Tveir prestar og tveir djáknar vígðir í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2024 13:31 Allir eru velkomnir við athöfnina í Skálholsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu klukkan 17:00. Aðsend Það verður hátíðarstund í Skálholtsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu en þá verða vígðir tveir prestar og tveir djáknar. Vígsluvottar verða tíu prestar og djáknar. Vígslumessan er opin öllum. Athöfnin fer fram klukkan 17:00 í Skálholti og búist er við fjölmenni við athöfnina enda ekki á hverjum degi sem tveir prestar eru vígðir og tveir djáknar í sömu athöfninni. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti mun sjá um vígsluna. „Prestarnir eru Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, sem er að fara í Lágafellskirkju og svo er það hún Steinunn Anna Baldvinsdóttir í Seljakirkju og djáknarnir eru Bergþóra Ragnarsdóttir, sem kemur í Skálholtsprestakall og Ívar Valbergsson í Keflavíkurkirkju,” segir Kristján. Eru miklar serimoníur í kringum svona vígslu eða hvað? „Já, já, það er heilmikið. Það þarf að tóna þetta á latínu líka svo heilagur andi heyri þetta vel og skilja allt sem fram fer, hann er ákallaður yfir þá, sem eru að þiggja vígsluna og það er bara mjög djúpt og merkilegt í lífi allra að ganga undir það.” Og Kristján Björnsson verður í hlutverki biskups Íslands við vígsluna. „Já í athöfninni er ég það því ég gegni þjónustu biskups Íslands alltaf þegar biskup Íslands felur mér svona verkefni og vígslur eru bara mjög djúp og guðfræðileg atvik í lífi kirkjunnar og þá þarf að vera biskup til að gera það,” segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sem mun sjá um vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig tilfinning er það að fá að vera biskup í smástund? „Það er búið að vera mjög góð tilfinning alltaf”, segir hann hlæjandi. Það má bæta því við að Skálholtskórinn mun syngja við athöfnina á morgun og Jón Bjarnason verður organisti og auk þess munu tveir trompetleikarar spila. Vígslumessan er opin öllum og allir velkomnir í Skálholt á morgun, annan í hvítasunnu. Reiknað er með fjölmenni í Skálholt á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Athöfnin fer fram klukkan 17:00 í Skálholti og búist er við fjölmenni við athöfnina enda ekki á hverjum degi sem tveir prestar eru vígðir og tveir djáknar í sömu athöfninni. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti mun sjá um vígsluna. „Prestarnir eru Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, sem er að fara í Lágafellskirkju og svo er það hún Steinunn Anna Baldvinsdóttir í Seljakirkju og djáknarnir eru Bergþóra Ragnarsdóttir, sem kemur í Skálholtsprestakall og Ívar Valbergsson í Keflavíkurkirkju,” segir Kristján. Eru miklar serimoníur í kringum svona vígslu eða hvað? „Já, já, það er heilmikið. Það þarf að tóna þetta á latínu líka svo heilagur andi heyri þetta vel og skilja allt sem fram fer, hann er ákallaður yfir þá, sem eru að þiggja vígsluna og það er bara mjög djúpt og merkilegt í lífi allra að ganga undir það.” Og Kristján Björnsson verður í hlutverki biskups Íslands við vígsluna. „Já í athöfninni er ég það því ég gegni þjónustu biskups Íslands alltaf þegar biskup Íslands felur mér svona verkefni og vígslur eru bara mjög djúp og guðfræðileg atvik í lífi kirkjunnar og þá þarf að vera biskup til að gera það,” segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sem mun sjá um vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig tilfinning er það að fá að vera biskup í smástund? „Það er búið að vera mjög góð tilfinning alltaf”, segir hann hlæjandi. Það má bæta því við að Skálholtskórinn mun syngja við athöfnina á morgun og Jón Bjarnason verður organisti og auk þess munu tveir trompetleikarar spila. Vígslumessan er opin öllum og allir velkomnir í Skálholt á morgun, annan í hvítasunnu. Reiknað er með fjölmenni í Skálholt á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira