Er ungum mönnum sama um sjófólk? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar 16. maí 2024 16:00 Í nýlegum pistli sparar Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ekki stóru orðin um hörundssára grunnskólakennara og fréttamenn, sem hann telur móðgast yfir smámunum. Þetta réttsýna fólk er víst svo sárlega móðgað að það sýður alveg upp úr hjá honum (leiðsögumanninum). Þrátt fyrir að skrifa um áhugavert efni með réttsýnina að leiðarljósi, þá fer Vala í óþarfa dúkkuleik með ímynduðum grunnskólakennurum og starfsfólki RÚV, sem hún segir að tilheyri „her“ sem „geldir íslenskuna“ og vilji „útrýma hinu hlutlausa karlkyni“. Verð ég sjálfkrafa stimplaður „móðgaður“ fyrir að andmæla þessum hugmyndum? Því miður er algengt að netverjar skapi sér ímyndaðan hóp af ímynduðum óvinum með ímyndaðar skoðanir, til þess að slást við sér til dægrastyttingar og úthellinga á alhæfingum og samsæriskenningum. Það er mannfjandsamlegt og dregur úr gildi annars venjulegra vangaveltna. Sá hópur sem vill „útrýma orðinu maður“ er ekki til. Ekki að ég sé mikið kurteisari, ég birti varla neitt nema í bræðiskasti gagnvart farsæld og velmegun blásaklausra möppudýra. Vala skrifar um tvennt sem ég er til í að ritdeila um. Annarsvegar að þessi þróun íslenskrar tungu sé til hins verra og hins vegar að sú þróun á sér stað vegna samsæris frjálslyndra íslenskukennara og starfsmanna RÚV. Æðrulausa og ígrundaða lesönd: Hver annar á að þróa tungumálið? Ólæsir drengir? Valhöll? Klón af Jónasi Hallgrímssyni? Íslenskumælandi rímarar sem hafa hingað til bara skapað nýyrði um dóp eða kynlíf? Það er varla hægt að reiða sig á þá, á meðan gramm af grasi kostar 4k og bitches vilja jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri! Íslenska er ávallt í stöðnunarhættu og er nú að renna úr höndum unga fólksins, sem vilja frekar hafa Youtube Kids á ensku í litlu skítugu lúkunum sínum. Kannski mun karlkynið fá upprisu þegar Iphone-soðnu börnin byrja öll að reka hlöðuvörp um karlmennsku og hvernig vistarbandið bjó til geggjað þjarkarfar (e. Grindset). En hvernig er hægt að tryggja að þau hlöðuvarpi á góðri íslensku? Kóranið kennir ímömum að gleðjast ef læti í börnum trufla helgihald, sömuleiðis má alveg vera gleðiefni ef eitthvert vill breyta íslenskunni. Það sýnir að ný kynslóð sé forvitin um hvernig gamalt tungumál getur passað í sinn raunveruleika. Er ekki eðlileg þróun í janfréttisparadís að nýjustu vendingar í tungumáli þess endurspegli jafnrétti kynjanna? Atómskáldin prófuðu að yrkja óbundin ljóð, sjálfstæðissinnar fældust frá notkun dönskuslettna og fólk er byrjað að brúka ókynjað mál í dag. Þegar Bubbi bjó til Ísbjarnarblús, móðguðust ekki einhverjir? Hvar væri íslenska í dag ef fólk hefði ekki áhuga á að laga hana að sér? Er ekki einmitt tilraunastarfsemi og þróun það sem heldur henni á lífi? Höfundur er bitch sem vill jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli sparar Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ekki stóru orðin um hörundssára grunnskólakennara og fréttamenn, sem hann telur móðgast yfir smámunum. Þetta réttsýna fólk er víst svo sárlega móðgað að það sýður alveg upp úr hjá honum (leiðsögumanninum). Þrátt fyrir að skrifa um áhugavert efni með réttsýnina að leiðarljósi, þá fer Vala í óþarfa dúkkuleik með ímynduðum grunnskólakennurum og starfsfólki RÚV, sem hún segir að tilheyri „her“ sem „geldir íslenskuna“ og vilji „útrýma hinu hlutlausa karlkyni“. Verð ég sjálfkrafa stimplaður „móðgaður“ fyrir að andmæla þessum hugmyndum? Því miður er algengt að netverjar skapi sér ímyndaðan hóp af ímynduðum óvinum með ímyndaðar skoðanir, til þess að slást við sér til dægrastyttingar og úthellinga á alhæfingum og samsæriskenningum. Það er mannfjandsamlegt og dregur úr gildi annars venjulegra vangaveltna. Sá hópur sem vill „útrýma orðinu maður“ er ekki til. Ekki að ég sé mikið kurteisari, ég birti varla neitt nema í bræðiskasti gagnvart farsæld og velmegun blásaklausra möppudýra. Vala skrifar um tvennt sem ég er til í að ritdeila um. Annarsvegar að þessi þróun íslenskrar tungu sé til hins verra og hins vegar að sú þróun á sér stað vegna samsæris frjálslyndra íslenskukennara og starfsmanna RÚV. Æðrulausa og ígrundaða lesönd: Hver annar á að þróa tungumálið? Ólæsir drengir? Valhöll? Klón af Jónasi Hallgrímssyni? Íslenskumælandi rímarar sem hafa hingað til bara skapað nýyrði um dóp eða kynlíf? Það er varla hægt að reiða sig á þá, á meðan gramm af grasi kostar 4k og bitches vilja jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri! Íslenska er ávallt í stöðnunarhættu og er nú að renna úr höndum unga fólksins, sem vilja frekar hafa Youtube Kids á ensku í litlu skítugu lúkunum sínum. Kannski mun karlkynið fá upprisu þegar Iphone-soðnu börnin byrja öll að reka hlöðuvörp um karlmennsku og hvernig vistarbandið bjó til geggjað þjarkarfar (e. Grindset). En hvernig er hægt að tryggja að þau hlöðuvarpi á góðri íslensku? Kóranið kennir ímömum að gleðjast ef læti í börnum trufla helgihald, sömuleiðis má alveg vera gleðiefni ef eitthvert vill breyta íslenskunni. Það sýnir að ný kynslóð sé forvitin um hvernig gamalt tungumál getur passað í sinn raunveruleika. Er ekki eðlileg þróun í janfréttisparadís að nýjustu vendingar í tungumáli þess endurspegli jafnrétti kynjanna? Atómskáldin prófuðu að yrkja óbundin ljóð, sjálfstæðissinnar fældust frá notkun dönskuslettna og fólk er byrjað að brúka ókynjað mál í dag. Þegar Bubbi bjó til Ísbjarnarblús, móðguðust ekki einhverjir? Hvar væri íslenska í dag ef fólk hefði ekki áhuga á að laga hana að sér? Er ekki einmitt tilraunastarfsemi og þróun það sem heldur henni á lífi? Höfundur er bitch sem vill jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun