Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé vanhæft til að takast á við aðstæðurnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. maí 2024 18:09 Prófessor í stjórnmálafræði segir það stórfréttir að alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafi farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Stærstu fréttirnar séu þó þær að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega vanhæft til að takast á við aðstæðurnar. Í yfirlýsingu frá Karim Khan aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins kemur fram að meðal ákæruliða gagnvart þremur leiðtogum Hamas séu morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi. Þá telur Khan að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins, beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Palestínuríkis á Gasa frá 7. október á síðasta ári. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir dómstólinn hafa verið gagnrýndan í gegnum tíðina fyrir að beina sjónum sínum að öðrum svæðum en Vesturlöndum. „Bandamenn Vestrænna ríkja hafa viljað hafa hendur í hári leiðtoga í Afríku og annara sem hafa verið andstæðir Vesturlöndum.“ Þannig að það að saksóknarinn vilji fá handtökuskipun á Benjamin Netanjahú eru hreinlega stórfréttir. Stóra málið að hans mati sé þó það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega ófært um að takast á við aðstæðurnar. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem á að vera vettvangur fyrir svona deilur, er algjörlega lamað í þessu máli. Það hefur reynst gjörsamlega vanhæft til að takast á við það. Það er einkum og sér í lagi vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar.“ Margt óljóst enn Vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óskar eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Þá eru álitamál uppi um lögsögu dómstólsins sem nær ekki til Ísrael en Palestína er undir lögsögu dómstólsins, og á því byggir krafa saksóknara. Því er margt óljóst enn en Eiríkur segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kom öllum á óvart, enda í fyrsta sinn sem við sjáum mál af slíkum toga. Hinsvegar hafði saksóknarinn varað við þessari niðurstöðu, héldi Ísraelsher áfram framferði sínu á Gaza. Útfrá því ætti þetta ekki að koma á óvart, en vegna þess hversu stóra atburður þetta sé hlýtur hann að vekja eftirtekt.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Karim Khan aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins kemur fram að meðal ákæruliða gagnvart þremur leiðtogum Hamas séu morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi. Þá telur Khan að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins, beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Palestínuríkis á Gasa frá 7. október á síðasta ári. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir dómstólinn hafa verið gagnrýndan í gegnum tíðina fyrir að beina sjónum sínum að öðrum svæðum en Vesturlöndum. „Bandamenn Vestrænna ríkja hafa viljað hafa hendur í hári leiðtoga í Afríku og annara sem hafa verið andstæðir Vesturlöndum.“ Þannig að það að saksóknarinn vilji fá handtökuskipun á Benjamin Netanjahú eru hreinlega stórfréttir. Stóra málið að hans mati sé þó það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega ófært um að takast á við aðstæðurnar. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem á að vera vettvangur fyrir svona deilur, er algjörlega lamað í þessu máli. Það hefur reynst gjörsamlega vanhæft til að takast á við það. Það er einkum og sér í lagi vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar.“ Margt óljóst enn Vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óskar eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Þá eru álitamál uppi um lögsögu dómstólsins sem nær ekki til Ísrael en Palestína er undir lögsögu dómstólsins, og á því byggir krafa saksóknara. Því er margt óljóst enn en Eiríkur segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kom öllum á óvart, enda í fyrsta sinn sem við sjáum mál af slíkum toga. Hinsvegar hafði saksóknarinn varað við þessari niðurstöðu, héldi Ísraelsher áfram framferði sínu á Gaza. Útfrá því ætti þetta ekki að koma á óvart, en vegna þess hversu stóra atburður þetta sé hlýtur hann að vekja eftirtekt.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira