Síðasti naglinn í líkkistu innanlandsflugs? Eiður Ragnarsson skrifar 23. maí 2024 12:01 Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“. Gott og vel, ég er ákaflega hlynntur því að fyrirtæki og stofnanir tryggi viðskiptavinum sínum góða þjónustu, en hver er sú þjónusta sem Isavia hefur fram að þessu veitt sínum viðskiptavinum á Egilsstaðaflugvelli.? Flugstöðvarbyggingin er ágæt, þar er ágætis biðaðstaða og kaffitería sem selur veitingar fyrir þá sem bíða flugs eða eru að koma úr flugi. Bílastæði við flugstöðina eru þó nokkur um 1.100 m2 af malbikuðum stæðum, sem dugir fyrir um 90 bíla. Nokkur hluti af þessum stæðum er upptekinn dag hvern fyrir þær bílaleigur sem þjónusta flugfarþega, sem á slíkri þjónustu þurfa að halda. Síðan eru það „hin“ bílastæðin sem eru liðlega 3.300 m2. Óhefluð malarstæði í misgóðu ástandi án vetrarþjónustu og lýsingar. Þessi stæði rúma um 270 bíla. Fyrir öll þessi stæði, sem rúma um 360 bíla ætlar Isavia ohf að fara rukka eftir gjaldskrá sem gefin var út og auglýst í auglýsingablaði Austfirðinga Dagskránni, frá 1.200.- til 1.750.- kr á dag. Miðað vil lægsta taxta og full stæði ætlar því flugrekstraraðilin að taka til sín um 430.000.- krónur á hverjum degi, alls um 157 milljónir á ári hverju. Auðvitað má segja að þessi útreikningur sé mikil einföldun, t.d. má hrósa Isavia fyrir að ætla að hafa fyrstu 5 klukkustundirnar fríar en þetta eru engur að síður vel mögulegar niðustöður þessarar gjaldtöku. Samkvæmt ársreikningi Isavia 2023 eru innanfélagstekjur Innanlandsflugvalla ehf um 42 milljónir króna og tel ég líklegt, án þess að hafa lúslesið ársreikningin, að tekjur af bílastæðagjöldum leggist við þann lið. Það má því segja að þegar bílastæðagjöld á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og fleiri stöðum bætast þar inn, sé m verulega aukningu á tekjum að ræða. Til samanburðar, þá eru tekjur Isavia af þjónustusamningi sínum við Innviðaráðaneytið liðlega 2.4 milljarðar króna vegna reksturs innanlandsflugvalla. Einnig keur fram í ársreikningi að: „Engar eignfærslur eru hjá félaginu vegna verkefna tengt viðhaldi né nýframkvæmdum þar sem slíkar framkvæmdir eru ekki eign félagsins heldur ríkisins en félaginu aðeins falið að annast umsýslu þessara framkvæmda.“ Isavia er því að mati umdirritaðs að fara að leggja á gjöld á notkun eign þriðja aðila þ.e á eign ríkissins. En hvaða þjónusta er það sem kallar á þessi gjöld.? Jú það kostar vissulega eitthvað að byggja upp, reka og viðhalda nokkur hundruð bílastæðum, en fram að þessu hefur þjónustan verið slök í meira lagi. Meginþorri umræddra bílastæða er, eins og áður hefur komið fram, léleg malarstæði, án lýsingar og án þjónustu, í rigningartíð er erfitt að komast um þurrum fótum, í þurkatíð eru þau undirlögð ryki og á vetrum þurfa þeir sem stæðin nýta að moka sig sjálfir út. Og nú ætlar flugrekstraraðilinn að hefja gjaldtöku á þessum „prýðisgóðu stæðum“.. Ekki ætla ég að fara síðan í þessum pistli að fara að tala um verð á innanlandsflugi, það er efni í aðra grein, en það má alveg geta þess að algengt verð á flugmiða milli Egilsstaða og Reykjavíkur sé á bilinu 30.000.- til 50.000.- aðra leiðina og þegar þessi gjaldtaka bætist við, má sennilega fara undirbúa jarðarför innanlandsflugs til Egilsstaða. Ég held að það sé alveg tímabært að skoða hvernig staðið er að málum hjá hinum ýmsu ohf fyritækjum, fyrirtækjum sem eru í eigu okkar landsmanna. Mín upplifun er að þau séu oft eins og ríki í ríkinu og fari fram rétt eins og þeim sýnist án þess að ráfæra sig við eigendur sína, það má t.d. minnast á kaup Landsbankans á tryggingafélagi nýverið því máli til stuðnings. Það er síðan lágmarkskrafa að áður en farið er að innheimta gjöld af veittri þjónustu að þjónustan sé til staðar. Það er ekki hægt að byrja á því að láta viðskitavin greiða fyrir veitingar áður en ég byggi veitingahúsið, en það er klárlega það sem Isavia virðist ætla gera, rukka fyrst og framkvæma svo.... kanski.. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og fyrrum notandi innanlandsflugs frá Egilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Byggðamál Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“. Gott og vel, ég er ákaflega hlynntur því að fyrirtæki og stofnanir tryggi viðskiptavinum sínum góða þjónustu, en hver er sú þjónusta sem Isavia hefur fram að þessu veitt sínum viðskiptavinum á Egilsstaðaflugvelli.? Flugstöðvarbyggingin er ágæt, þar er ágætis biðaðstaða og kaffitería sem selur veitingar fyrir þá sem bíða flugs eða eru að koma úr flugi. Bílastæði við flugstöðina eru þó nokkur um 1.100 m2 af malbikuðum stæðum, sem dugir fyrir um 90 bíla. Nokkur hluti af þessum stæðum er upptekinn dag hvern fyrir þær bílaleigur sem þjónusta flugfarþega, sem á slíkri þjónustu þurfa að halda. Síðan eru það „hin“ bílastæðin sem eru liðlega 3.300 m2. Óhefluð malarstæði í misgóðu ástandi án vetrarþjónustu og lýsingar. Þessi stæði rúma um 270 bíla. Fyrir öll þessi stæði, sem rúma um 360 bíla ætlar Isavia ohf að fara rukka eftir gjaldskrá sem gefin var út og auglýst í auglýsingablaði Austfirðinga Dagskránni, frá 1.200.- til 1.750.- kr á dag. Miðað vil lægsta taxta og full stæði ætlar því flugrekstraraðilin að taka til sín um 430.000.- krónur á hverjum degi, alls um 157 milljónir á ári hverju. Auðvitað má segja að þessi útreikningur sé mikil einföldun, t.d. má hrósa Isavia fyrir að ætla að hafa fyrstu 5 klukkustundirnar fríar en þetta eru engur að síður vel mögulegar niðustöður þessarar gjaldtöku. Samkvæmt ársreikningi Isavia 2023 eru innanfélagstekjur Innanlandsflugvalla ehf um 42 milljónir króna og tel ég líklegt, án þess að hafa lúslesið ársreikningin, að tekjur af bílastæðagjöldum leggist við þann lið. Það má því segja að þegar bílastæðagjöld á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og fleiri stöðum bætast þar inn, sé m verulega aukningu á tekjum að ræða. Til samanburðar, þá eru tekjur Isavia af þjónustusamningi sínum við Innviðaráðaneytið liðlega 2.4 milljarðar króna vegna reksturs innanlandsflugvalla. Einnig keur fram í ársreikningi að: „Engar eignfærslur eru hjá félaginu vegna verkefna tengt viðhaldi né nýframkvæmdum þar sem slíkar framkvæmdir eru ekki eign félagsins heldur ríkisins en félaginu aðeins falið að annast umsýslu þessara framkvæmda.“ Isavia er því að mati umdirritaðs að fara að leggja á gjöld á notkun eign þriðja aðila þ.e á eign ríkissins. En hvaða þjónusta er það sem kallar á þessi gjöld.? Jú það kostar vissulega eitthvað að byggja upp, reka og viðhalda nokkur hundruð bílastæðum, en fram að þessu hefur þjónustan verið slök í meira lagi. Meginþorri umræddra bílastæða er, eins og áður hefur komið fram, léleg malarstæði, án lýsingar og án þjónustu, í rigningartíð er erfitt að komast um þurrum fótum, í þurkatíð eru þau undirlögð ryki og á vetrum þurfa þeir sem stæðin nýta að moka sig sjálfir út. Og nú ætlar flugrekstraraðilinn að hefja gjaldtöku á þessum „prýðisgóðu stæðum“.. Ekki ætla ég að fara síðan í þessum pistli að fara að tala um verð á innanlandsflugi, það er efni í aðra grein, en það má alveg geta þess að algengt verð á flugmiða milli Egilsstaða og Reykjavíkur sé á bilinu 30.000.- til 50.000.- aðra leiðina og þegar þessi gjaldtaka bætist við, má sennilega fara undirbúa jarðarför innanlandsflugs til Egilsstaða. Ég held að það sé alveg tímabært að skoða hvernig staðið er að málum hjá hinum ýmsu ohf fyritækjum, fyrirtækjum sem eru í eigu okkar landsmanna. Mín upplifun er að þau séu oft eins og ríki í ríkinu og fari fram rétt eins og þeim sýnist án þess að ráfæra sig við eigendur sína, það má t.d. minnast á kaup Landsbankans á tryggingafélagi nýverið því máli til stuðnings. Það er síðan lágmarkskrafa að áður en farið er að innheimta gjöld af veittri þjónustu að þjónustan sé til staðar. Það er ekki hægt að byrja á því að láta viðskitavin greiða fyrir veitingar áður en ég byggi veitingahúsið, en það er klárlega það sem Isavia virðist ætla gera, rukka fyrst og framkvæma svo.... kanski.. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og fyrrum notandi innanlandsflugs frá Egilsstöðum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun