Þráhyggja Björns Bjarnasonar Arnar Þór Jónsson skrifar 22. maí 2024 16:01 Enn heldur Björn Bjarnason áfram að veifa röngu tré um Bókun 35, sbr. bloggfærslu hans í dag, 22. maí 2024,[1] en Björn virðist eiga orðið erfitt með að tjá sig án þess að nefna þetta mál í þeim tilgangi að reyna að koma höggi á mig. Af þessu tilefni vil ég ítreka eftirfarandi: Aðild Íslands að EES samningnum hefur frá upphafi hvílt á þeirri grunnforsendu að samningurinn fylgdi reglum hefðbundins milliríkjasamstarfs. Um leið liggur fyrir að af hálfu gagnaðila Íslands (áður EB, nú ESB) hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að tryggt væri að reglur EES-samningsins nytu forgangs fram yfir landsréttinn. Þar sem stjórnskipun Íslands byggir á tvíeðli þjóðaréttar en ekki eineðli og þar sem stjórnarskráin heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma þessi ólíku sjónarmið og orða það í meginmáli EES samningnum sjálfs var valið að að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35. var lagt til að Alþingi lögleiddi reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti: Himinn og haf er milli þess, annars vegar, að reyna með lögskýringu að skýra íslensk lög til samræmis við EES-rétt og hins vegar þess að líta alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur gera. Frammi fyrir gervirökum Björns Bjarnasonar er tímabært að Íslendingar skoði heildarsamhengið og leiti svara við alvarlegum spurningum. Gera verður alvarlegar athugasemdir við það að frumvarpið um bókun 35 er fært fram undir því yfirskini að sem „lítið og opið samfélag [hafi] Ísland ríka hagsmuni af því að staðið sé við þjóðréttarlegar skuldbindingar“. Þetta eru svonefnd fait accompli skírskotun, þar sem gefið er til kynna að ekki sé lengur um neitt að tala, ákvörðun hafi þegar verið tekin og málið í reynd afgreitt. Þessu verður Alþingi að hafna afdráttarlaust. Engin atkvæðagreiðsla hefur farið fram á Alþingi Íslendinga sem réttlætir notkun slíkra gerviröksemda. Álitamálið sem hér um ræðir, þ.e. framsal löggjafarvalds, hefur verið umdeilt frá upphafi og aldrei hlotið neina þá heildarafgreiðslu að leyfilegt sé að segja það útkljáð eða útrætt. Til þess þyrfti í raun stjórnarskrárbreytingu. Meðan stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal löggjafarvalds berum orðum verður að gera alvarlegar athugasemdir við framsetninguna í skýrslu utanríkisráðherra, enda stappar sú framsetning nærri því að vera tilraun til að afvegaleiða þing og þjóð í stjórnskipulega mikilvægu máli. Einnig ber afdráttarlaust að hafna þeirri fullyrðingu sem rangri að frumvarpið um bókun 35 snúist um að tryggja Íslendingum aðgang að mikilvægu markaðssvæði. Sá aðgangur var að mestu leyti tryggður með fríverslunarsamningum EFTA ríkjanna við Efnahagsbandalag Evrópu árið 1972. Á þeim grunni höfðu flest innflutningsgjöld á iðnvörur verið felld niður árið 1977.[2] Færð hafa verið fram rök fyrir því að EES hindri nú orðið frjálsa verslun við umheiminn með tæknihindrunum og að þetta sé vaxandi vandamál.[3] Þegar heildarmyndin er skoðuð er nærtækara að draga þá ályktun að frumvarpið um bókun 35 sé lokahnykkurinn í ferli sem réttara væri að kenna við efnahagslegan og lagalegan samruna Íslands við ESB, þar sem ESB ræður ferðinni. Afleiðingin af slíkum samruna verður augljóslega sú að markaðurinn verður settur í fyrsta sæti, en sjónarmið sem byggjast á samfélagslegum markmiðum, þjóðarhag, innviðauppbyggingu, matvælaöryggi o.þ.h. verða út undan af þeirri einföldu ástæðu að EES-samningurinn fjallar ekki um slík atriði. Í stað þess að hugsa t.d. um að standa vörð um hreinleika innlends landbúnaðar eða byggja upp hitaveitu- og raforkukerfi til að þjónusta innlend heimili og innlendan iðnað skulu fjórfrelsisákvæði EES réttar yfirtrompa aðrar reglur og allt markaðsvætt nema ríkin geti réttlætt undanþágur. Dæmi: Með því að fella orkumál (að nauðsynjalausu) undir EES samninginn er orka orðin skilgreind sem vara á markaði. Þegar þarfir markaðarins kalla á að sæstrengur verði lagður til Íslands (eða frá Íslandi) verður ekki hlustað á röksemdir um það að uppbygging raforkukerfisins á Íslandi hafi átt að þjóna íbúum Íslands með því að færa heimilum og fyrirtækjum á Íslandi ódýra orku og bætt lífsgæði. Annað dæmi um ófyrirsjáanleikann og það hvernig EES reglur þenja sig út yfir svið sem Íslendingar töldu standa utan við samningssviðið er sú staðreynd að nú má flytja inn hrátt og ófrosið kjöt til Íslands frá öðrum hlutum EES svæðisins, því slíkt kjöt telst nú vara samkvæmt túlkun dómstóla. Í þessu sannast að fjórfrelsi Evrópuréttarins og þarfir markaðarins yfirtrompa allt annað, þannig að m.a.s. sjónarmið um vernd íslensks landbúnaðar gegn fjölónæmum bakteríum verða að lúta í lægra haldi. Með því sem hér blasir við er verið að aftengja stjórnmálin grundvallarhlutverki sínu að leita jafnvægis milli ólíkra hagsmuna og sjónarmiða. Með því að ofurselja þjóðfélagslega hagsmuni markaðslögmálum er verið að gengisfella pólitíska umræðu, grafa undan flokksstarfi, þrengja möguleika almennings á því að hafa áhrif á pólitíska stefnumörkun, veikja löggjafarhlutverk Alþingis og í stuttu máli skerða íslenskt fullveldi. Þetta verða menn að taka alvarlega því afleiðingarnar gætu orðið mjög skaðlegar fyrir Ísland. Af þessu leiðir að skoða verður málið vel, ekki aðeins út frá lögfræðilegu sjónarhorni, heldur einnig í sögulegu, pólitísku, hagfræðilegu og efnahagslegu ljósi. Um hina sögulegu og lögfræðilegu hlið má m.a. lesa hér. Höfundur er forsetaframbjóðandi og lögmaður. [1] Sjá https://www.bjorn.is/dagbok/nr/11496 [2] Sjá https://www.efta.int/media/publications/fact-sheets/EEA-factsheets/FACTSHEET-20ICE-20webversion-202005.pdf [3] Um þetta hefur m.a. Hjörtur J. Guðmundsson fjallað nokkrum sinnum, sjá nánar á www.fullveldi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Utanríkismál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Enn heldur Björn Bjarnason áfram að veifa röngu tré um Bókun 35, sbr. bloggfærslu hans í dag, 22. maí 2024,[1] en Björn virðist eiga orðið erfitt með að tjá sig án þess að nefna þetta mál í þeim tilgangi að reyna að koma höggi á mig. Af þessu tilefni vil ég ítreka eftirfarandi: Aðild Íslands að EES samningnum hefur frá upphafi hvílt á þeirri grunnforsendu að samningurinn fylgdi reglum hefðbundins milliríkjasamstarfs. Um leið liggur fyrir að af hálfu gagnaðila Íslands (áður EB, nú ESB) hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að tryggt væri að reglur EES-samningsins nytu forgangs fram yfir landsréttinn. Þar sem stjórnskipun Íslands byggir á tvíeðli þjóðaréttar en ekki eineðli og þar sem stjórnarskráin heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma þessi ólíku sjónarmið og orða það í meginmáli EES samningnum sjálfs var valið að að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35. var lagt til að Alþingi lögleiddi reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti: Himinn og haf er milli þess, annars vegar, að reyna með lögskýringu að skýra íslensk lög til samræmis við EES-rétt og hins vegar þess að líta alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur gera. Frammi fyrir gervirökum Björns Bjarnasonar er tímabært að Íslendingar skoði heildarsamhengið og leiti svara við alvarlegum spurningum. Gera verður alvarlegar athugasemdir við það að frumvarpið um bókun 35 er fært fram undir því yfirskini að sem „lítið og opið samfélag [hafi] Ísland ríka hagsmuni af því að staðið sé við þjóðréttarlegar skuldbindingar“. Þetta eru svonefnd fait accompli skírskotun, þar sem gefið er til kynna að ekki sé lengur um neitt að tala, ákvörðun hafi þegar verið tekin og málið í reynd afgreitt. Þessu verður Alþingi að hafna afdráttarlaust. Engin atkvæðagreiðsla hefur farið fram á Alþingi Íslendinga sem réttlætir notkun slíkra gerviröksemda. Álitamálið sem hér um ræðir, þ.e. framsal löggjafarvalds, hefur verið umdeilt frá upphafi og aldrei hlotið neina þá heildarafgreiðslu að leyfilegt sé að segja það útkljáð eða útrætt. Til þess þyrfti í raun stjórnarskrárbreytingu. Meðan stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal löggjafarvalds berum orðum verður að gera alvarlegar athugasemdir við framsetninguna í skýrslu utanríkisráðherra, enda stappar sú framsetning nærri því að vera tilraun til að afvegaleiða þing og þjóð í stjórnskipulega mikilvægu máli. Einnig ber afdráttarlaust að hafna þeirri fullyrðingu sem rangri að frumvarpið um bókun 35 snúist um að tryggja Íslendingum aðgang að mikilvægu markaðssvæði. Sá aðgangur var að mestu leyti tryggður með fríverslunarsamningum EFTA ríkjanna við Efnahagsbandalag Evrópu árið 1972. Á þeim grunni höfðu flest innflutningsgjöld á iðnvörur verið felld niður árið 1977.[2] Færð hafa verið fram rök fyrir því að EES hindri nú orðið frjálsa verslun við umheiminn með tæknihindrunum og að þetta sé vaxandi vandamál.[3] Þegar heildarmyndin er skoðuð er nærtækara að draga þá ályktun að frumvarpið um bókun 35 sé lokahnykkurinn í ferli sem réttara væri að kenna við efnahagslegan og lagalegan samruna Íslands við ESB, þar sem ESB ræður ferðinni. Afleiðingin af slíkum samruna verður augljóslega sú að markaðurinn verður settur í fyrsta sæti, en sjónarmið sem byggjast á samfélagslegum markmiðum, þjóðarhag, innviðauppbyggingu, matvælaöryggi o.þ.h. verða út undan af þeirri einföldu ástæðu að EES-samningurinn fjallar ekki um slík atriði. Í stað þess að hugsa t.d. um að standa vörð um hreinleika innlends landbúnaðar eða byggja upp hitaveitu- og raforkukerfi til að þjónusta innlend heimili og innlendan iðnað skulu fjórfrelsisákvæði EES réttar yfirtrompa aðrar reglur og allt markaðsvætt nema ríkin geti réttlætt undanþágur. Dæmi: Með því að fella orkumál (að nauðsynjalausu) undir EES samninginn er orka orðin skilgreind sem vara á markaði. Þegar þarfir markaðarins kalla á að sæstrengur verði lagður til Íslands (eða frá Íslandi) verður ekki hlustað á röksemdir um það að uppbygging raforkukerfisins á Íslandi hafi átt að þjóna íbúum Íslands með því að færa heimilum og fyrirtækjum á Íslandi ódýra orku og bætt lífsgæði. Annað dæmi um ófyrirsjáanleikann og það hvernig EES reglur þenja sig út yfir svið sem Íslendingar töldu standa utan við samningssviðið er sú staðreynd að nú má flytja inn hrátt og ófrosið kjöt til Íslands frá öðrum hlutum EES svæðisins, því slíkt kjöt telst nú vara samkvæmt túlkun dómstóla. Í þessu sannast að fjórfrelsi Evrópuréttarins og þarfir markaðarins yfirtrompa allt annað, þannig að m.a.s. sjónarmið um vernd íslensks landbúnaðar gegn fjölónæmum bakteríum verða að lúta í lægra haldi. Með því sem hér blasir við er verið að aftengja stjórnmálin grundvallarhlutverki sínu að leita jafnvægis milli ólíkra hagsmuna og sjónarmiða. Með því að ofurselja þjóðfélagslega hagsmuni markaðslögmálum er verið að gengisfella pólitíska umræðu, grafa undan flokksstarfi, þrengja möguleika almennings á því að hafa áhrif á pólitíska stefnumörkun, veikja löggjafarhlutverk Alþingis og í stuttu máli skerða íslenskt fullveldi. Þetta verða menn að taka alvarlega því afleiðingarnar gætu orðið mjög skaðlegar fyrir Ísland. Af þessu leiðir að skoða verður málið vel, ekki aðeins út frá lögfræðilegu sjónarhorni, heldur einnig í sögulegu, pólitísku, hagfræðilegu og efnahagslegu ljósi. Um hina sögulegu og lögfræðilegu hlið má m.a. lesa hér. Höfundur er forsetaframbjóðandi og lögmaður. [1] Sjá https://www.bjorn.is/dagbok/nr/11496 [2] Sjá https://www.efta.int/media/publications/fact-sheets/EEA-factsheets/FACTSHEET-20ICE-20webversion-202005.pdf [3] Um þetta hefur m.a. Hjörtur J. Guðmundsson fjallað nokkrum sinnum, sjá nánar á www.fullveldi.is
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun