Mættu ríðandi í skólann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2024 20:31 Þórunn Jónasdóttir skólastjóri Flóaskóla, ásamt þeim Benóný (t.v.) og Magnúsi Ögra, sem áttu hugmyndina að deginum, sem verður væntanlega hér eftir gerður að árlegum viðburði á vorin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólastarfið í Flóaskóla í Flóahreppi var brotið upp á skemmtilegan hátt í dag því nemendur og starfsmenn komu ríðandi í skólann á hestum sínum. Það var góð stemming í morgun þegar allir höfðu lagt á bak á bæjunum og héldu ríðandi í skólann á fákum sínum. Hugmyndin kom frá þeim Benóný Ágústssyni og Magnúsi Ögra Steindórssyni, nemendum. „Þetta er bara sniðugt og gaman að brjóta daginn upp með þessum hætti,” segir Benóný. Er Flóaskóli góður skóli? „Jú, jú, hann er helvíti góður,” segir Magnús Ögri. „Strákarnir komu og töluðu við mig en þeir eru í nemendaráði hjá okkur. Þeir töluðu við mig í haust og spurðu hvort það væri ekki möguleiki að koma á hesti í skólann einn dag og mér fannst það bara frábær hugmynd og svo þróaðist þetta svona og við gerðum þetta að fjölskyldudegi,” segir Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Komið ríðandi í skólann í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikill hestaáhugi í skólanum eða hvað? „Já, alveg hjá stórum hópi en það er náttúrulega mikið af hestum hér í Flóanum, mikið af góðum hestum,” segir Þórunn. Og krökkunum fannst frábært að mæta á hesti í skólann. „Mér finnst hestar eiginlega bestu dýrin, þeir eru uppáhalds dýrið mitt,” segir Sóley Lindsay, 8 ára og vinkona hennar, Lilja Reynisdóttir, 9 ára tók undir það með henni. Lilja var á merinni Golu en Sara var ekki viss með nafnið á hestinum sínum. En Flóaskóli, er það ekki frábær skóli? „Já, þetta er besti skólinn, sem við höfum verið í lífinu,” sögðu þær í kór. Vinkonurnar Sóley Lindsay (t.v.) og Lilja, sem segja Flóaskóla besta skóla, sem þær hafa verið í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn og einn afi tók líka þátt í reiðinni. „Ég dáist að skólastjóranum að taka svona vel í þessa hugmynd hjá strákunum og koma þessu í verk, það er alveg yndislegt,” segir Baldur Indriði Sveinsson á Litla Ármóti í Flóahreppi. Baldur Indriði Sveinsson, afi og bóndi á Litla Ármóti í Flóahreppi var hæstánægður með daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur bökuðu m.a. vöfflur í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Hestar Grunnskólar Dýr Skóla- og menntamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Það var góð stemming í morgun þegar allir höfðu lagt á bak á bæjunum og héldu ríðandi í skólann á fákum sínum. Hugmyndin kom frá þeim Benóný Ágústssyni og Magnúsi Ögra Steindórssyni, nemendum. „Þetta er bara sniðugt og gaman að brjóta daginn upp með þessum hætti,” segir Benóný. Er Flóaskóli góður skóli? „Jú, jú, hann er helvíti góður,” segir Magnús Ögri. „Strákarnir komu og töluðu við mig en þeir eru í nemendaráði hjá okkur. Þeir töluðu við mig í haust og spurðu hvort það væri ekki möguleiki að koma á hesti í skólann einn dag og mér fannst það bara frábær hugmynd og svo þróaðist þetta svona og við gerðum þetta að fjölskyldudegi,” segir Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Komið ríðandi í skólann í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikill hestaáhugi í skólanum eða hvað? „Já, alveg hjá stórum hópi en það er náttúrulega mikið af hestum hér í Flóanum, mikið af góðum hestum,” segir Þórunn. Og krökkunum fannst frábært að mæta á hesti í skólann. „Mér finnst hestar eiginlega bestu dýrin, þeir eru uppáhalds dýrið mitt,” segir Sóley Lindsay, 8 ára og vinkona hennar, Lilja Reynisdóttir, 9 ára tók undir það með henni. Lilja var á merinni Golu en Sara var ekki viss með nafnið á hestinum sínum. En Flóaskóli, er það ekki frábær skóli? „Já, þetta er besti skólinn, sem við höfum verið í lífinu,” sögðu þær í kór. Vinkonurnar Sóley Lindsay (t.v.) og Lilja, sem segja Flóaskóla besta skóla, sem þær hafa verið í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn og einn afi tók líka þátt í reiðinni. „Ég dáist að skólastjóranum að taka svona vel í þessa hugmynd hjá strákunum og koma þessu í verk, það er alveg yndislegt,” segir Baldur Indriði Sveinsson á Litla Ármóti í Flóahreppi. Baldur Indriði Sveinsson, afi og bóndi á Litla Ármóti í Flóahreppi var hæstánægður með daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur bökuðu m.a. vöfflur í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Hestar Grunnskólar Dýr Skóla- og menntamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira