir ánægjulegt að niðurstaða hafi náðst í málið. „Eru umbjóðendur mínir ánægðir með þau málalok sem nú liggja fyrir í formi sáttargreiðslu sem staðfestir mikilvægi málshöfðunar þeirra.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47