Kaupstefna Brighton ástæðan fyrir brotthvarfi De Zerbi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. maí 2024 23:31 Mun ekki stýra Brighton á næstu leiktíð. Adam Davy/Getty Images Það þótti heldur óvænt þegar tilkynnt var að Roberto De Zerbi myndi yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion nú í sumar. Nú hefur verið greint frá því hvers vegna hann mun leita á önnur mið. Hinn 44 ára gamli De Zerbi er talinn með efnilegri þjálfurum ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Brighton árið 2022 frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Þar áður hafði hann náð eftirtektarverðum árangri með Sassuolo í heimalandinu. Hann vakti strax athygli fyrir leikstíl sinn og sá De Zerbi til þess að Brighton saknaði Graham Potter ekki neitt en sá fór til Chelsea. Það virtist ekki koma að sök að Brighton seldi einnig marga af sínu bestu mönnum en það virðist þó hafa farið í taugarnar á De Zerbi. The Athletic hefur greint frá því að De Zerbi og eigandinn Tony Bloom séu einfaldlega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að leikmannastefnu félagsins. Sem stendur vill Brighton: Unga og efnilega leikmenn sem hægt er að kaupa ódýrt, þjálfa upp og selja fyrir fúlgur fjár eftir að þeir hafa sýnt hvað þeir geta hjá Brighton. Dæmi um slíka leikmenn eru: Kaoru Mitoma, Simon Adingra, Julio Enciso og Evan Ferguson. Reynslumikla leikmenn, helst enska, sem hafa unnið titla og geta leiðbeint yngri leikmönnum. Þar má nefna James Milner, Adam Lallana og Danny Welbeck. De Zerbi vill einfaldlega fleiri leikmenn í aldurs- og launaflokknum þarna á milli. Það er Bloom ekki til í enda hefur hans hugmyndafræði skotið Brighton upp deildirnar og alla leið í Evrópukeppni á síðustu leiktíð, undir stjórn De Zerbi. Þar sem Bloom haggast ekki á sinni skoðun og De Zerbi telur sig hafa komið Brighton eins langt og hann mögulega getur þá skilja leiðir í sumar. Which club do you think Roberto De Zerbi will manage next? pic.twitter.com/QUAT4badHs— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 18, 2024 De Zerbi hefur þegar verið orðaður við lið á borð við AC Milan og Bayern München á meðan Brighton horfir til Kieran McKenna, manninum sem hefur komið Ipswich Town úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Hinn 44 ára gamli De Zerbi er talinn með efnilegri þjálfurum ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Brighton árið 2022 frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Þar áður hafði hann náð eftirtektarverðum árangri með Sassuolo í heimalandinu. Hann vakti strax athygli fyrir leikstíl sinn og sá De Zerbi til þess að Brighton saknaði Graham Potter ekki neitt en sá fór til Chelsea. Það virtist ekki koma að sök að Brighton seldi einnig marga af sínu bestu mönnum en það virðist þó hafa farið í taugarnar á De Zerbi. The Athletic hefur greint frá því að De Zerbi og eigandinn Tony Bloom séu einfaldlega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að leikmannastefnu félagsins. Sem stendur vill Brighton: Unga og efnilega leikmenn sem hægt er að kaupa ódýrt, þjálfa upp og selja fyrir fúlgur fjár eftir að þeir hafa sýnt hvað þeir geta hjá Brighton. Dæmi um slíka leikmenn eru: Kaoru Mitoma, Simon Adingra, Julio Enciso og Evan Ferguson. Reynslumikla leikmenn, helst enska, sem hafa unnið titla og geta leiðbeint yngri leikmönnum. Þar má nefna James Milner, Adam Lallana og Danny Welbeck. De Zerbi vill einfaldlega fleiri leikmenn í aldurs- og launaflokknum þarna á milli. Það er Bloom ekki til í enda hefur hans hugmyndafræði skotið Brighton upp deildirnar og alla leið í Evrópukeppni á síðustu leiktíð, undir stjórn De Zerbi. Þar sem Bloom haggast ekki á sinni skoðun og De Zerbi telur sig hafa komið Brighton eins langt og hann mögulega getur þá skilja leiðir í sumar. Which club do you think Roberto De Zerbi will manage next? pic.twitter.com/QUAT4badHs— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 18, 2024 De Zerbi hefur þegar verið orðaður við lið á borð við AC Milan og Bayern München á meðan Brighton horfir til Kieran McKenna, manninum sem hefur komið Ipswich Town úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira