Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. maí 2024 11:22 Eiríkur Bergmann segir allt líta út fyrir að þyrluslysið í gær hafi verið raunverulegt slys en samsæriskenningar um annað fari eflaust á kreik. Vísir/Arnar/Getty. Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta Íran eftir að hafa sótt viðburð og vígt nýja stíflu nærri asersku landamærunum. Í för með Raisi í þyrlunni var utanríkisráðherra landsins, Hossein AmirAbdollahian ásamt nokkurra manna fylgdarliði og áhöfn. Talið er að þyrlan hafi skollið til jarðar eftir að flugmaður hennar lenti í vandræðum í mikilli þoku. Eftir um 15 klukkustunda leit fannst flak þyrlunnar og í ljós kom að allir sem voru um borð voru látnir. Allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í raun ekkert benda til þess að slysið muni leiða til frekari upplausnar í Miðausturlöndum. „Hér er ekki um að ræða leiðtoga klerkastjórnarinnar heldur næstráðandann. Áfram er Ayatollah við völd. Og það bendir allt til þess að þetta hafi verið slys einfaldlega vegna slæms veðurs frekar en að illvirkjar hafi verið á ferðinni.“ Mohammad Mokhber, varaforseti landsins, tekur nú við embætti forseta Íran en líkt og stjórnarskrá landsins kveður á um fara forsetakosningar fram innan fimmtíu daga. Eiríkur segir stjórnarfarið í Íran fremur sérkennilegt, staða forseta þar sé í raun eins og forsætisráðherra undir leiðtoga klerkastjórnar. Það er leiðtogi klerkastjórnarinnar sem er hið raunverulega vald í landinu og hann situr áfram. Raisi sem nú er látinn hafi verið einstakur harðlínumaður. „Hann var stundum kallaður kallaður slátrarinn í Tehran. Hann hefur barið niður öll andofs-og frelsisöfl í landinu með harðri hendi, hefur kúgað fólkið heima fyrir og fangelsað það. Það má gera ráð fyrir því að eftirmaður hans verði af strangari gerðinni líka. En það er erfitt að ímynda sér eins mikinn harðlínumann og Raisi var.“ Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta Íran eftir að hafa sótt viðburð og vígt nýja stíflu nærri asersku landamærunum. Í för með Raisi í þyrlunni var utanríkisráðherra landsins, Hossein AmirAbdollahian ásamt nokkurra manna fylgdarliði og áhöfn. Talið er að þyrlan hafi skollið til jarðar eftir að flugmaður hennar lenti í vandræðum í mikilli þoku. Eftir um 15 klukkustunda leit fannst flak þyrlunnar og í ljós kom að allir sem voru um borð voru látnir. Allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í raun ekkert benda til þess að slysið muni leiða til frekari upplausnar í Miðausturlöndum. „Hér er ekki um að ræða leiðtoga klerkastjórnarinnar heldur næstráðandann. Áfram er Ayatollah við völd. Og það bendir allt til þess að þetta hafi verið slys einfaldlega vegna slæms veðurs frekar en að illvirkjar hafi verið á ferðinni.“ Mohammad Mokhber, varaforseti landsins, tekur nú við embætti forseta Íran en líkt og stjórnarskrá landsins kveður á um fara forsetakosningar fram innan fimmtíu daga. Eiríkur segir stjórnarfarið í Íran fremur sérkennilegt, staða forseta þar sé í raun eins og forsætisráðherra undir leiðtoga klerkastjórnar. Það er leiðtogi klerkastjórnarinnar sem er hið raunverulega vald í landinu og hann situr áfram. Raisi sem nú er látinn hafi verið einstakur harðlínumaður. „Hann var stundum kallaður kallaður slátrarinn í Tehran. Hann hefur barið niður öll andofs-og frelsisöfl í landinu með harðri hendi, hefur kúgað fólkið heima fyrir og fangelsað það. Það má gera ráð fyrir því að eftirmaður hans verði af strangari gerðinni líka. En það er erfitt að ímynda sér eins mikinn harðlínumann og Raisi var.“
Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56