Við elskum föt, eða hvað? Magnús Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2024 09:30 Íslendingar eru oft hinir bærilegustu neytendur, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta. Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun. Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa. Þó að tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun. Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar flytja inn, og þá tala ég eingöngu um einstaklinga, eru föt eða skór (45,5%). Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023. Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun. Við teljum að heildarfatamarkaðurinn á Íslandi sé í heildina 58,4 milljarðar króna á síðasta ári. Innlend fataverslun velti 39,3 milljörðum króna á árinu 2023 en þar af verslum við fyrir 3,7 milljarða króna í innlendri netverslun og 35,6 milljörðum króna í posa. Í þessum samanburði nam erlend netverslun í fötum árið 2023, 12,5 milljörðum króna eða 21,7% af fatamarkaði landsmanna. Aukningin er mest milli ára í erlendri netverslun eða 10,3% en innlend netverslun jókst um 8,1% á sama tíma. Það tónar saman við heildarfatamarkaðinn sem að jókst um 8,6% á milli ára á meðan að innlend verslun í posa jókst einungis um 2,4%. Við kaupum alltaf mest af fötum á afsláttardögunum í nóvember og rétt fyrir jól en á móti langminnst í upphafi árs en svo eykst það með hverjum mánuðinum. En þurfum við að hafa áhyggjur af auknum umsvifum erlendra netverslana hér á landi? Spilar íslenska verðlagið svona mikið inn í? Fyrstu mánuðir ársins 2024 hafa sýnt okkur það að fataverslun í posa er að dragast saman og netverslun innanlands er að sækja í sig veðrið. Við munum samt ekki hætta að kaupa föt. Ég held að Íslendingar geti vel státað sig af því að elska að kaupa föt, þó hvernig við gerum það muni breytast með tíð og tíma. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Öll gögn RSV má nálgast inn á Veltan.is. Gögnin hér að ofan eru fengin úr Kortaveltu RSV & Veltunnar, erlendum netverslunargögnum frá Tollinum og VSK-gögnum frá Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru oft hinir bærilegustu neytendur, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta. Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun. Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa. Þó að tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun. Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar flytja inn, og þá tala ég eingöngu um einstaklinga, eru föt eða skór (45,5%). Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023. Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun. Við teljum að heildarfatamarkaðurinn á Íslandi sé í heildina 58,4 milljarðar króna á síðasta ári. Innlend fataverslun velti 39,3 milljörðum króna á árinu 2023 en þar af verslum við fyrir 3,7 milljarða króna í innlendri netverslun og 35,6 milljörðum króna í posa. Í þessum samanburði nam erlend netverslun í fötum árið 2023, 12,5 milljörðum króna eða 21,7% af fatamarkaði landsmanna. Aukningin er mest milli ára í erlendri netverslun eða 10,3% en innlend netverslun jókst um 8,1% á sama tíma. Það tónar saman við heildarfatamarkaðinn sem að jókst um 8,6% á milli ára á meðan að innlend verslun í posa jókst einungis um 2,4%. Við kaupum alltaf mest af fötum á afsláttardögunum í nóvember og rétt fyrir jól en á móti langminnst í upphafi árs en svo eykst það með hverjum mánuðinum. En þurfum við að hafa áhyggjur af auknum umsvifum erlendra netverslana hér á landi? Spilar íslenska verðlagið svona mikið inn í? Fyrstu mánuðir ársins 2024 hafa sýnt okkur það að fataverslun í posa er að dragast saman og netverslun innanlands er að sækja í sig veðrið. Við munum samt ekki hætta að kaupa föt. Ég held að Íslendingar geti vel státað sig af því að elska að kaupa föt, þó hvernig við gerum það muni breytast með tíð og tíma. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Öll gögn RSV má nálgast inn á Veltan.is. Gögnin hér að ofan eru fengin úr Kortaveltu RSV & Veltunnar, erlendum netverslunargögnum frá Tollinum og VSK-gögnum frá Hagstofu Íslands.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun