Hvers vegna þurfti að farga bókinni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. maí 2024 09:00 Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra. Vegna afsagnar hennar hefði þurft að prenta bókina aftur með nýjum formála rituðum af Bjarna Benediktssyni núverandi forsætisráðherra. Hvers vegna í ósköpunum var svo nauðsynlegt að rita nýjan formála að prenta þyrfti allt upplagið á nýjan leik með tilheyrandi kostnaði? Var ekki einfaldlega hægt að segja að bókin hefði verið gefin út í tilefni af afmælisárinu og gengið frá henni í tíð fyrrverandi forsætisráðherra? Hvaða máli hefði það í raun skipt? Katrín hefur aðspurð einfaldlega bent á það að ákvörðunin væri ekki hennar. Það væri Bjarna að svara fyrir það. Talað hefur verið um það að umrædd bók hefði verið hugarfóstur Katrínar. Var þá ekki enn ríkari ástæða til þess að leyfa formálanum hennar að halda sér? Komið hefur fram í fjölmiðlum að Katrín hafi verið að vinna að formálanum allt fram að því að bókin fór í prentun sem bendir ekki beinlínis til þess að ákvörðun hennar um framboð hafi verið tekin með margra mánaða fyrirvara eins og sumir hafa gert skóna að. Hvernig sem á málið er litið má ljóst vera að engin þörf hafi verið á því að farga 30.000 bókum einungis vegna þess að sitjandi forsætisráðherra þegar þær voru prentaðar lét síðar af embætti. Það er vitanlega núverandi forsætisráðherra að svara fyrir það hvers vegna þessi sóun þurfti að eiga sér stað enda ákvörðunin tekin á hans vakt. Hvort sem hún var tekin af honum sjálfum eða starfsmönnum forsætisráðuneytisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bókaútgáfa Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra. Vegna afsagnar hennar hefði þurft að prenta bókina aftur með nýjum formála rituðum af Bjarna Benediktssyni núverandi forsætisráðherra. Hvers vegna í ósköpunum var svo nauðsynlegt að rita nýjan formála að prenta þyrfti allt upplagið á nýjan leik með tilheyrandi kostnaði? Var ekki einfaldlega hægt að segja að bókin hefði verið gefin út í tilefni af afmælisárinu og gengið frá henni í tíð fyrrverandi forsætisráðherra? Hvaða máli hefði það í raun skipt? Katrín hefur aðspurð einfaldlega bent á það að ákvörðunin væri ekki hennar. Það væri Bjarna að svara fyrir það. Talað hefur verið um það að umrædd bók hefði verið hugarfóstur Katrínar. Var þá ekki enn ríkari ástæða til þess að leyfa formálanum hennar að halda sér? Komið hefur fram í fjölmiðlum að Katrín hafi verið að vinna að formálanum allt fram að því að bókin fór í prentun sem bendir ekki beinlínis til þess að ákvörðun hennar um framboð hafi verið tekin með margra mánaða fyrirvara eins og sumir hafa gert skóna að. Hvernig sem á málið er litið má ljóst vera að engin þörf hafi verið á því að farga 30.000 bókum einungis vegna þess að sitjandi forsætisráðherra þegar þær voru prentaðar lét síðar af embætti. Það er vitanlega núverandi forsætisráðherra að svara fyrir það hvers vegna þessi sóun þurfti að eiga sér stað enda ákvörðunin tekin á hans vakt. Hvort sem hún var tekin af honum sjálfum eða starfsmönnum forsætisráðuneytisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun