Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 15:04 Donald Trump Trump með verjanda sínum Todd Blanche í réttarsal í New York. Blanche sagði ekkert ólöglegt við að fá götublað til að hjálpa framboði að drepa óþægilegar fréttir. AP/Dave Sanders/The New York Times Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. Kviðdómur í málinu var sendur heim eftir að vitnaleiðslum lauk í dag. Hann verður kallaður næst saman fyrir málflutningsræður sækjenda og verjenda eftir viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump svaraði ekki spurningum fréttamanna um af hverju hann bæri ekki vitni á leið sinni úr dómshúsinu. Hann sagði í síðasta mánuði að hann ætlaði algerlega að bera vitni. „Ég ætla að bera vitni. Ég segi sannleikann. Ég meina, það eina sem ég get gert er að segja satt og sannleikurinn er að það er ekkert mál hér,“ sagði hann 12. apríl. Málið gegn Trump í New York er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til klámstjörnu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vitni ákæruvaldsins lýstu því að Trump hefði gert samkomulag við þáverandi útgefanda götublaðs um að þagga niður óþægilegar frásagnir sem gætu skaðað forsetaframboð hans. Michael Cohen, þáverandi hægrihandarmaður Trump, sagðist hafa greitt Stormy Daniels, klámstjörnu sem sagðist hafa sængað hjá Trump, til þess að tryggja þögn hennar. Endurgreiðslur Trump-fyrirtækisins til hans hafi síðan verið dulbúnar sem „lögfræðikostnaður“. Verjendur drógu upp þá mynd af Cohen að hann væri lyginn glæpamaður sem væri ekki treystandi. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels á sínum tíma og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um ótengt mál sem varðaði fyrirtæki Trump. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Kviðdómur í málinu var sendur heim eftir að vitnaleiðslum lauk í dag. Hann verður kallaður næst saman fyrir málflutningsræður sækjenda og verjenda eftir viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump svaraði ekki spurningum fréttamanna um af hverju hann bæri ekki vitni á leið sinni úr dómshúsinu. Hann sagði í síðasta mánuði að hann ætlaði algerlega að bera vitni. „Ég ætla að bera vitni. Ég segi sannleikann. Ég meina, það eina sem ég get gert er að segja satt og sannleikurinn er að það er ekkert mál hér,“ sagði hann 12. apríl. Málið gegn Trump í New York er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til klámstjörnu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vitni ákæruvaldsins lýstu því að Trump hefði gert samkomulag við þáverandi útgefanda götublaðs um að þagga niður óþægilegar frásagnir sem gætu skaðað forsetaframboð hans. Michael Cohen, þáverandi hægrihandarmaður Trump, sagðist hafa greitt Stormy Daniels, klámstjörnu sem sagðist hafa sængað hjá Trump, til þess að tryggja þögn hennar. Endurgreiðslur Trump-fyrirtækisins til hans hafi síðan verið dulbúnar sem „lögfræðikostnaður“. Verjendur drógu upp þá mynd af Cohen að hann væri lyginn glæpamaður sem væri ekki treystandi. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels á sínum tíma og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um ótengt mál sem varðaði fyrirtæki Trump.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09
Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43